Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 55 »Þarna er Níels kominn með sleðann>?, sagði Andrea Margrét; »nú verð'um við að flýta okkur af stað«. Og að augnabliki liðnu, kom hún aftur, og var þá ferðbúin. »Á Níels að vera ekill?« spurði ég, um leið og ég fór upp í sleðann. »Nei, Friðrik ætlar sjálfur að vera það«, svaraði Andrea Margrét. »Ætlið þér þá að setjast hjá mér í aft- ursætið?« »Nei, ég má til að sitja hjá honum Frið- rik, til að segja honum til vegar«. »En eigum við ekki að aka beint eftir þjóðveginumi?«‘ »JÚ, en ég þarf að vera við höndiná, ef eitthvert óhappið skyldi vilja til«. Og svo settist Andrea Margrét. í fram- sætið hjá Korpus Júris; en ég varð aö sætta mig við að sitja aleinn í aftursæt- inu. — Það var þá gaman — eða hitt þó heldur. Ég held að mér hefði verið eins gott að sitja heima og hjálpa Gamla við sveitarreikningana. Presturinn opnaði gluggann sinn, og kall- aði út’ til okkar: »Hvað er þetta Friðrik? Þér, sem áttuö að vera heima, og hjálpa mér við sveitar- reikningana! Og nú ætlið þér að strjúka burtu!« »Eg athuga reikningana, þegar ég kern aftur«. »JÚ, það er nú líkast til: Á morgun. á morgun — að eins ekki í dag« — kunniö þér ekki þessa vísu? —■ — Ætlið þér að vera ökusveinn?« »Já«, svaraði Korpus Júris, og gerði há- an smell með svipunni. »Jæja, leggist þið þá bara í skafiinn hérna fyrir utan. Ég skal senda Níels af stað eftir hálfan tíma; hann er vís til að tosa ykkur upp úr skaflinum og heim aftur«. »Eg skal koma öll.u heim aftur, heilu cg höldnu«, sagði Korpus Júris, og smellti rneð svipunni. Hestarnir þutu af stað og við með út úr garðinum. En ferðin byrjaði með þeirri skyndingu, að nærri lá, að spá prestsins rættist samstundis, því að sleð- inn straukst við stóran stein, sem stóð hjá garðshliðinu. Þetta tækifæri notaði ég strax, til að reyna að koma breytingu á. f erðal,a gið. »Ég skal heldur vera ekill, Friðrik«, sagði ég; »ég held, ég hafi miklu meira vit á því«. »Nei — ég held nú ekki — nei«, svar- aði hann; »þetta var nú aðeins byrjunin og ekkert annað; það gengur allt saman vel úr þessu«. Og nú ókum við hratt eftir þjcð'veginum: en það var gott, að hestarnir rötuðu, því að synd væri að segja, að Korpus Jú.ris veitti stefnunni mikla athygli — hann var í allt of miklum hrókaræðum við Andreu Margréti, til þess. Ég reyndi nokkrum sinnum að leggja orð í belg, með því að spyrja um ýmislegt, sem fyrir augun bar; en Andrea Margrét hafði varla tíma til að svara mér eins atkvæðisorðum, fyrir Korp- us Júris, sem alltaí var símasandi. »Jæja, bíddu við, bróðir góður!« hugs- aði ég með mér; »þetta skal vera í sein- asta skipti, sem við leikum þenna leik. Næst þegar við ökum saman, skal það' verða ég, sem sit við hliðina á Andreu Margréti, og þá skal ég lofa þér að hýrast einsömlum í aftursætinu; þú hefir gott af því, að syngja vísuna um hann Pétur vesa- ling«. Veðrið var dimmt og' drungalegt. Aust- anstormurinn næddi kaldur og ömurleg'- ur, og þegar menn eru í slæmu skapi, úti í svoleiðis veðri, þá er ekki undarlegt, þótt mönnum verði kalt. Ég fór að horfa á h.est- ana. Annar var »sá rauði«, sem stórbónd- inn hafði talað svo mikið um, kvöldið áður. Nú hafði ég gott næði til að hugsa um þaö, sem bóndinn hafði sagt. mér um hann. Og þó gat ég ekki séð neitt merkilegt á »þeim rauða«. Þess meiri athygli veitti ég hinum hestinum. Hann hét »Gamli«. Mér virtist hann bera nafn með réttu, og haga sér allt að einu, eins og ég gat ímyndað mér, að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.