Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 61 Blessuð TÍnnan Ræda eftir síra Ó. V. Ein allra fyrsta kenning trúarbragóa vorra, og margra fleiri, er sú. að »Guð setti manninn í aldingarðinn Eden, til að yrkja hann og verja«. Þar næst er sagt við manninn, þegar hann kunni ekki að nota sér rétt Paradísarvistina: »Með erfiði skaltu þig af jörðinni næra«, og: »í sveita þíns andlitis skaltu þíns, brauðs neyta«. Þannig er þá fyrst lýst tilætlun skapar- ans með manninn hér á jörð, og þar með þá einnig, að nokkru leyti, ætlunarverki mannanna á jörðu vorri: Að þeir eiga að gera sér hana undirgefna, yrkja hana og verja með vinnu »í sveita síns andlitis, til þess, að hún verði þeim aftur öll að þeirri Paradís, sem þeir höfðu misst; og þá iíka þeir sjálfir að þeim Paradísarbörnum, sem þeim í upphafi var ætlað að verða. Eftir þessu lögmáli hafa svo mennirnii yfirleitt ætíð og allstaðar orðið að fara, ýmist nauðugir eða viljugir, til þess að geta lifað á þessari jörð. Svo kemur fram, á sínum tíma, sjálfur æðsti höfundur trúar vorrar, hinnar hæstu og dýpstu heimsskoðunar og lífsspeki, Jesús Kristur, með sína kenning og fyrir- mynd — meðal annars í þessu efni. (Jm bernsku hans og æsku er oss nær allt ó- kunnugt, nema hvað um hann þá er sagt: að »hann þroskaðist að aldri, vexti og vizku, og að náð hjá Guði og mönnum«. En frekari vitna þurfum vér nú reyndar ekki við, um þetta æfiskeið hans. Því að aí slíkum vitnisburði er það augljóst, að hann þá þegar hefur lifað og unnið eins og bezt og' mest má hugsa sér um barn og ungling, bæði á heimili sínu, fyrir sína nánustu, og sjálfsagt líka fyrir alla aðra, sem hann þá náði til. Það leynir sér ekki heldur, þegar hann kemur alþroskaður og fullgjör opinberlega fram, að hann gerþekkir, elskar og viroir all,a heiðarlega lífsnauðsynja vinnu, alveg jafnt »til lands og sjávar«, og hefur mestu mætur og velþóknun á öllum trúum og dyggum þjónum, og ærlegum, ráðvöndum, iðjusömum sjálfsbjargar mönnum. Allt þetta má lesa út úr ýmsum dæmisögum hans, líkingum og m. fl. Og þá er líka lífsdæmi hans sjálfs ekki síður lærdómsríkt í þessu efni. Því að al- drei og hvergi fannst eða sást hann óvinn- andi að einka köllunarverki sínu. Hitt var heldur, að' hann var oft. svo »upptekinn« og gagntekinn af starfi sínu og starfsá- huga, að hann »gleymdi mat og drykk«, hvíld og svefni, allt vegna elsku og líknar- lundar sinnar, og löngunar til að bæta böl og bljðka kjör þjáðra og þurfandi mann- eskja, enda sagði hann. þá líka stundum: »Minn matur er, að gera vilja hans, sem sendi mig, og leysa af hendi hans verk«. »Mér ber að vinna verk Föðurins:, er sendi mig, meðan dagur er. Nóttin kemur, há enginn getur unnið«. Og hann. segir enn meira, hann segir: »Faðir minn vinnur allt til þessa. og Sonurinn einnig«. En meö því segir hann, að sjálfur skaparinn, sé alltaf að vinna, og þess vegna beri einnig sér, og öðrum Guðs börnum, að starfa. Svo taka postularnir við lærdómum hans, trú og starfi, og hafa þá einnig af honum lært, að elska og heiðra allt heiðarlegt nauö- synjastarf, enda flestir algengir verka- og vinnumenn að einhverri jarðneskri vinnu; og sumir höfðu fyrir konu og líklega heimili að sjá, eins og Pét- ur. Allir heimta þeir líka af sjálfum sér og öðrum trúa og dygga iðjusemi og vinnu fyrir lífinu, og telja hana heilaga lífsnauð- syn og skyldu hverrar vinnufærrar mann- eskju, og jafnframt hreina blessun og bléssunarlind. En einn þeirra, líklega sá afkasta- og áhrifamesti — Páll — er svo harður af sér, að hann heldur því fram, að »sá, sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá«. Og á sínar eígin hendur bendir hann, lyftir þeim upp og segir: »Þessar hafa unnið, og eiga að vinna fyrir mér«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.