Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 63 karlar og konur, sem mest og bezt elskuðu og iðkuðu alla heiöarlega nytsemdarstarf- semi, hvort heldur var fyrir sjálfa sig eða aðra, sem þeir voru færir um; og þá ekki sízt þeir og þær, sem mest og bezt hafa »neytt síns brauðs í sveita síns andlitis«. eða unnu með líkama sínum. Það er því svo fjarri því, sem mest má verða, að vinnan, hvort heldur er líkandeg eða andleg, sé syndastraff og böþ að hún er þvert á móti hreint náðar- og heillameðal, ef hún er í Guði gjörð, með góðum hug og í uppbyggifegum tilgangi. Þess vegna hafði hann vissulega rétt fyrir sér, öldung- urinn, sem blessaði. vinnuna, þegar verio var að tala, ýmist með eða móti »þessari látlausu vinnu«, á heimili hans, og ýmsir töldu hana til hins ilja. Þá svaraði hann fyrir sitt leyti, að eins með þessum tveim- ur orðum: »Blessuð vinnan!« Þessi maður á.tti heima hér í prestakalii, og var þá fast við áttrætt, hinn ernasti, og sívinnandi eitthvað til þarfa heimili smu. Hann hafði lengst æfinnar verið annara þjónn, og orðlagður fyrir vinnuást og vinnugleði, samfara frábærri trúmennsku, góðri greind og ráðdeild. Hafði hann jafn- an gengið sjálfur á undan öðrum með iðn- innar og trúmennskunnar dæmi, til heilla og heiðurs heimilum sínum, fyrir kaup, sem nú myndi þykja hlæilega eða smánar- lega lítið; en sem nægði honpm þó, með ráðvíslegri meðferð og blessun Drottins, til þess, að gera hann smám saman velefnað- an og aflögufæran til almenningsheilla. Vinnunni sinni þakkaði hann það, að hann gat allt af verið glaðvær við góða heil.su Ijkams og sálar; og honum leið allt aí vel við eitthvert nytjastarf við sitt hæfi allt til siðustu stundar, er hann var kallaður héðan í gegningarfötunum sínum. Þessi öldungur hefir því, af langri eigin raun, þekkt og skilið vel, bæði nauðsyn og blessun allrar heiðarlegrar og uppbyggi- legrar starísemi; og þessi reynsla hefir það verið, sem kom honum til að el,ska hana og blessa. Þessi nú fáheyrðu blessunarorð hins gamla manns hafa orðið mér ógleymanleg nú í yfir 20 ár., og komið mér til, að brjóta heilann um, hvort þau myndu geta staöist fyrir æðra dómi. Og niðurstaðan hefir orð- ið sú, sem þegar er að nokkru lýst: að skap- arinn sjálfur og Frelsarinn elskar og bless- ar alla góða starfsemi guðrækilega og mannelskuríka iðjusemi og trúmennsku, og siðan, að dæini og boði Drottins, aljar vel kristnar. skynsamar manneskjur á. öllum tímum og alstaðar, enda hefir þetta sann- ast, og mun. jafnan sannast, af sýnilegum dæmum. Já, öll náttúran sýnilega, og sjálfsagt ekki síður hin ósýnilega, iðar af lífi og sí- felldu starfi Guðs, og lifir af blessun hans. Hví skyldu þá ekki mennirnir líka eiga að vera með, og elska, blessa og iðka starfiö góða? Það er líka víst, að1 fjöldi manna, karla og kvenna, skilur og samsinnir allt þetta, og tekur undir með gamla iðjumann- inum um blessun vinnuseminnar, ekki sizt þeir og þær eldri og elztu, sem mest og bezt hafa unnið um dagana, og uppskorið margvíslegustu blessun iðju sinnar fyrir sig og sína og marga aðra. En er þetta þá ekki í mótsögn við þá kenningu Krists, að menn skuli ekki safna jarðneskum fjársjóðum, né vera áhyggju- fullir út af líkamsþörfum sínum? Nei; þvert á móti. Því að með þeirri kenningu er hann allra sízt að draga úr færisvein- um. sínum, að elska og ástunda ærlega lífs•• nauðsynja og viðhaldsvinnu með dyggð og trú, eða ráðvíslega fyrirhyggju fyrir þörf- um lífsins hér, hefdur að vara oss við þeirri hættulegu heimsku, að miða öll vor störf. tilgang þeirra og orð eingöngu við, holdið og heiminn«, eða safna aurum og maurum jarðneskra muna í og af kaldri og blindri eigingirni, að eins vegna mauranna sjálfra, eða til þess eins að geta sjálfir og einir »dag hvern lifað í dýrðlegum fagnaði« mat- ar og drykkjar eða Iiessa heims nautna, mektar eða metorða, án alls tillits til ann- ara manna, ok áframhaldslífs eftir þetta

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.