Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 26
66 HEIMILISBLAÐIÐ að veita þessari ungu stúlku atliygli, og' komst að þeirri niðurstcðu að hún va ri með feg'urstu stúlkum er hann hefði séð. Svip- urinn bæði alvarlegur og blíðlegur í senn. Stefán var órólegur, svo Inga varð iðu- lega að kalla á Sæunni. Það veitti honum svo mikla fróun að balcla í hond henni, Við og við yrti hann á hana slitrótt og meo hvíldum. Voru það allt þakklætisorð fyrir liðna tímann, og fyrirbænir fyrir henni á ókomna tímanum. Sæunn grét ekki, en svo mikið tók hún út, að peisupörin sprungu í sunclur. Læknirinn þerraði svitann af enni sér, en Inga þerraði andlit sjúklings- ins og leitaði honum allrar hægðar, er hún kunni, allt af jáfn róleg, blíð og ákveðin. »Farðu nú og legðu þig, grða«, sagði Inga og leiddi Sæunni að rúminu fram við dyrn- ar. Sæunn lét hana afklæða sig og mælti ekki orð frá vörum, en Ingu leið illa vio að sjá, hvað hún þjáðist. Læknirinn kom til Sæunnar, studdi hendi sinni á öxl henni og sagði. blíðlega: »Heyr:ð nú, góða mín! Borð’ð þér nú eitt- hvað og reynið svo að hvílast. Orðtak okk- ar læknanna er þetta: »Meðan lífið er, er líka von«, og við skulum vera hughraustc. Sæunn greip um báðar hendur læknis- ins og starði á hann. »Er nokkur von?« »Meðan lífið er, er von. Vonið og biðjið«. Læknirinn gekk til sjúklingsins. Þau Inga og læknirinn vöktu bæði um nóttina. Undir morguninn festi Stefán blund. Þau sátu bæði við rúmstokkinn. Sæunn hafði oltið út af af þreytu. Lækni,rinn laut niö- ur að Stefáni. Þegar hann rétti sig upp mætti hann augnatilliti Ingu, sem horfði á hann spurnaraugum. Síðan sátu þau hreyfingarlaus. Þau vissu bæði, að þessi svefn, varðaði líf eða clauða. Höfuð Ingu hálf hneig ofan að brjósti hennar. Hún var að gefast upp. Þetta var þriðja nóttin, er hún vakti. En hvað var það, ef Guð blessaði starf hennar og treindi líf sjúkl- ingsins! Lækniririn horfði á, hana með að- dáun, og í huga sér bar hann, hana sam- an við aðra stúlku, sem hann hafði- kynnst og halclið sig elska fyrir mörgum árurn, þá er hann var unglingur, og Inga græddi á samanburðinum. Stefán vaknaði. Hann horfði á þau á víxl. ,»Mér ljður vel«, sagði hann, »en ég er svo ákaflega sveittur«. »Það er ágætt«, sagði læknirinn fjörleg?. Sæunn var vöknuð. Hún heyrði á sam- talið. »Er honum borgið?« hvíslaði hún. »Það vona ég, með góðri a,ðhjúkrun«, sagði læknirinn, »og hana fær hann«, bætti hann við og' leit til Ingu. Sæunn bældi sig í rúmfötunum og grét með ekka svo hún skalf öll og titraði. Þann- ig getur gleðin opnað táralindirnar engu síður en sorgin. ★ Tvö ár þ’ðu. Stefán var jafnan heils-u- veill, en Sæunn hraust. Inga gegndi starfi sínu með trú og dyggð sem áður. Marga furðaði á því, að hún skyldi ekki giftast, og vissu þó allir, að það var ekki af því að ekki byðist henni margir góðir biðlar, en hún hafnaði þeim öljum. Var það sökum hinnar chamingjusömu ástar? — Nei, bxði var það af því, að hún elskaði engari þeirra sem beicldu hennar, og eins af því, að í sál hennar var dimmur skuggi. Hún hug'ði sig ekki framar geta treyst neinum manni, sem vildi vera stoð hennar á lífsleiðinni. »Af hverju ætti ég þá að gifta mig?« spurði hún Sæunni hálf-gremjulega. Sæunn klappaði henni móðurlega á kinn- ina, og hló við. »Þú þekkir ekki sjálfan þig, Inga mín, eða ekki eitos vel og ég þekki þig. Bráð- um tekur þig, — al-tekur þig hin sterka ast fúUorðinsáranna, og bezt gæti ég trúað að hún kæmi í líki eins mannsi, sem ég' þekki. Hann er hár og höfðinglegur með ormfrán augu og fimur í hreyfingum. Sæunn ætlaði að halda áfram en Inga tók fyrir munn henni. Hún var orðin kaf- rjóð í framan. Þau Inga. og læknirinn fundust oft, því

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.