Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ 67 þau höfðu svo margt saman að sælcia. Oft sátu þau tímum saman við sömu sóttar- sæng-. Oft lokuðu þau aug'um einhvers lío- andi meðbróður í hinnsta sinni. Oft'háðu þau harða baráttu við erfiða sjúkdóma og' báru sigur úr býtum; en allt af voru þau svo fjarlæg' hvort öðru. Læknirirn. bjó með móður sinni, en Inga hélt allt af til á prestssetrinu og' var hún nú skoðuð sem ein af fjölskyldunni og frúin sagði oft: »Ekki veit. ég hvernig við höfum komist af meðan við vorum án þín«. Inga var alls ekki ánægð. Hún tal.di auð- vitað sér og öðrum trú uni að svo væri, en oft kom það fyrir, er hún sat ein í herbergi ■sínu að höfug tár runnu um kinnar henni. Pá fann hún sárt til þess, að hún var ein- stæðingur. Hvers vegna mátti hún ekki njóta hamingju lífsins eins og' aðrir? Hana grunaði lítið, að til var maður, sem hugs- aði um hana nótt og dag, og var veikiu af þrá eftir henni. Svo var það einn dag um haustið, að Inga hafði verið að hjálpa frúnni í þvotti og hljóp fáklædd út, að hún var oröin íár- veik morguninn eftir. Læknirinn var und- ir eins sóttur, og er hann haföi skoðað hana, kvað hann hana alvarlega veika. Kvaðst hann helzt vilja taka hana heim til sín, strax og hún yrði ferðafær, því hún þyrfti daglega á læknishjálp að halda. Eft- ir mánaðartíma var hún fiutt til læknisins, sem einskis lét ófreistað, er bætt gæti heilsu hennar, en Ingu leiddist og tafði það mjög fyrir bata hennar. Hún varð alltaf svo viljalaus við hliðina á l,ækninum. Inga var búin að vera þrjá mánuði hjá lækninum og farin að ná heilsu sinni. Móð- ir hans lét sér mjög annt um hana, því henni féll vel í geð hin alvarlega og bl’ða framkoma hennar, en læknirinn var sem frávita af ást til hennar. Ekkert aftraði honum frá að láta henni tilfinningar sín- ar í Ijósi, nema hin kal.da ró, er hún sýndi honum. Loks afréð hann að tala við móð- ur sína. Kvöld eitt lagði hann höfuð sitt að brjósti hennar og sagði henni frá ásf sinni. Móðir hans brosti. »Eins og ég sc ekki löngu búin að sjá þetta, sonur minn«, sagði hún, »þú verður að tjá henni ást þína sjálfur. En sú hetja! að láta eitt augnatillit aftra sér, þegg.r hamingja æf- innar er í veði!« Inga sat í dagstofunni í rökkrinu Jitlr. s'ðar. Hún var að vona eftir að móöir læknisins kæmi með prjóna sína. Iiún hlakkaði til hvers eftirmiðdags, því þa sagði gamJa konan henni sögur, eöa taiaði um l.idna tnna. Inga stóð upp og gekk úi að glugganum. Hver stjarna á fætur ann- ari var að koma í ljr's á himinhvelfingunni, og iðandi norðurljósin skutu logageislum á ísinn og snjóbreiðuna. Læknirinn kom inn. Hann gekk hratt til Ingu, staðnæmdist við hl.ið henni og sagði: »Þér gætuð gert mig svo sælan, Ingai Ég elska yður«. Inga skalf. Gat him gert nokkurn mann sælan? Húri ætlaði að hreyfa mótmælum, en læknirinn vafði hana örmum og kyssti hana á enni og augu, en, hún lá magnþrota í faðmi hansi. AHt í einu sleit hún sig af honum. Hún fyrirvarð sig íyrir að hafa leyft honurn að faðma sig að sér. »Ö, þetta getur ekki orðið«, sagði hún, »ég má ekki bindast yður'. Það er skuggi á sál minni«. Læknirinn brosti, strauk um hár henni, leiddi hana að legubekknum og lét hana setjast. »Hreina sál! Göfuga hjarta!« sagði har.n, »en ekki meiri geðshræringu í dag. Þú þol- ir það ekki. Reyndu að vera róleg cg sofa rétt, svo tölum við saman á morguri, en nú á cg þig, ástin mín, og ég sleppi þér ekki framar«. • * Inga svaf lítið um nóttina. Hana furðaði mest á því, að nú var hún alls ekkert van- sæl, heldur hið gagnstæða. Hún fann enn kossa hans brenna á enni sér og vöngum, en hún hct sér því, að segja tonum æfisögu sína. Hún vildi ekki, að neinn skuggi yrði á samlífi þeirra, — ef hann vildi þá halda

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.