Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 28
68 HEIMILISBLAÐIÐ áfram, er hann vissi, að hún áður hefði verið trúlofuð. Morguninn eftir kom hún föl og' hnugg- in til morgunverðar. Eftir matinn gengu þau inn í stofu læknisins. Þar sagði hún honum alla æfisögu sína, eins og hún hafði sagt Sæunni hana. Og er hún þagnaði, dvó hann hana að sér og sag'ði: »Er þetta allt?« »Er það ekki nóg?« svaraði hún. »Elsku, saklausa stúlkan mín!« sagð; læknirinn og kyssti á hendur hennar; en hann þagði um sína æfi. Hann gat ekki átt á hættu að missa hana fyrir eina löngu liðna æsku-yfirsjón. Allir urðu glaðir, þá er trúlofun Ingu og læknisins var gerð heyrum kunn. Skömmu síðar giftust þau. Sæunn sat veizluna. Var hún þá skautbúin og fannst mönnum mik- ið um það, hve hún var sviphrein og gerð- arleg kona. Sat hún við hlið brúðurinni. Allir hinir mörgu, er sátu brúðkaupið, óskuðu nýgiftu hjónunum allrar blessunar af heilum hwg. Sæunn stóð 'Upp. Var hún þá sönn i- mynd alls þess, er prýða má íslenzka, göf- uga konu. Hún tók nú þannig til máls: »Ég er ekki vön að tala á mannaxnótum. Æfi min hefir hefir liðið sem lygn straum- ur frammi til fjalla. Ég hefi haft nægan tíma til að athuga hina yndislegu náttúru- fegurð, sem við öll eigum kost á að sjá og skoða, ef við viljum, en minni tíma til að afla mér auðsuppsprettu af menntum nú- tímans. En nú hefði ég viljað tala. Hjárta mitt er fullt af þakklæti, aðdáun og ást til læknisins og hinnar inndælu konu hans. Eg hefi séð starfsemi þeirra. Ég hefi séð ást þeirra, alúð og göfuga framkomu við háa og lága. Ég flyt þeim því þakkir allra hinna mörgu, bæði þeirra, sem eru hér, og eins hinna, sem fjarverandi eru, en hugsa blítt til þeirra í dag!« Sæunn settist niður. Presturinn stóð upp og sagði: »Lengi lifi brúðhjónin!« Og mannfjöldinn hrópaði þrefalt .húrra'' Kynlegir páskasiðir í ýmsum löndum. Páskarnir hafa frá öndverðu verið ein af stórhátíðum ársins. Gyðingas’ifnuðurinn í Jerúsalem hélt þá upprisuhátíð þegar í stað, en svo lítið frábrugðna hátíðahald: rétttrúaðra Gyðinga sem hægt var. Síðar voru margir gyðinglegir siðir teknir upp : kristnu kirkjunni og haldast enn í dag. sakir hjátrúar eða gamallar hefðar. Víða í Evrópu er miðdegisverður páska- dagsins lambakjöt með jurtasósu. Sam- kvæmt gömlum páfafyrirmælum á lambio að vera ársgamall kálfur lýtalaus. Og kjöt- ið eiga þeir að eta að kvöldi, steikt yfir eldi með óbrotnu brauði og beiskum jurt- um. Páskabrauðið, bakað á föstudaginn langa hugðu Englendingar í gámla daga þrungið kyngikrafti; voru molarnir geymd- ir vandiega og notaðir allt áriö, sem bót við allskonar sjúkdómum. Páskadagskvöld- ið átu Gyðingar harðsoðin egg, sem þeir dýfðu í saltvatn. Þaðan eru páskaeggin komin. Þegar kristindómurinn var innleiddur í Norður-Evrópu, varð hann að eiga í höggi við heiðnina. Kristnu prestarnir voru nógu hyggnir t;l að láta fólkið halda hinum gömlu erfðasiðum. Þess vegna tengdu þeir margt hið gamla hinu nýja helgisiðalög- máli. Teutona-þjcoirnar í Norður-Evrópu héldu vorhátíð frjósemdagyðjunni Ostara til heiðurs. Þaðan er komið enska heitið a páskunum (easter) og þýzka nafnið á páskahátíðinni (Ostern), leitt af nafni gyðjunnar. Ostara-hátíðin var haldin á vorin og vér prýðum kirkjur vorar með pálmum og blómum á páskadaginn. Grikkir höfðu þann sið að gefa hver öðrum lituð páskaegg tú að tákna vor og frjósemi og endurlifnun fyrir brúðhjónunum og Sæunni, vinkonu Ingu ljósmóður. Endir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.