Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 2
94 HEIMILISBLAÐIÐ Sku ggsja. Bókasafn páfahallarinnar er éiit hið mesta bókasafn í heimi. Bókasafnið 1 Vatikaninu er eitt hið stærsta bókasafn 1 heimi. Þar eru um 260,000 bækur o;; 30,000 handrit. Dýrmætasta, handritið er biblfu- handritið Codex Vaticanus, frá því um 350 e. Kr. Það er 759 bókfells-blöð. hver síða þrldálkuð og 42 línur í hverjum dálki. Handritið var lengi óaðgengilegt, unz Tischendorf gaf það út 1867. Seinna kom kaþólsk útgáfa af því, en það var fyrst á árunum 1889—90, sem það varð að fullu aðgengilegt öllum vísindaanönnum, þvi að þá var það allt Ijósprentað. Orustwoöllurinn við Maraþon. Lengi hefir þess verið leitað, hvar Maraþons- bardagi hafi staðið 490 f. Kr. Nú h,afa menn komið' niður á beinagrindur og forna hjíilma og vopti af spai'tverskum uppruna. Með þeim upp- greftri er fylgst af sérfræðingum af miklum áhuga. Þeir þykjast hafa fundið gröf sem rúmar bein 300 Spartverja er fallið höfðu i Maraþons- bardaga, er Grikkir unnu sigur á ofurefli liös af Persum undir forustu Dariusar konungs þeirra. Eisasjónauki á Palomarfjalli. Hinn nýi mikli sjðnauki mannanna til að beína út í himingeiminn er nú senn fullsmíðaður. Turn- inn handa þessum 5 metra langa sjónauka er nú þegar reistur á Palomar-fjallinu. Hann er til þess gerður að sjá megi himinskautið kringum norðurskaut jarðar. Stærsta brennividd kíkisins getur stækkað 20,000 sinnum. Gengiö á glóandi kolum. Eldgö,ngmennirnir indversku eru oss Noröur- álfumönnum ðskiljanlegt undur og litlar líkur eru til að framtíðarmönnum takist að skygpnast mun lengra inn i leyndardóma Indverja. A Eng- Landi h/efir einn Indverjinn sýnt þá list sína miklu fjölmenni, að ganga á glóandi kolum. Hann brann ekki hið minnstai. Var sú töfralist sýnd utan dyra á heiðum sumardegi fyrir utan Lund- únaborg. Voru þetta visindalegar tilraunir. Ind- verjinn, Kuda Bux, þrítugur að aldri, sem kom í fyrsta sinni til Norðurálfu til að sýna listir sínar, var hafður til tilraunamna. Gröf var graf- in 8 metra löng og tveggja metra breið og tult- ugu sentimetra djúp. Klukkan 8 að morgni var viður lagður við gröfina og síðan kveikt i. Kl. 15 átti tilraunin fram að fara^ svo í gröfinni log- aði hér um bil sjö tíma. Stuttu fyrir tilraunma var lagt þykkt lag af viðarkolum ofan á hinn glóandi við. Læknir einn rannsakaði fætur Ind- verjans, og ekki var hægt að finna minnsta vott fyrir því, að hann hefði búið þær undir eldgöng- una. Kuda tók sig nú saman og gekk svo i venju- legum fötum berfættur hina glóandi leið. Og hann var alveg óskaddaður, og sást eigi minnsti vottur fyrir bruna, er harín var aftur kominn af göngunni. 50 prösent af mönnum og drengjum í hinum kristna heimi og 2%% kvenna og telpna, heita nöfnum úr biblíunni. 95 prósent af merkustu uppfyndingum síðustu 400 ára hafa verið fundnar upp í þessum fjórum löndum: Bandaríkjunum, Stðra-Bretlandi, Frakk- landi og Þýzkalandi. Einstakt met á maður einn i Winchester-verk- smiðjunum i bænum New Haven, Connecticut. Hann hefir á 52 árum reynt og metið ca. 2 500 000 riffla með um 17 milljónum skota. í Louisianaríki í Ameríku var Henry Clay War- mouth árið 1868 kosinn landstjóri með yfirgnæf- andi meiri hluta, vegna þess að hann lofaði negr- unum, að hann skyldi, ef hann fengi embættið, búa til vél, sem gæti dælt »svarta« blóðinu úr líkama þeirra, og »hvitu« blóði á ný i staðinn. Folald er við fæðinguna ca. 3/5 af hæð sinni sem fullvaxið, og 9 mánaða gamalt vegur það jw helming af þyngd sinni sem fullvaxið. Hr. Harry Williams frá Margate getur neð réttu verið stoltur af yfirvararskeggi sínu. Það er 39 cm. endanna á milli og er svo þekkt 1 Eng- landi, að bréf frá Birmingham komst án nokk- urra tafa til hans, þrátt fyrir, að utanáskriítin væri ekki önnur en mynd af stóru yfirvararskeggi og orðin: Margate, Kent. Meðal 600 000 000 íbúa jarðarinnar er svinið bannfært sem saurugur og óboðlegur mannamatur. Klæðskeri: »Þetta er i síðasta skipti, sem ég kem með þennan reikning til yðar«. Viðskiptamaður: »Það þykir mér gott. Ég er llka orðinn ieiður ii þessum stöðugu heimsókn- um yðar!« Stjórnmálamaður: »Hann er ekkert fallegur, vitnisburðurinn, sem þú kemur með úr skðlanum í dag-, Dengsi minn«. Dengsi: »Hann er þó betri en s;i, sem þú fékkst í blöðunum í gær!«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.