Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 3
6.-7. blað Júní-Júlí 1939 Einkunnarorð: »Sjáið, hverju Guð hefir til vegar komið*. Fyrsta símskeyti Morse. Morse um 1832. Myndin t. h.: Frumritsíminn. 1. Ætt og uppvöxtur Morse. Morse var fæddur í Charlestown í Mass- achusetts í Bandaríkjunum 27. apríl 1791. Faðir hans, Jedidiah Morse (1761—1826), hafði gert landafræði að aðalnámi sínu á Yale-háskólanum. En sökum þess að hann var áhugamaður í trúarefnum, þá var hon- um leyft að prédika (1785) og seinna var hann settur inn í prestsembætti í safn- aðarkirkjunni í Char- lestown. Hann varði mestum hluta æf i sinnar til að verja rétta trú í söfnuðin- um í Nýja-Englandi gegn þrenningarneit- endum (Únítörum). Hann barðist djarf- lega gegn öllum ókirkjulegum skoðun- um í trúarefnum og bakaði sér með því harðar árásir af hendi frjálshyggju- manna. Hann var fremur heilsuveill maður og þoldi ekki til langframa að standa í því stríði. — Hann sagði af sér prestsskap 1820. En eftir það fól stjórnin honum aö vitja Indíána-flokka, sem bjuggu á norð- urmærum Bandaríkjanna. Skýrsla um þá för hans kom út 1823. Hann, hélt úti trú- varnarblaði árum saman, ýmist einn eða með öðrum, og sýndi frábæra staðfestu og fastheldni við játningar kirkju sinnar. Samúel fékk hið bezta uppeldi. Trú og siðavendni voru þeir förunautar, sem fylgdu honum úr föð- urgarðli til Yale-há- skólans. Þaðan út- skrifaðist hann 1810. Samúel Morse var snemma hneigður til prentlistar og drátt- listar og hafði lagt mikinn hug á þær íþróttir í skólanum og jafnvel myndhögglist líka. Að loknu skóla- námi fór hann til Englands (1811) með málaranum Washing- ton Allston til að frama sig þar í prent- listinni undir hand- Morse símar nafnið sitt á hátíðinni 1871 til flestra borga í Bandaríkjunum, Bjarni Jónsson: Samuel F. B. Morse

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.