Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 3
Bjarni Jónsson: Samuel F. B. Mor§e Einkunnarorð: »Sjáið, hverju Guð hefir til vegar komið-. Fyrsta símskeyti Morse. Morse um 1832. Myndin t. h.: Frumritsíminn. 1. Ætt og uppvöxtur Morse. Morse var fæddur í Charlestown í Mass- achusetts í Bandaríkjunum 27. apríl 1791. Faðir hans, Jedidiah Morse (1761—1826), hafði gert landafræði að aðalnámi sínu á Yale-háskólanum. En sökum þess að hann var áhugamaður í trúarefnum, þá var hon- um leyft að prédika (1785) og seinna var hann settur inn í prestsembætti í safn- aðarkirkjunni í Char- lestown. Hann varði mestum hluta æfi sinnar til að verja rétta trú í söfnuðin- um í Nýja-Englandi gegn þrenningarneit- endum (Únítörum). Hann barðist djarf- lega gegn öllum ókirkjulegum skcðun- um í trúarefnum og bakaði sér með því harðar árásir af hendi frjálshyggju- manna. Hann var Morse símar nafnið sitt á hátíðinni 1871 til flestra borga í Bandaríkjunum. fremur heilsuveill maður og þoldi ekki til langframa að standa í því stríði. — Hann sagði af sér prestsskap 1820. En eftir það fól stjórnin honum að vitja Indíána-flokka, sem bjuggu á norð- urmærum Bandaríkjanna. Skýrsla um þá för hans kom út 1823. Hann hélt úti trú- varnarblaði árum saman, ýmist einn eða með ö'ðrum, og sýndi frábæra staStfestu og fastheldni við játningar kirkju sinnar. Samúel fékk hið bezta uppeldi. Trú og siðavendni voru þeir förunautar, sem p fylgdu honum úr föð- urgarðli til Yale-há- skólans.. Paðan út- skrifaðist hann 1810. Samúel Morse var snemma hneigður til prentlistar og drátt- listar og hafði lagt mikinn hug á þær íþróttir í skólanum og jafnvel myndhögglist líka. Að loknu skóla- námi, fór hann til Englands (1811) með málaranum Washing- ton Allston til a9 frama sig þar í prent- listinni undir hand-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.