Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Qupperneq 4
96 HEIMILISBLAÐIÐ leiðslu Allstons og Benjamíns West, landa síns, í Lundúnum. Tveim árum síðar vann hann verðlaunapening úr gulli fyrir frum- mynd af fyrstu höggmynd sinni, en það var »Herakles deyjandi«, forngríska, goðborna þjóðhetjan (sbr. »Þrautir Heraklesar«). Eftir fjögra ára námsskeið hvarf hann aft- ur heim til Bandaríkjanna (1815), og stundaði þá málaraiðn í Charlestown um hríð og þótti vel takast. Síðan fluttist hann tili New York (1822) og hélt þar áfram iðn sinni. Þá tók hann og ýmsir að'rir snjallir dráttlistarmenn að halda fundi með sér (1824—5) og af þeim fundi leiddi það, að þeir stofnuðu þjóðlegan dráttlistarskóla í borginni; var Morse kosinn forstöðumaður skólans. og hafði hann þá stöðu á hendi í 16 ár. Árið 1829 fór hann í annað sinn til Norð- urálfunnar til að nema listir sínar til fulln- ustu; var hann þrjú ár (1829—32) að námi í nokkrum helztu borgunum austan hafs, á Englandi, Frakklandi og ítalíu. 2. Morse er kosinn prófessor við háskólann í New-York. Hugkvæmist ritvéiin. Meðan hann var erlendis, var hann val- inn til kennara í öllum dráttlistarfræðum við háskólann í New York. Tók hann þá (1835) að halda fyrirlestra um skyldleika og samband þeirra lista. Morse hafði þegar í skóla hneigst tals- vert að efnafræði og náttúruheimspeki, og er fram liðu stundir, urðu þær visinda- greinar honum mjög kærar. Á árunum 1826—27 hafði hann hlustaó á fyrirlestra prófessors J. Freemann Dana um segulmagn, við háskólann í New York. Þeir prófessor Dana urðu alúðarvinir, því af viðræðum hans við Dana, varð hann al- veg hugfanginn af segulmagninu. Þegar Dana hélt fyrirlestra sína, þá sýndi hann jafnan segulstál, til skýringar fyrirlestrum sínum. Þetta segulstál komst síðar í eigu Morse og geymdi hann það eins og helgan dóm; hét sá Dr. Torrey, sem gaf honum stálbútinn. Það stál var gert af for- sögn Sturgeons nokkurs og var það fyrsta rafsegulstálið, sem komið hafði til Banda- ríkjanna. Dana hafði þá fundið upp segul með nýrri gerð og var sá segull síðan hafð- ur í öllum Morse-ritvélunum um heim all- an. Um haustið 1832 steig Morse á skip í Havre á Norður-Frakklandi á leið vestur um, haf. Þegar á skip var komið, átti hann tal við nokkra af skipverjunum um þá nýju uppgötvun frakkneskra eðlisfræðinga, að ná mætti rafurmagnsneista úr segul- steini; mætti af því greinilega sjá, að raf- urmagn og segulmagn væru skyldir kraft ■ ar. Eftir þá viðræðu vitraðist honum í sýn, hvernig senda mætti skeyti milli fjarlægra staða með ritvél og sáma; kom honum þaö fyrir sjónir að öllu verulegu, eins og það er enn þann d'ag í dag. Ekki skorti votta að því, að það var ein- mitt þarna á skipinu, sem honum hug- kvæmdist öll tilhögunin á ritvél og síma- þræði. Allir skipverjar vottuðu það og voru sjónarvottar að teikningum þeim, sem hann. gerði af því, sem honum bar fyrir sálarsjón. Þegar heim kom, smíðaði hann sumt af ritvélinni í New York, undir árslokin 1832; en ýmislegt hamlaði því, að ritvélin yrði fullgjör fyrr en 1835. Þá gat hann sýnt hana starfandi á vinnustofu sinni. Þetta gerðist i nóvember 1835. Þá var vélin að réttu tali fundin. Það var frummyndin. 3. Morse smíðar fyrstu ritvélina og krefst einkaréttar á henni. En ekki krafðist hann einkaréttar á þessari uppfundningu sinni hjá þingi Bandaríkjanna fyrr en 1837 né beiddist fjárstyrks til að leggja tilraunarsíma milli borganna Washington og Baltimore; en þingið synjaði honum um hvorttveggja, og þótti Morse þá óvænlega áhorfast.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.