Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 6
98 HEIMILISBLAÐIÐ anum til að ráðgast um viðurkenningar- gjöf handa Mor&e; kom þeim saman um, að honum væru greiddir 400,000 frankar sem gjöf að launum fyrir störf hans í þjón- ustu mannkynsins,. Hinn 29. des. 1868 héldu borgarar í New York honum allisherjar miðdegisveizlu. I júní 1871 var honum reist eirlíkneski í aðalskemmtigarði New Yorkborgar. Willi- am Cullen Bryant afhjúpaði það. Að kvöldi hins sama dags var honuin haldin fagnað- arveizla í sönglistarskólianum í New York. Þaðan símaði Morse kveðju sína til því sem næst. allra borga í Bandaríkjunum með sömu, ritvélinni, sem var upphaflega höfð til að sima með frá Wáshington til Balti- more. 6. Morse leggur fyrsta sæsíma. Tekur fyrstu ljósmyudir í Ameríku Árið 1845 smíðaði Morse nýja ritvél eft- ir frakkneskri fyrirmynd (1845). Að öðr- um koati mundi ritsími Morse eigi hafa komið jafnfljótt að almennum notum. Það var Morse sem lagði hinn fyrsta sæ- síma á höfninni í New York haustið 1842 og hlaut fyrir það verðlaunapening úr gulli. I bréfi frá Morse til fjármálaráðherra Bandaríkjanna 10. ágúst 1843, ætla menn að hin fyrsta uppástunga, sé gerð um sæ- síma þvert yfir Atlanzhafið. En það var fleira en ritsíminn einn sem Morse fékkst við. Þega,r hann, var staddur í Frakklandi 1839, þá kynntist hann frægum frakknesk- um náttúrufræðingi og uppfundninga- manni, er Daguerre hét.. Hann hafði þá nýlega. fundið upp vél til að taka ljósmynd- ir, og’ var hann sá fyrsti er hafði tekist það. Var sú uppfundning birt opinberlega á fundi vísindamanna í París 19. ágúst 1839. Daguerre lét Morse fá uppdrátt af ljósmyndavél sinni, og er Morse kom heim aftur, þá bjó hann til samskonar vél og tók hinar fyrstu ljósmvndir, sem teknar voru í Bandaríkjunum; voru það þá kallaðar sóhnyndir (sunpictures). 7. Rit Morse. Endurmiuningar hans Morse var líka frjósamur rithöfundur; liggur eftir hann, fjöldi af visindaritum og fræðiritum. Ritað hefir hann endur- minningar sínar frá þeim árunum, er hann var að berjast fyrir framgangi símans. Þær minningar voru gefnar út 1868. 1 »Minningum« sínum lítur hann yfir liðna æfi sína. Þar segir hann meðal ann- ars: »Margt dreif á dagana fyrir mér, áð- ur en ég fyndi ritsímann. Ég gekk á ung- u.m aldri út í lífið með miklar vonir og háleitt mark og mið. Ég hafði ekkert ann- að í huga en að verða mikill listamaður. Ég keppti að því marki að búa til málverk, sem æ skyldi uppi vera, þó að ég kæmist sjálfur undir græna torfu. Ég nam þá list, að hinum fremstu listamönnum þeirra tíma. Ég málaði myndir af fremstu mönn- um þjóðar minnar: Washington, Lafayette, Adams o. fl. Þau málverk áttu að skreyta »Hvíta húsið« í Washington. Ég bjóst jafn- vel við, að ég yrði fenginn til að mála tvö fegurstu loftin í þeirri höllL En þá bar mér einkennilegt atvik að hendi. Bréf, sem ein- hver annar hafði ritað undir rnínu nafm og birt var í blaðí, kollvarpaði alveg þeirri von minni, að ég yrði valinn til þess starfa. Þessi vonbrigði lögðust þungt á mig og dróu úr mér kjarkinn. En forsjón Guðs hafði markað mér aðra bra.ut. Ég var einu sinni staddur á gufuskipi úti í reginhafi. Þá birtist mér skýlausasta vitrun, hvernig ritsiminn skyldi vera. Ég hafði hvorki numið eðlisfræði né rafmagnsfræði, eins og þeir Humphry Davy, Volta. og Faraday. En þessa hugsjón, sem mér birtist,, ásetti ég mér að verja lífi mínu til að fram- kvæma; færðist ég nú það verkefni í fang, að finna upp, hvernig senda. mætti hrað- skeyti frá einum stað til annars. Og á end- anum tókst mér það. En að þessu hlutverki mínu var mér búin braut, þungra von- brigða og sárrar reynslu; bakaði það mér oft og einatt reglulega sála,rangist«.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.