Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 7

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 99 8. Dómur Morse um uppfundn- ing sína. Morse var einu sinni spurður, hvort hann hefði aldrei orðið ráðþrota, þegar hann var að g'era tilraunir sínar. »JÚ, oftar en einu s.inni«, svaraði hann. »0g hvað tókuð þér þá til bragðs?« spurðu þeir. »Það skal ég segja yður í trúnaði. Eng- inn veit það enn, annar en ég og sá, sem allt veit. Þegar ég varð ráðþrota., þá bað ég Guð að kenna mér ráð«. »0g kenndi hann yður þá ráð?« »Já, og það get ég sagt yður, að þegar ég varð heimsfrægur af uppfundningu minni, þá fann ég alltaf sárt til þess, að ég átti ekki þann hróður skilið. Hún er mikilsverð sú hagnýting rafmagnsins, sem ég hefi fundið, en ég fann hana ekki af þvi, að ég væri manna mestur, heldur af því, að Guö vildi gefa mannkyninu þessa gjöf. En þá varð harrn líka að birta einhverjum þann leyndardóm og svo þóknaðist honum að velja mig til þess«. Já, sannarlega er það ráðstöfun Guðs, að nú er hægt að flytja boð um heim allan og þar á meðal boðskapinn, sem varðar allar þjóðár, fagnaðarerindi Krists. Rætast í því dásamlega orð hina mikla kristniboða, Pá's postula: »Drottinn mun gera reikning sinn á jörðunni, binda enda, á hann og ljúka við hann í skyndi« (Róm. 9, 28.). 9. Um ritvél Morse. Segulsteinn er steintegund kölluð, sem felur ? sér mikið af járni. Það er eðli hans, að hann dregur að sér járn og stál. Sá kraftur hans er kallaður segulmagn. Stál- ið heldur segulmagninu og er þá kallaö segulstál. Stálstöngin í áttavitanum er seg- ulstál. Snerti nú hreint járn segulstein eða seg- ulstál, þá verður það óðara segulmagnað, en segulmagnið hverfur úr því jafnskjótt aftur, er segulsteinninn ecla segulstálið er tekið úr sambandi við það. Á sömu leið fer, ef vír er undinn utan um stöng af hreinu járni, en kemur þó hvergi við stöngina, og rafmagn. er látiðl streyma eftir vírbogunum, þá verður járnið segul- magnað og getur dregið aðl sér annað járn. Þetta er nefnt rafseguimagn. Sé vírinn klipptur sundur og rafstraumnum slitið, þá hverfur segulmagnið á augabragði. Séu endar vírsins settir saman aftur, verður járnið segulmagnað á ný o. s. frv. Með því að láta, strauminn hætta með stuttum millibilum, getur járnið dregið að sér og slept á víxl járnbút og komið hreyfingu af stað. Það eru þessi öfl, sem ritvél Morse bygg- ist á. Það var danskur eðlisfræðingur, Hans Christi.an örsted (1777—1851), sem fyrst- ur manna uppgötvaði, að rafstraumur hafði áhrif á segulstál. Hann tók eftir því, að segulnálin færðist úr réttri stefnu, ef rafstraumur kom nálægt henni. Og Stein- heil hét sá, er fyrstur fann (1838), að eigi þurfti nema einn símaþráð til að flytja skeyti milli stöðva; jörðin sjálf gat komið í staðinn fyrir hinn þráðinn. En öll þessi vitneskja þeirra öresteds og annara fyrri manna var ónothæf í daglegu lífi. Það var prófessor Morse, sem fyrstur gerði þessar uppgötvanir nothæfar með ritvél sinni og símalagningu. 10. Æfilok prófessors Morse. Hið síðasta opinbera. starf prófessors Morse var það, að hann afhjúpaði líkneski Franklíns í »Prenthúss-garðinum« í New York 17. janúar 1872. Morse dó í New York 2. apríl 1872. LOFSÖNGUR. Allar tungnr, allra hjörtu eingetinn Guðs tigni son. Einn hann hefir o'pinberað okkur himinsælu voh. Hann er o.ss af Guði gefinn, Guð svo fundið getum vér. Jesú eimxrn, engum öðrum eiiíft lof og vegsemd ber. G. P.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.