Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 8

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 8
100 HEIMI LISBLAÐIC ALHEIMSFRÉTTIR í |>essa árs júlíliefti hins ágæta tímarits The National Geographic Magazine, er ritgerð með ]>essu nafni: »News of the Universe*. Birtist hér dálítið sýnishorn af ]>ví, er hún liefir frá að segja. Um tölur og stœrðir. Vanalegar mælingar eru skráðar a.nnað- hvort í fetum og mílum eða metrum og kílómetrum og dugar sú aðferð hér á jörðju og innan sólkerfis vors. En þegar þar út yfir kemur, verða vegalengdirnar svo mikl- ar, að heilar línur yrðu að eintómum núll- um, sem ekki væri gott að| átta sig á. Fundu stjörnufræðingar þess vegna upp ú því, að mæla stærð alheimsins í ljósárum, þ. e. þeim vegalengdum, sem ljósið fer á ári, en það eru sex trilljónir mílna, eða þar um bil. Þess vegna er alhægt að breyta ljósárum í mílur, ekki þarf annað en að margfalda m.eð sex og bæta við 12 núllum. Hraði ljóssins er 186,000 mílur á sekúndu, það er því 8 mínútur á leiðinni frá sólunni til jarðar, 93,000,000 mílur. Því er það, að þegar við sjáum sólarupprás, er hún »kom- in upp« fyrir átta mínútum, þegar hún sézt; eins er hún komin niður fyrir sjón- deildarhring'inn fyrir átta mínútum, þeg'- ar hún hverfur. Ljósið. Aoeins eitt skilningarvit vort getur kom- i,st í samband við útheima, sjónin. Ljósið eitt hefir fært oss allan fróðleik stjörnu- fræðinnari) 1). i) Undir eins og komið er út fyrir andrúms- loftið, t. d. á tunglið, sem ekki hefir gelað hald- ið í andrúmsloft sitt, svo það er allt horfið, eru bæði heyrn og lykt úr sögunni, því loft þarf til að bera bæði bljóðöldurnar, sem heyrnst og smn- a mrnar sem áh.rif hafa á lyktartaugarnar. Smekk myndum við sum hafa, ef eitthvað væri að eta eða drekka, en ekkert þvílikt finnst á yfirborði tunglsins. Þó er nú svo komið, að enginn hefir lengur nokkra hugmynd um, hvaa ljósið er. Fyrir nokkrum árum var það orða- laust viðurkennt, að það væri Ijósvakaöld- ur og hinar mismunandi lengdir þeirra, eft- ir litum voru mældar eins og líka hraði ljóssins:; en vegna þess að ljósvakinn er ekki líkamlegt efni, svo enginn getur hend- ur á honum haft, verður ekki í aska. lát- inn né undir mæliker, varð einhvernveginn við hann að losast, þó með því fari allur skilningur á tilveru ljóssins, hitaáhrifum sólarinnar, radio og mörgu öðru; og svo er ekki minnst á Ijósvaka lengur, því vísind- in eru bundin við hið líkamlega efni eins og kálfur við jötu, sem er búin að gleyma móður sinni og þekkir ekkert. annað en he.yið, sem hann etur og vatnið, sem hann drekkur, því mega þau ekki kannast við neitt, sem ekki er af efni gert. Mi.nnir þetta á það, hvernig Islendingar á öldinni sem leið töldu sér trú um það, að engir draugar væru til, þó mórar og skottur væri að finna í hverju horni, sem sífelldlega voru að gretta sig og glenna framan í þá, þegar kvölda tók1). 1) Þetta er þvl undrunarverðari hugsunarhátt- ur, þegar það er tekið til greina, að skoðun vís- indamanna á efninu (matter) hefir gerbreyzt á síðari árum. Hinn ódeilanlegi atóm er það nú ekki lengur, hann er orðinn að heilu sólkerfi. Með »sól« (proton) í miðju og fleiri eða færri »j ar ðs t j öi’ n u i'« (electrons) svífandi með ógna- h,raða umhverfis hana. Þvl má segja, þegar öllu er á botninn hvolft, eru allir líkamlegir hlutir, frá stærstu sól til minnstu agnar, ekkert annað en fastsett eða storknað rafmagn. Menn reyna nú á allar lundir að brjóta niður atóminn til að ná til nota þeim undra mætti, sem I þeim er fólg- inn, en ekkert ráð hefir enn fundist annað en bragö eða leikur járnsmiðsins, að láta dropa af vatni á steðja og-slá hann með glóandi hamri, þá kem- ur, eins og kunnugt er, sprenging með ótrúleg- um krafti af því að höggið og hitinn losar mátt- inn, sem falinn er I súrefnis og vatnsefnis atóm- unum í vatnsdropanum.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.