Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 9
HEIMILISBLADIÐ 101 En hvað sem þessu líður, er nú svo komio að Ijósið hefir fært oss vitneskju um heima, stjörnuþokur og ljósakrúnur (galaxies), sem eru svo langt í burtu, að geis'arnir, sem við nú sjáum, lögciu af stað frá þeim fyrir biljón árum síðlan, löngu áður en líf mynd- aðist á þessari jörð, nærri þúsund milljón- um ára áður en aldingarðurinn Eden var gróðursettur eðia Adam og Eva sköpuð! Og þó er búist við að þegar hinn nýi spegill sem nú eftir margra ára vinnu, er verið að ljúka við! í Los Angeles, og sem er 200 þumlungar (meira en 16 fet) í þvermál verður kominn á laggirnar í stjörnuturn- inum, sem verið er að byggja á Palomar- tindinum í Suður-Californíu, verði hægt að sjá mikið, kannske helmingi lengra út í geiminn. Ekki einungis gerir ljósið oss kunnugt um tilveru þessara heima heldur og um þyngd þeirra, ef ni það sem þeir eru úr gerðSr, útlit, o. fl., því þrent er tilveru- ástand hvers hnattar: loft (gas), lögur og fast (efni), en í loft ástandinu getur ljós- brjóturinn sýnt hvert efnið er því hvert frumefni hefir sinn sérstaka ljósbekk. Er þetta eins áreiðanlegt og fingurmarkið, sem hvern mann einkennir. Man ég ekki til að nokkurn hlut hafi ég séð aðdáanlegri en þessa fögru ljósbekki, sem hver fyrir sig táknaði svo hversdagslega hluti sem járn, kalk, sóda o. s. frv. Sólin er gashnöttur, 864 000 mílur í þvermál, svo stór að ef jörðin væri í miðju hennar og tungliði gengi í kringum hana í sömu fjarlægð, sem það nú er, væri það langt fyrir innan yfirborð hennar. Þó hún hafi miðlað öllum ódæmum af hita sínum frá upphafi vega, er hún enn svo heit, að ef hægt væri að gera 25 eyring eins heitan, sem yfirborð hennar er, mundi allur jarð- argróður skrælna upp 1000 mílur út frá honum. Yfirborðshiti sólar er 10,000 gráð- ur Fahrenh. og þó er miðjan miklu heit- ari. Þar er þrýstingurinn 5,000,000 tonn á hverjum ferhyrnings þumlungi og þó allt efnið í gasformi; getur ekki annað hitans vegna. En þétt mun atómunum þar vera þrýst saman. Þó sólin sé ógurlega. heit, brennur hún ekki, enginn eldur er nógu heitur til aö duga henni, Líklegt þykir, að hita hennar sé viðhaldið með eyðileggingu atóma, og framleiða þann feikna hita, að ef ein fing- urbjarga,rfylli af þeim er eyðdlögö, er það á við að brenna mörg þúsund tonnum af kolum. Líka er mögulegt að efnabreyting- ar fari fram, t. d. að vatnsefni (hydrogen) breytist í helium, sem mundi framleiða mjög mikinn hita. Á síðari árum hafa menn meira farið að nota hið mikla máttarflóð, er stöðugt streymir frá sólunni, bæði til að hita vatn, framleiða gufu (steam) og valda efna- breytingum. Bæði í Californíu og Plorida eru nú hús hituð með vatni, sem sólarhiti velgir, með því að safna geislunum saman með speglum. Líka hefir á sama hátt tek- ist að hreyfa vélar með gufu, svo það er mögulegt, að með tímanum verði í eyði- mörkunum, þar sem sólin skín jafnast og stöðugast, aðal iðnaðar-framleiðsla á jörð- unni1). Engin vísindi reyna að gera sér grein fyrir, hvernig sól vor eða aðrar sólir hati til orðið, þar eru trúarbrögðin ein um hit- una, en tvær eru tilgátur um það, hvernig jarðstjörnurnar hafi myndast. Ljósbrjóturinn sýnir, að hin sömu frum- efni er yfirleitt að finna í sólunni og jarð- stjörnunum, svo það liggur beinast við aó álíta, að jarðstiörnurnar séu af sólunni fæddar, aö hún sé móðir þeirra. Nú halda 1) Prátt fyrir hi.na miklu fjarlægö sólarinnar eru áhrif hennar fleiri en vanalega er álitið. Pannig, þegar sólblettir eru miklir, sem er ell- efta hvert ár, er erfitt að ná stuttöldu radio- skeytum, og það kemur jafnvel fyrir að slmskeyti ruglast herfilega. Sólblettir eru risavaxnir hvirf- ilbyijir á yfirborði sólar, en þar á sér jafnan stað hið ógurlegasta öldurót. Gas holskeflur hefj- ast þar 100 000 milna háai- og þyrlast frá þeim gastungur með ógna hraða út i geiminn.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.