Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 10
102 HEIMILISBLAÐIÐ sumir stjórnufræöingar því fram, að jarð- stjörnurnar eigi ekki aðeins »móð!ur<<, held- ur líka »föður«. Nefnilega, að einhvern- tíma í fyrndinni hafi himinhnöttur, ein- hversstaðar aðkominn, komið svo nærri sóiunni, að hann hafi dregið til sín efnis- taug frá henni, sem svo slitnaði sundur og fór að snúast kringum sólina sem jarð- stjörnur. Aðrir álíta, að sólin hafi í upp- hafi verið tvöfalt stærri en hún nú er og hafi snúist um sjálfa sig með þeim feikna hraða, að hún hafi klofnað í tvennt, og hafi annar parturinn þotið eitthvað út í geim- inn, en efnispartar slitnað aftan úr og af þeim hafi jarðstjörnurnar myndast. Þetta, að sól geti klofnað í tvennt eða jafnvel þrennt, vita stjörnufræðingar að á sér stað. Rétt nýlega kom það fyrir, að stjarnan Nova Pictoris klofnaði í þrennf og sjást partarnir síðan fjarlægjast hver annan með milljón mílna, hraða á klukku- stund. Svo það er ekki ómögulegt, að það hafi einnig komið fyrir sól vora. Árið 1846 klofnaði halastjarna, er var á leið til sólar, í tvennt, beinlínis fyrir augum stjörnu- skoðara, og kom í næsta sinn í tveim pört- um, er hálf önnur milljón mílna aðskildi. Sú halastjarna hefir ekki sézt síðan, en mikinn fjölda vígahnatta er enn að finna á braut hennar. Halastjörnur fara spor- öskjulagaða braut, koma einhversstaðar utan úr geimi, fara í kring um sólina og hverfa. Þær eru mjög lausar í sér, mynd- aðar af smásteinum, ryki og gasi. Þær hafa engan hala nema í nánd við sól, þeg- ar máttur ljóssins verður svo mikill, að aftur af þeim kembir. Við það myndast halinn, en hverfur aftur, þegar frá sólunni dregur. Þess vegna er kjarni eða höfuð þeirra ætíð næst sól, en halinn út frá. Eins þegar hún stefnir á burt frá sólunni, er halinn á undan. Þó menn hafi afar lengi verið hræddir við halastjörnur, eru þær ekkert hættulegar, sérstaklega halinn, því það er tiltölulega mikið minna efni í hon- um en andrúmslofti jarðar. Fram til síðustu ára voru jarðstjörn- urnar taldar átta, en þá, eftir mikla leit, fannst, sú níunda. Þær eru: 1. MERKÚRIUS. Aðeins 30 milljónir mílna frá sól, lítið stærri en tunglið og sézt því mjög sjaldan með berum augum. Gulur er hann af elli, skininn, skorpinn og skrældur. Hættur er hann að snúast um möndul sinn, og snýr því ávallt sömu hlið að sólu, eins og tunglið að! jórðunni. Þeim meg- inn er hitinn 600 stig á Fahrenheit en um 200 gráðu frost hinum megin. Ef þar eru nokkur »höf« eða »vötn«, eru þau bráðið blý, bismuth eða brennisteinn, því hitinn er nógu mikill til þess að bræða þessi frum- efni. Auðvitað finnst ekkert líf á þessari stjörnu. 2. VENUS. Hún er 67,000,000 mílur frá sól og þó undur fögur á að líta, gengur sem Austurlanda hefðarfrú sífelldlega með blæju fyrir andliti. Aldrei sézt þar til sól- ar og loftið er svo »lævi blandið« af ryki og kolsýru, að þar er líklega ekki um nokk- urt líf að ræða; kolsýruna mundu jurtir nota, en hún er of mikil til þess að dýr geti lifað í því lofti. Vegna þess líka, að þar hefir ekkert vatn eða súrefni fundist. 3. JÖRÐIN. Hún er að sumu leyti merk- ust af öllum himinhnöttum, þar eð hún er eini hnötturinn í öllum alheiminum, þar sem menn vita fyrir víst, að líkamlegt líf á sér stað. Það undursamlega fyrirbrigði, sem enginn getur útskýrt á nokkurn hátt eða gert sér nokkra grein fyrir hvaðan komið hafi, byrjaði fyrir eitthvað hálfri billjón árum síðan og eru allar líkur til þess, að það geti haldið áfram í milljónir ára enn. I geimi, sem er aðeins nokkrar gráður fyrir ofan hið neðsta núll, sem eru 459 stig fyrir neðan Fahrenheit núllið, er það ekki lítill vandi að útbúa stað fyrir verur, sem ekki þola mikið meira en hálf an suðuhita og varla meira en 100 stig fyrir neðan núll. Þar þarf »að mörgu að hyggja« og margt að taka til greina. Það sem eng-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.