Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 103 inn rná án vera nokkurntíma svo sem and- rúmsloftiðl verður alstaðar að vera. á tak- teinum án nokkurrar fyrirhafnar. Það sem næst er að nauðisyn, verður að vera, svo nærri, að í verði náð án of mikillar fyrir- hafnar svo sem vatnið. Fæðu, verður að út- búa fyrir hverja tegund eftir þörfum henn- ar. Fyrir manninn, sem hefir skjald- minnstu húðina, eldivið til að verma sig við og hann því hentugri því kaldara sem lofts- lag'ið er. Pví er það að grenið og birkið, sem hægast er aðl kveikja í, eru látin vaxa í köldustu löndunum, þar sem skogur finnst. Milljónum ára va,r varið til að út- búa jörðina með olíu og' kolum, því veit mikill fjöldi »lærðra« manná ekki af neinni forsjón. 4. MARS. Hann er helmingi minni en jörðin, ryðrauður á lit, og 140 000 000 mílur frá sól. Hann er lang líkastur jörðunni af öllum jarðstjörnunum, hefir hvítar breið- ur til beggja enda að vetrinum, sem hverfa að mestu eða öllu á sumrin og þá sjást grænir flekkir á yfirborði hans, sem benda á jurtagróður. Langar línur, þráöbeinar, sumar um 1500 mílur á lengd, sem ítalsk- ur stjörnufræðingur fyrst fann og kallaði skurði, canali, benda til þess, að þar búi vitibornar verur. En mæðnir mundum við þar vera. Súrefnið er þar ekki nema 1—5000 partur af andrúmsloftinu í stað- inn fyrir V5, sem við höfum og þykir ekk- ert of mikið. Vegna þess hvað Marz er lít- ill og hefir minna aðdráttarafl en jörðin væri 150 punda maður þar aðein-s 57 p. Og kalt myndi oss þykja þar, þegar bezt geng- ur er hitinn 60° á daginn en 40° fyrir neð- an zero á nóttunni. Ut-an við Marz tekur við belti með fjölda af s-máum stjörnum. Eru sumar þeirra aðeins ein míla i þver- mál, aðrar nokkuð stærri. Sumum þeirra hefir verið gefið nafn, t. d. Hermes, sem fyrir skömmu kom svo nærri jörðu, að tal- að var um hæt-tu á að árekstur yrði. Að ári er búist- við að hann komi aftur, hvað sem þá verðfur. 5. JUPITER. 6. SATURNUS. 7. URANUS. 8. NEPTUNUS. Þetta eru fjórir risar, sem snúast með ógna hraða um möndul sinn og í löngum bugum kringum sólu. Þeir e.ru, allir ísi þakt- ir, þús-und mílna þykkum, með andrúms- loft fullt af eitri, svo sem methane of am- móníu. Þeir e,ru dimmir í dimmum geimi og ekki að tala um líf á neinum þeirra. Júpí- ter og Saturnus hafa hver um sig möfg tungl og þar að auki hefir sá síðarnefndi hina gullfögru hringi, sem haldið er að séu leifar af tunglum, sem hafa- í fyrndinni rekizt á og farizt. Júpíter er stærst-ur allra jarðstjarna, 87 000 mílur í þvermál og veg- ur meira en allar hina,r jarðst-jörnurnar til sama-ns. Hann hefir ellefu t-ungl, Satúrnus níu. Hringir Sat-úrnusar eru aðeins tíu mílna þykkir en 41 500 mílur á breidd. Uranus og Neptunus eru svo langt í burtu, að lítið er um þá vitað annað en það, að þeir munu vera að allri gerð mjög líkir hinum tveim. Fyrst-u ár þessarar aldar tóku stjörnu- fræðingar eftir því, að Uranus- »riðaði« á braut sinni, og gat Dr. Percival Lowell, er stofnaði og byggði stjörnuturninn í Flag- staff, Arizona, þess til, að það væri vegna aðdráttarafls jarðstjörnu, sem enn væri ófundin. Sagði hann fyrir, hvar hún myndi finnast. Þetta var 1915 og byrjaði Dr. Lowell að leita aðl stjörnunni, en dó ári seinna 1916; var þá ekkert gert fyrri en 1929, að að- stoðarmaður Dr. Lowells, Clyde Tombaugh, byrjaði á leitinni. Var himinhvolfinu á þeim parti, er Dr. Lowell vísaði á, skift í teninga og svo hver teningur myndaður tvisvar með fárra daga millibili. Mynd- irnar svo bornar -s-aman til að sjá, hvort nokkur stjarna hefði hreyfst-. Þó þetta minni mann á, þegar leitað er að nál í hey- kleggja, tókst samt að finna stjörnuna svo langt úti í geimi, að hún er 2 billjónir míJna

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.