Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 13
REUíILlSBLAÐlÐ 105 ÞOKK Vorið 1839, þá er skírnarfontur Al- berts Thorvaldsens kom til Reykja- vikur. — Jónas Hallgrímsson orti. »Eliii situr úti yfir öldugeimi fósturfold feðra þinma; hefir né eina augum litið lífmynd Ijúfa, -er þú leiddir fram-«. Svo kvad' á hausti hrímgrundar sjöt kynlanda kæirstum, er kveðju flutti, vitandi ví-st um vingjöf þína, dulin, hvað\ dveldi dýrgrip á leið. Nú hefir bœtta, sá er bezt um kumú eftirþrá augna vorra; samir því sæma, þa>nn. er senda lét vonarfylling vorþökkum með. Ungir og aldnir andvirki frá, gangið að skoða í Guðs musteri! Skín þar hin helga' 'í höggnum steini — Ijóstær lífsbrmtnur ¦— laug sáttmála. Hver hefir leiddar fyrir líkams-augu m*yndir guðlegar mustenð í? Hefji höfuð sín hingað farinn lýður og líti lotningu með. Sjáið hér fegurstu friðarmynd — blíöa Maríu með barnið í skauti; haUast að góðrar guðsmóður kn.jám ungur Jóhanmes og ástarbliður. Sjáið ánni í allra manna lausnara Ijúfan og líknar skœran, skírn. að skírast, áður skepnu sína GuM vinni, þá er glötuð var. Sjáið enm, fremur ástvin beztan barnanna ungu, er hann blessar þau: »Leyfið þeim«, segir hinn líknarfulli »öllum, hj'á mér athvarfs að leita«. Hver sá í huga svo heilög tíðindi? Hver lét þau stíga' af steininum frcm? Hver liefir leiddar fyrir líkams augu myndir guðiegar musterið í? Hefji höfuð sin hingað farinn hjður og lesi letur á steini; englar alskærir og ástum bumdnir líða þar yfir, en letrið greinir: »Reist smíð þess í Róm suður Albert Tlwrvaldsen fyrir árum, tólf, œttjörðu sinni Isalandi gefandi hana af góðum hug«. Albert Thorvaldsen œttjörðu gaf; hve skal ættjörð hans Alberti þakha9 Breiðar eru bárur að borgum fram, frændinn fjarlægi feðra láði. Þá vœri launað, ef líta mættir ásjón upp lyfta ungrar mó&ur, þar sem grátglaður Guði færir barn sitt bóndi að brwnni sáttmála. Árið 1827 hafði Thorvaldsen smiðað skírnarfont, sem hann ætlaði að gef a Mikla- bæjarkirkju í Blönduhlíð), sem er ættsveit hansi, en það fórst fyrir. Bjó hann þá til annan font og sendi til Islands |»tólf ár- um« síðar (1839).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.