Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 14
106 HEIMILISBLADIÐ Hringur drottningarinnar af Saba Skáidsaga eftir H. Rider Haggard 1. kapítuli. HRINGURINN. Eg hygg, að flestir hafi lesið það sérrit, þar sem góðvinur minn prófessor Ptolo- meus Higgs, lýsir hinu svonefnda Mur£> hálendi í Mið-Afríku norðanverðri, hinn fornu neðíanjarðarborg, ásamt fjöllunum, sem umkringja hana og hinum einkenni- lega stofni Abessiníu-Gyðinganna, eða rétt- ara sagt hinna. blönduðu niðja þeirra, sem bjuggu þar. En það er helz't útlit fyrir. að prófessor Higgs hafi fengið heilan her keppinauta og óvina, annaolhvort af þvi, að þeir öfunda hann af frægðarverkum hans eða, af því, að hann er svo hvassorður. Og þessir andstæðingar hafa risíð öndverð- ir í gegn honum í ritum sínum. Það er ekki lengra síðan en í morgun, að einhver þeirra sendi blöðunum bréf, sem lýtur ao einhverjum ferðalaug, sem hélt fyrirlest- ur í Brezka félaginu fyrir nokkrum árum. Um hvað var sá fyrirlestur? Hann var um það, hvort prófessor Higgs hafi í raun og veru riðið yfir eyðimörkina á úlfalda, eins og hann sjálfur segir frá, eða hvort þaö hafi ekki miklu fremur veriði óvenjulega stór landskjaldbaka. Prófessorinn stórreiddist árásinni í þess- um pistli. Því að eins og ég hefi þegar drep- ið á, þá er hann allt anmað en hógvær. Hann er þegar farinn að heiman úr húsi sínu í Lundúnum og tók með sér svipu úv flóðhests-skinni, þá sem Egiptar kalla kórbasj og ætlar með henni að lumbra á þessum vargi, sem meiddi mannorð hans. Þegar ég heyrði þetta, þá gerði ég mig svo djarfan að síma til sökudólgsins, að hann skyldi hafa sdg á burt sem, fljótast. Og þó að sá herra láti mikið yfir sér á prenti, þá er hahn mesta væskilmenni í sjón og par að auki heigull að eðlisfari. Og af því hve skyndilega hann sleit við mig símtalinu, bá kemur mér í hug, að hann hafi látið sér bendingu mína að kenningu verða. Aó minnsta kosti hefi ég gert þá varúðarráð- stöfun aukreitis, að bera þetta mál undir lögmann vinar míns. Lesarinn skilur það vonandi, að ég skrifa ekki þessa bók til að trana sjálfum mér eða öörum fram. Ekki geri ég það heldur til að græða, fé, enda er mér engin þörf á því, sem stendur. Ég geri það ekki af nokk- urri annari ástæðu en þeirri, að ég vil að sannleikurinn komi í ljós. Það hafa svo margar kviksögur gengið um það, hvar vér höfum verið, og um það, hvað oss hefir að höndum borið, að það varð bráðnauðsyn- legt að segja hið sanna,. Öðara en ég hafði lagt frá mér hinn ó- geðslega blaðadálk, allan sjúkþræddan með hæðilegum orðum og dylgjum, eins og ég drap á áðan, þá varð mér það ljóst, að ég varð eitthvað að gera. Ég sendi óðara símskeyti til höfuðsmanns; Oliver Orme. Þessi maður er nefnilega hetjan í sögu minni, ef annars er þar um nokkra sögu- hetju að ræða; hann er nú sem stendur á mjög geðtfelldri för kringum jörðina. Ég bað hann leyfis að mega skrifa. Og fyrir tíu mínútum kom svolátandi svar frá hon- um austan úr Tokio: »Ger aem þér sýnist og þér finnst hauð- syn til bera. En hafðu skipti á öllum-nöí'n- um o. s. frv. Ætla nefnilega að koma til baka yfir Ameríku, og hefi beyg af frétta- snötunum. Japan er kvikt land og káít«. Þar á eftir fóru nokkur einkamál, sem ég þarf ekki að taka með. Oliver er alítaf rausnarlegur, þegar hann símar. Lesarans vegna held ég að ég verði að gefa stutta lýsingu af sjálfum mér, áður en ég byrja á sjálfri frásogninni. Ég heiti Richard Adama og er sonur garðyrkjubónda í Cumberland, kvæntur konu frá Wales. Það er því keltneskt blóð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.