Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐÍÐ í æðum mínum og má, ef til vill, þangað rekja bæði æfintýraþrá mína og ýmislegt fleira. Eg er nú farinn að gerast. gamlað- ur og að iíkindum bráðum kominn á skeiðs- enda, því að á síolasta fæðingardegi mín- um var ég hálf-sjötugur. Spegillinn minn lýsir þannig yfirbragði mínu: Hár vexti og grannur, — veg ekki nema 140 pund, — því að í eyðimörkinni rann af mér öll óþörf fita, svo að hlutskipti mitt er svipað hlutskipti Falstoffs, en það er aði bera. á hina ófrjóu jörð, en að vísu, í heit- ara .loftslagi — augun eru mórauð, lang- leitur er ég, skeggið hvítt tjúguskegg og fer það vel við mitt hvíta hár. Svo að ég segi eins og er, þá má ég bæta því við að yfirbragðl mitt, eins og spegill- inn sýnir það — og spegill getur ekki log- ið —- minnir mjög á gamla geit. Og í allri hreinskilni sagt, þá var ég oft nefndur "»hvíta. geitin« þar sem ég var á ferðinni meðal annara þjóða. Petta læt ég nú nægja aðl segja um hið venjulega. útlit mitt. En að því er mennt- un mína snertir, þá er ég læknir af gamla skólanum. Ég var lítið meira en í meoal- lagi til manns, og læknir í meðallagi fyrst framan af. En þeir atburðir gerast. í lífi hvers manns, hversu afsakanlegir sem þeir kunna að vera, að þeir myndu samt ekki sóma sér vel á prenti. Víst. er þaðl, að í eðli mínu var nokkuð, .sem gerði mig að þræli um tíma. Og þar eð ekkei’t. sérstakt batt. mig við heimili mitt: og þar sem mig langaði, að sjá mig um í heiminum, þá var ég á ferðalagi mörg ár eftir það. Og hvar sem ég kom, vann ég fyrir mér, og reynd- ist mér það lítill vandi, svo vel var ég þó allt af að mér í læknislistinni. Fertugasta afmælisdeginum mínum eyddi ég í Kairo, því að ég var þá umferð- arlæknir þar í borg. Ég minnist á þetta af því, aðl ég hitti þá í fyrsta sinni prófess- or Higgs, sem þá þegar var frægur orðinn af þekkingu sinni í fornfræði og tungumál- um. Ég man eftir því, að sagt var í gamm að hann gæti verið fæddur með fimmtán 10? tungum og væri nú kominn vel á veg með að læra þrjátíu og tvær. Auk þess gat hann þýtt héróglýfur jafnleikandi og nokkur biskup getur lesið »Times«. Jæja, ég lækn- aði hann af slæmu taugaveikiskasti. En þar sem hann var búinn að eyða hverjum eyri. sem hann átti til að kaupa sjaldgæfa muni og gamla, þá tók ég ekkert fyrir lækning- una. Mér er skylt, að segja, að þessari litiu velvild gleymdi hann aldrei, því að hvaða brestir sem a,nnars kunna að vera á ráði hans — ég fyrir mitt: leyti {x»rði t, d. ekki að láta hann vera einan með nokkurn hlut. sem var eldri en þúsund ára, — þá er Píólo- mæus Iiiggs góður og trúfastur vinur. I Kairo kvæntist ég egipzkri konu; hún var af tignum ættum; samkvæmt erfisögn- um var hún komin af Ptolemea-konungs- ættinni gömlu á Egiptalandi. Og þaðl get- ur verið og er næsta sennilegt, meira að segja. Þar að auki var hún að því leyti vel upp alin. En auðvitað var hún austur- lenzk kona. Og eins og ég hefi oft sagt, þá er það áhætta í meira lagi Norðlurálfu- manni að kvongast: a.usturlenzkri konu. Pvi hefi ég oft reynt, að gera grein fyrir, eink- um þó, ef hann heldur áfram að dvelja, í Austurlöndum, þar sem hann er afskorinn frá sínum eigin kynstofni. En þótt ég', sak- ir kvonfangs míns, væri neyddur að hverfa burt úr Kairo, og takast ferð á hendur til Assuan, sem þá var lítill og ókenndur bær, þá lifoúm við þar sarnan farsælu lífi, þang- að til drepsótt kom og tók hana frá mér. Og með henni hvarf öll mín lífsgleði. En ég hleyp nú yfir það allt saman hér. Þeir viðburðir eru allt of hörmulegir og heilagir til aði skrifa um. Við áttuim sam- an e'nn son, en til að barmafylla harma- bikarinn minn, þá var honum rænt frá mér tólf ára gömlum; Mahdíar höfðu ha,nn á brott. með sér. Og nú erum við komnir að hinni eigin- legu sögu. Enginn annar en ég getur ann- ars skrifað hana, Oliver vill það ekki og Higgins getur það ekki; þegar ekki þarf á tungumálavísindum og fornfræði að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.