Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 16
108 HEIMILISBLAÐIÐ halda, þá getur hann ekkert. Ég má því til að gera það. Og nái sagan ekki tökum á athygli manna, þá er mér um að kenna, en ekki sjálfri sögunni, því að hún er nógu kynleg í sjálfri sér. Nú er kotmið fram í miðjan júní; en bað var síðasta, desember í fyrra, sem ég kom heim til Lundúna, eftir fjarveru mína hálf- an mannsaldur. Á því sarna kvöldi drap ég að dyrum hjá prófessor Higgs í Guildford- Street. Ráðskonan hans, frú Reid, opnaði fyrir mér. Hún var rengluleg, svört og smáleit og minnti mig bæði þá og síöar á egipzkan smyrling lifandi. Hún sag'ði, að prófessorinn væri heima, en hefði hefðar- mann í miðtdegisboði hjá sér og sagði með ygldu brag'ði, að! ég gæti komið á miðdegis- verðartíma daginn eftir. Eftir talsveróar fortölur gat ég loks fengið hana til að segja húsbónda sínum, að kominn væri gamall vinur hans frá Egiptalandi og hefði sitt- hvað með sér, sem honurn myndi verða gleði aðt sjá. Fimm mínútum síðar þreifaði ég mig áfram inn í dagstofu Higgs, stóra, stofu, sem var jafnbreið húsinu. Þar var all- dimmt inni, því þar lýsti ekkert upp, nenra arineldurinn, sem varpaði daufu skini yfir dúkað miðdegisborð og sfórmerkilegt forn- menjasafn. Þar á meðal voru egipzkir smyrðlingar, gulir í framan, s,tóðu þeir út við vegginn í kistum síínum. Innst inni i stofunni var {jó kveikt á raflampa; hékk hann í bogaglugganum yfir boi'ðii fullu af bókum. Þarna sat Higgs, er ég hafði nú eigi séð í tuttugu ár; en allt, af höfðum við þó skrifast stöðugt á, þangað til ég hvarf út í eyðimörkina.. Við hlið honum var sá, er vera átti gestur hans við miðdegis,- borðið. Ég ætla þá fyrst að lýsa Higgs. Ég get vottað það', að hann er talinn, jafnvel með- al óvina sinna, lærðasti fornmenjafræðing- ur og mestur meistari í dauðum tungumál- um í Norðurálfu. En það gæti engum til hugar komiði af útliti hans, sem ekki er nema hálf-fimmtugur. Hann er lítill vexti og hraustbyggður, andlitið kringlótt og all- rautt. Augun eru smá, en litinn er engin leið að ákveða, en hvöss eru þau eins og nálar; annars sjást þau sjaldan, því að hann hefir sem sé stór og blá gleraugu. Hann var svo illa til fara, aði sagt er, að lögreglan hafi stöðugt sagt, honum að hypja sig, er hann var á reiki úit á götunum á næturtáma. Svona var nú og er minn kær - asti vinur, prófessor Higgs hið ytra. Ég vona svo innilega, að ha,nn móðgist ekki, þótt hann fái að sjá þessa lýsingu á sér á prenti. Vinur hans sat. viðl sama borð og studdi annari hönd undir kinn, og hlýddi viðutan á lærðar útlistanir prófessorsins, og var honUm gagnólíkur. Hann var hár vexti, ungur og st.yrkur og rennilegur, en herðibreiður og eitthvað hálf-þrítugur að aldri. Hann var skarpleitur, næstum því hörkulegur, ef svörtu augun hans hefðu ekki lífgað það upp. Hann var slétthærð- ur og stutthærður og móleitt var ’nárið eins og augun. Djúphyggja og dugnaóur ljómaði af svip hans og brosið hans var framúrskaran d i viðfelldið. Svona var og er framvegis Oliver Orme höfuðsmaður. En um leið er bezt að geta þess, aðl hann er ekki höfuðsmaður nokkurra mannvirkja- meistara, sem voru sjálfboðaliðar, enda þótt hann væri í raun og veru næsta ötull hermaðíur. Það sýndi hann í Suður-Afríku- ófriðnum, en hann var þá einmitt, nýkom- inn þaðan heim aftur. Eg ætti, víst að bæta því við líka, að ráða mátti í, að hann væri ekki vel stæð- ur með peninga, eða réttara sagt, að pen- ingarnir væru honum ekki fylgisamir. Hann leit yfirleitt all-raunalega út. Það er, ef til vill, af því, að ég laðaðist frá upphafi að honum — ég, s.em hafði árum saman verið í svipuðum peningavandræð- um. — Þar sem ég nú stóðl og virti þá báða fyr- ir mér, þá leit Higgs upp úr pappírsvafn- ingnum, eða hvað það nú var, sem hann var að lesa í. Seinna var mér sagt, að hann

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.