Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Qupperneq 17

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Qupperneq 17
HEIMILISBLAÐIÐ 109 hefði allan seinni hluta dagsins, verið rð taka smyrðling úr umbúolum og skoða, hve hann væri mikið skacldaður. Þegar hann hóf upp augun, rak hann þau í mig, sem stóðí þarna úti í hálf-rökkrinu. »Hver þremillinn ert, þú?« hrópaði hann hátt og hvelt, eins og hans var venja, þeg- ar hann reiddist eða eitthvað kom flatt á hann. »Og hvað ert. þú að erinda í stof- unni minni?« »Vertu rólegur«, sagði vinur hans, »rátte- kona þín sagði, að vinur þinn einn væn' kominn til að heilsa upp á þig«. »Nú, jæja, hún sagði það. En mér er ómögulegt aðl muna eftir neinum vini, með andlit, og skegg, eins og geit, En komdu bara nær, vinur minn«. Eg gekk þá svo langt fram, að ég kom inn í ljcsihringinn kringum raflampann og þar stóð ég. »En hver er þetta, Hver getur það ver- ið?« tautaði Higgs. »Það er — já, það er — það er hann gamli Adams! Ef ekki væri s.vo, að hann s.é dauður fyrir tíu árum aci minnsta kosti. Kalífarnir festu hendur 1 hári honurn, sögðu menn. Þú gamli svipur míns löngu týnda. vinar, gerðu nú svo vel að segja mér, hvað þú heitir, annars eyot- um við tímanum til ónýtis með því að sökkva oss niður í þenna leyndardóm«. »Öþarfi, kæri vinur, því aðt þú ert bú- inn að nefna nafn mitt. Eg myndi nú ann- ars hafa þekkt þig hvar sem helzt og svo ertu heldur ekki orðinn hvítur fyrir hær- um«. »Nei víst er um það. Til þess er allt of mikill litur í hári mínu, það er bein afleiðjng af minni heitu, léttu og fjörugu skaphöfn (sangvinsk temperament). Gott og vel, Adams, því að eftir þessu ertu Adams, ég er hugfanginn af aðl sjá þig, einkum af því, að þú svaraðir aldrei spurningu nokkurri í síðasta bréfi mínu um það, hvaðan þú fékkst þessa tordýfla, frá dög- um fyrstu konungsættarinnar á Egipta- landi. Það hefir nefnilega. veriðt dregið i efa af sumum öfundsjúkum mönnum, að þeir væru ósviknir. Adams, góði gamli vin ur, hjartanlega velkominn heim!« Síðan greip hann hendur mínar og knúði fast, svo ao hann ætlacfi bókstaflega að snúa þær úr liðum, og sagði síðan, er ha,nn kom auga, á hring, sem ég bar á baugfingri min- um: »En hvað er nú þetta,? Það er gripur, sem er ákaflega sjaldgætur! Það! liggur annars ekkert á, segðu mér bara söguna, þegar við erum búnir að snæða. Ég ætla nú að kynna þig vini mínum, Orme höf- uðsmanni. Hann er að byrja arabiskunám hjá mér og er ógn skammt á veg kominn í fornegipzkum fræðum«. »Herra Orme, áttir þú að segja«, aagði hinn ungi maður, og hneigði sig fyrir mér. »Nú, já, herra eða höfuðfemaður, hvort sem þú vil.t, Hann á við, að ha.nn sé ekki í hernum, þó að hann hafi tekið þátt í öllu Búastríðinu og hafi særst tvisvar og einu sinni þvert í gegnum lungun. Þarna kemur súpan. Frú Reid, legðu á borðiö ha.nda ein- um til. Ég er glorhungraður. Ekkert eyk- ur mér matarlyst. sem það að taka upp smyrðlinga (múmíur). Það er líka tærandi og slítandi í andl.egum skilningi, auk hins líkamlega erfiðis. Borcia þú, maður, boró- aðu. Við skulum tala. samap, á eftir«. Svo snæddum við Higgs af hjartans lyst, því hann. var allt. af hinn mesti át- vagl, ef til vill af því að hann var bind- indismaður. Orme höfuðsmaðtur át í góðu meðallagi og ég át, eins og þeim sæmir sem hefir á sumum timum lifað á tómum döðlum, og einkum á grænmeti. Grænmeti og ávextir eru mín aðalfæðla, það er að segja, ef nokkur leið er að ná í það, því að ef í harðbakka slær, lifi ég á hverju sem er. Þegar við vorum búnir aði eta, þá voru okkur borin full glös af portvíni, en Higgs drakk glas af vatni og reykti sína löngu merskúmspípu, eins og hann var va.nur. Svo snaraði hann til okkar tóbaksdósum, sem hann hafði einu ainni haft að skríni utan um hjarta úr gömlum Egipta. »Nú, Adams«, sagði hann þegar við vor-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.