Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 18
110 HEIMILISBLAÐIÐ um búnir að láta í pípurnar okkar líka, »segðu okkur nú, hvað þér kom til að strjúka hingað aftur úr dánarheimum. t stuttu máli: söguna þína, maður, söguna þína«. Ég tók af mér hringinn minn, þenna, sem hann var þá þegar búinn að veita eftirtekt. Hann var úr ljósu gulli og á stærð við hring, sem konur bera á vísifingri. Ofan á honum var skrautleg plata imeð safír- steinum og á plötuna voru grafnir gamal- dags bókstafir. Kynlegir mjög. Ég benti á þá og spurðii, hvort Higgs gæti ráðið rún- ir þær. »Auðvitað«, sagði hann og tók stækkun- argler. »Getur þú það ekki? Nei, það er satt, eftir á að hyggja, þú getur engar rúnir ráðið, sem eru eldri en fimmtíu ára. Halló! Þetta er forn-hebreska. Ö, nú hefi ég ráðið það til fulls«. Og nú las hann: »Gjöf frá Salómó konungi, — nei, hinum mikla — í Israel, þeim, sem Jahve elsk- ar, til Maqueda, frá Saba,, drottningu, sem af konungum er komin, barn speki og f eg- urðar«. »Þetta er nú letrað á hringinn, Adams, — stórmerkilegur hringur, — drottningin af Saba, — Bath — Melakim — af kon- ungum komin, pöruð saman viðl vorn gamla, vin Salómó. Ágætt! Ágætt!« Og hann brá tungunni á hringinn og beit í hann með tönnunum. »Hm! hvaðan fékkstu þetta lævíslega svi.katál?« »0«, svaraði ég hlæjandi, »þar sem menn eru vanir að fá slíka gripi, auðvitað. Eg keypti hringinn af essreka einuon í Kairo fyrir eitthvað> 30 krónur«. »Er það satt?« svaraði hann tortryggn- islega. »Ég gæti annara trúað að steinn- inn í hringnum væri dýrri en svo. Þó að hann geti auðvitað veriði gler eitt. En let- urgerðin er fyrsta flokks, Adams«, sagði hann enn fremUr með alvörugefni. »Ég held, þú sért að reyna að gabba okkur. En ég skal nú segja þér — en ég hélt nú annars, að þú vissir það áður —¦ að þú leikur ekki á Ptolemæus Higgs. Hringui- inn er ósvífið vélræði. En hver hefir rit- 3jð hebresku orðin í hringinn? Það er þó að minnsta kosti gáfaður náungi. »Ekki veit ég þaðl«, svaraði ég. Ég vissi það ekki fyrr en nú, að það væri hebreska. Svo ég segi eins og er, þá hUgði ég að það væri forn-egipzka. Allt sem ég veit er það, aðl ég hefi fengið hringinn að láni hjá hefð- arkonu, er Walda Nagasta hét; og ætla menn, að hún sé komin frá Salómó og drottningunni af Saba«. Higgs tók hringinn aftur og virti hann nákvæmlega fyrir sér, renndi honum svo í ógáti niður í vestisívasa. sinn,. »Ég vil ógjarna vera ósvífinn; þess vegna vil ég ekki andmæla þér«, svaraði hann; »en ef einhver annar hefði viljað segja mér þá sögu, þá mundi ég s.agt hafa, ao hann væri blátt áfram lygari. En auövit- að! er því varið, eins og hver skóladreng- ur veit, þá þýðir Walda Nagasta niðji Eti- ópíukonunga, eða hið sama sem Bath Mela- kim, sem þýðir: niðja, Júdakonunga«. Þá fór Orme höfuðsmaður að skellihlæja og sagði: »Það er auðskilið, Higgs^ hví bú ert ekki vinsæll af fornmenjafræðingun- um. Aðferðin, sem þú beitir til að sann- færa minnir á villimann með steinöxi í hendi«. »Ef þú hefur upp raust þína, Oliver, til þess eins að sýna. fávizku þína, þá er bejrt að þú látir það ógjört. Þeir sem höfðu stein- axir að vopni, voru komnir langt fram úr öllum villirnönnum. En ég legg til að þú gefir doktor Adams færi á að segja sögu sína,; kom þú svo með aðfinnslur þinar á eftir«. »En máske Orme höfuðsmaður kæri sig ekki um að hlýða á hana«, sagði ég. En þá svaraði hann óðara: »Jú, vissulega, ég er ólmur í aðl heyra hana, það er að segja,, ef þér trúið mér jafnvel fyrir henni og Higgs«. Eg hikaði eitt augnablik við það, því að svo að ég segi eing, og er, þá hafði ég af ýmsum ás,tæðum ekki hugsað mér að segja söguna öðrum en prófessornum, því að ég

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.