Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 111 vissL að hann var jafntrúr sem hann var óheflaður. En af innri ávísun fann ég, að ég mátti gera undantekningu með Orme höfuðsmann. Mér féll maðurinn mætavel i geð. Pað var eitthvað í brúnu augunum hans, sem eins og laðaði hann að mér. Mér fannst það líka svo kynlegt, að hann skyldi einmitt vera viðistaddur við þetta tækifæri. Ég hefi nefnilega allt af haft fyrir satt að hendingar og tilviljanir hafi sína þýð- ingu í lífi manna. Ég trúi því, að jafnvel hinar algengustu aðstæður séu ákveðnar fyrir fram, ecía þær séu afleiðingar af því, sem mískunnarlaus lög hafa til vegar kcm- ið, lög sem þekkjast að lokum á þeim krafti, semstjórnar hverju fótmáli voru, jafnvel þó þetta sé ekki enn þá almennt viöurkennt. »Já, ég vil það«, svaraði ég. »Andlitið á yður og vinátta við prófessorinn er mér næg trygging. Ég ætla aðeins að biðja yð- ur að leggja drengskap yðar við þaði, að þér endurtakið ekki eitt orð af því sem ég segi án mín leyfis«. »Auðvitaðl«, svaraði hann. »Svona, látum nú þetta nægja«, sagði Higgs, »ég vona þú viljir ekki þröngva okk- ur til að kyssa hina helgu bók, eða. hvað? Hver var það svo, sem seldi þér hringinn? Hvar hef ir þú haldið! þig sáðustu tólf árin'? Og hvaðan kemur þú nú?« »Eg hefi nú meðal annars verið fangi hjá kalífunum. Það var nú starfi minn í fimm ár, sem bakið á mér myndi bezt sýna, ef bert væri. Ég gæti helzt ímyndað mér, að ég væri sá eini, sem leyft hefði verið aö búa meðal þeirra svo, að hann kyssti eigi hina helgu bók þeirra, kóraninn. Og þf'ð var af því, að ég var læknir og var þeim einkar þarfur. Hin árin hefi ég verið á ferðaJagi í eyðimörkunum í Norður-Afríku, til aðt Ieita að Hróðreki syni. mínum. Pú manst eftir þeim pilti, eða ættir að gera það, að minnsta kosti þar sem þú varst guðifaðir hans, og svo af því, að það var venja mín að senda þér ljósmyndir af hon- um, meðan hann var lítilk. »Auðvitað, auðvitað«, sagði prófessorimi í allt öðrum rómi. »Ég rakst einmitt ein- hvern daginn á jólabréf frá honum. En minn kæri Adams, hvað hefir komið fyrir? Ég hefi aldrei heyrt neitt í þessa átt«. »Hann hafði án míns: leyfis gengið langt upp með Níl til að skjóta krókódíla. Hann var þá eitthvað tólf ára gamall, og skömmu eftir dauða móður hans. Einhverjir flakk- arar af Madhí-kynstofninum höfðu þá tek- ið hann með valdi og selt hann í ánauo. Og síðan hefi ég alla tíðl verið að leita að honum. Veslings drengurinn gekk kaupum og sölum frá einum ættstofni til annai's, af því að honum var sú gáfan gefin að geta sungið öðrum betur — það gat ég þó graf- ið uppi. Arabar ka'la hann »egipzka söngv- arann«, svo er rödd hans mikil og dásam- lega fögur, og það er svo að skilja, eins og hann hefði lært að spila á hljcðfairin þeirra«. »Og hvar er hann nú?« spurði Higgs fullur forvitni. »Hann er eoa var eftirlætisþræll hjá vilt- um hálf-svertingjum í Norður-Mið-Afríku, I þeim er Fúngar nefnast; þeir búa þar innst inni í álfunni. Eftir það er kalífarnir týndu völdum, þá fór ég með honum þangaö; í það. fóru all-mörg ár. Einhverjir Bedúínar eða börn eyðimerkurinnar, sendu þangað menn í verzlunarerindum. Þá dulbjó ég mig og varð þeim samferð^ til þessara Fungara. Eina nóttina slóum v:ð landtjöldum í dal- verpi einu; þar áttu þeir sér helgistað; stóð þar goð þeirra upp við háan múr að inn- anverðu. Eg reið upp að múrnum; heyrði ég sungið með yndislegri tenorrödd á ensku gegnum opið hliðið. Og það, sem sungið var — það var sálmur, sem ég hafði kennt syni mínum, og er þetta upphaf að: »Bíddu mín, því bráðum hallar degi«. Ég kannaðist aftur við röddina. Ég steig af baki í snatri, læddist inn um hliðáð og kom óðara á opið svæði. Þar sat ungur maður á nokkurskonar hábekk og hafði S(inn lampann til hvorrar hliðar viðl sig og fjölda áheyrenda fram undan sér. Ég sá

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.