Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 20
112 HEIMILISBLAÐIÐ framan, í hann. Og þrátt fyrir túrbaninn og austurlandabúninginn, já, og þrátt fyr- ir ÖU hin löngu ár, sem hðin voru, þá sá ég að það var andlit sonar míns. Þá kom yfir mig einhver tryllingsandi, svo að ég hrópaði hástöfum: »Hróðtrekur, Hróðrek- ur!« Hann spratt upp og leit á mig tryll- ingslega. Áheyrendurnir spruttu líka upp og einn þeirra kom auga á mig, þar sem ég var að laumast í myrkrinu. Þeir réðust þá að mér gólandi af reiði, því að ég hafðti með þessu vanhelgað helgi- dóm þeirra. Eg lagði á flótta út um hlið'ð, til að bjarga lífi mínu, annar eins heigull og ég var. Já, þegar ég var búinn að leita sonar míns öll þessi ár, þá flýði ég heid- ur en að bíða dauðans. Og þótt þeir særðu mig með spjótkasti og grjótkasti, þá kom ég mér út og á bak hesti mínum. Og þeg- ar ég vdx kominn fram hjá landtjöldum vorum, þá reið ég á harðlastökki yfir hvað sem fyrir var til að bjarga. mínu vesala lífi undan þessum villingum. Svona er sjálfsbjargarhvötin sterk í oss. Þegar ég var kominn all-langt, þá leit ég við og sá þá við birtuna af tjaldaljósunum, að Fung- ar höfðtu ráðist á þá Araba, sem með mór voru. Ég hygg, að þeir hafi haldið, að Ar- abarnir hafi tekið sinn þátt í vanhelgun helgistaðarins. Seinna var mér sagt, að þeir hefðtu drepið þá alla. hvern einn og einasta. En ég slapp — ég, sem hafði orðið valdur að örlögum þeirra, með vanhyggju minni. Ég reið áfram og áfram um bratta stigu. Ég man, að ég heyrðá ljónin, öskra í kring- um mig í myrkrinu. Ég man, að eitt þeirra rauk í hestinn minn, og að veslings klár- inn rak upp óp mikið. Svo veit ég ekki neitt um þetta meira, fyrr en ég viku seinna, eða meira, að ég held — þá fann ég hvar ég lá á svölunum á snotru húsi; veittu þar nokkrar konur mér þjónustu, líkastar Abessiníu-konum að yfirliti«. »Nær þykir mér Hggja, að þær hafi ver- ið af einhverjum hinna týndu ættkvísla Israels«, sagði Higgs háðslega um leið og hann þeytti út reyk úr merskúms-pípunni sinni. »Já, eitthvað í þá áttina, seinna skal ég skýra þér nánar frá því. Höfuclstaðreynd- in er í þessu efni, að það fólk, sem fann mig utan borgarhliða sinna, kallar sig Abatia; borgin þeirra nefnist Mitr og þeir staðhæfa., að þeir S;éu afkomendur abes- inskra Gyðinga, Þeir voru gerðtir landræk- ir og fóru hingað fyrir fjórum til fimm öldum. 1 stuttu máli: Þeir virðast vera áþekkir Gyðingum, og halda trú Gyðinga og þó mjög sé hún orðSn blaudin og afbök- uð; siðaðir eru þeir og duglegir á sinn hatt. en orðnjr algerlega úrkynjaðir, sökum þess aði þeir haf a kvænst heiðnum konum. Her þeirra er alls un. 9000 manna, en fyrii' þremur, fjórum kynslóðum höfðu þeir 20 000 hermanna, svo að nú lifa. þeir í s,toð ugum ótta fyrir, að Fungarnir, nágrannar þeirra, útrými þeim með öllu. Fungarar bera sem sé erfðahatur til þeirra, af því að þeir eiga vígið dásamlega, sem einu sinni tilheyrði forfeðtrum þeirra«. »Gíbraltar og Spánn enn og aftur«, sagði Orme. »En það stendur öfugt á með það. Abatiarnir í þessu Miðl-Afríku Gíbraltar eru að því komnir að deyja út, en Fung- arnir, sem svara til Spánverjanna, eru í fullum krafti og uppgangk. »Gott og vel. Hvað bar svo fleira til tíð- inda?« spurði prófessorinn. »Ekki neitt sérlegt. Ég reyndi að fá þessa Abatia til að stofna til sendifarar til að frelsa son minn. En þeir hlóu bara að mér. Smám saman fann ég, að það var bara ein persóna meðal þeirra, sem nokk- uð1 vai í spunnið, og það vildi svo til að sú persóna var drottning þeirra. Hún hót Walda Nagasta að nafnbót eða niðji kon- unganna, og Takla Warda, rósknappur rós- anna. Þessi nöfn hljómuðu yndislega. Hún var forkunnar fríð og fjörug og ung og Maqueda er hið eiginlega nafn hennar —«. »Eitt af nöfnum drottningarinnar af Saba, sem fyrst fara sögur af«, tautaoi Higgs; »hitt nafnið hennar var Belkis«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.