Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 22
114 HEIMILISBLAÐIÐ hvað hálfum mánuði og bað þá bíða aft- urkomu minna,r. Til Englands kom ég í morgun. Og' jafnskjótt sem ég varð þess vís, að þú varst á lífi og gat spurt uppi heimilisfang þitt — ég fann það í bók, sem heitir: »Hver er hver?« — þá kom ég hingað«. »Hvers vegna komstu nú eiginlega til mín? Hvað vilt þú, aðl ég skuli gera?« spurði prófessorinn. »Ég kem til þín, Higgs, af því ég veit hvílíkan hug þú hefir á öllum fornmenjum. Og og ég kom af því, að mig fýsti að gefa þér fyrstum og fremstum tækifæri til að vercla auðugur maður, og ekki einungis bað heldur líka stórfrægur af því að finna tiin- ar undursamlegustu fornmenjar«. »Og þá fórstu ekki í geitarhús að biðja þér ullar«, drundi í Higgs. »Og það sem ég vil fá þig til að gera«, sagðti ég ennfremur, »það er að þú bendir mér á einhvern, sem kann að fara með sprengiefni og vill takast á hendur að sprengja Fung-guðinn í loft upp. »Já, hægur vandi er nú það, aðlminnsta kosti«, sagði prófessorinn og benti á Orme höfuðsmann með pípumunnstykkinu. »Hann er útlærður mannvirkjameistari, hann er hermaðkir og ágætis efnafræðing- ur. Þar að auki kann hann arabisku, þvi að hann er alinn upp í Egiptalandi — af þessu sérðu, að hann er einmitt rétti maó- urinn til aðl inna þetta viðvik af hendi fyr- ir þig«. Ég hugsaði mig nú um litla stund, og þá fann ég það á mér, að ég þorði að treysta honum og spurði: »Viljið þér, Orme höfuðsmaður, takast þetta á hendur, ef okkur semur um skil- málana«. Orme svaraði og roðnaðli lítið eitt vic: »1 gær hefði ég áreiðanlega sagt nei. 1 dag svara ég því til að minnsta kosti, að ég vilji hugsa um það — það er að skilja, ef Higgs verður með og þér getið frætt mig um, ýmislegt. En ég vil vekja athygli á því, að ég er ekki annað en viðvaningur í þessum þremur greinum, sem prófessorinn nefndi, nema hvaðl ég hefi nokkra reynslu í einni þeirra«. »Væri það óviðeigandi, Orme, að spyrja, hvernig horfur yðar og fyrirætlanir hafa getað breyzt svona gagnstaðlega á einum sólarhring?« »Nei, alls eigi ótilhlýðilegt; en það er dálítið sárt að svai-a spurningunni«, svar- aði Orme aftur og roðnaði að nýju, og nú heldur meira en áð'ur. »Annars er bezt að vera hreinskilinn, svo að ég segi eins og er, þrátt fyrir allt. 1 gær hélt ég, að ég myndi erfa auð mikinn eftir frænda minn; hann varð hættulgea veikur og þess vegna kom ég fyrr heim frá Suður-Afríku, en ég hafði annars hugsaðl mér. Ég hefi sem só verið alinn upp í þeirri trú, að ég va;ri erfingi hans. En í dag barst mér sú fregn, að hann hefði kvænst með leynd konu, sem var langt fyrir neðlan hann að mannvirð- ingu og að þau hefðu átt barn, saman, sem erfir auðvitað allt saman, þar sem hann hafði enga erfðaskrá gert fyrir dauða, sinn. En þetta er nú ekki allt og siumt. 1 gær hélt ég að ég væri harðtrúlofaður; eh í dag hafa mér líka brugðist vonir í því efni. Sú stúlka, sem vildi gefast erfingja Ant- hony Ormes«, sagoli hann beiskum rómi, »vill nú ekki lengur giftast Oliver Orrne, því að allar eigur hans ná ekki ÍOO.C^O krónum að upphæð. Jæja, það er nú, ef til vill, ekki vert að ámæla henni né ætt- ingjum hennar fyrir þetta, þar sem þeir munu hafa augastað á öðtum betri ráða- hag. Að minnsta kosti hefir þessi ákví'rð un hennar gert mér hægra fyrir að ákvarða, sjálfan mig um þetta«. Að svo mæltu reis hann, á fætur og gekk inn í hinn enda stofunnar. »Hrakleg saga er þetta«, sagði Higgs i hljóði, »viðbjóðsleg framkoma«. Síðan rausaði hann lengi um þessa nefndu stúlku, um aittingja hennar og Ant- hony Orme, hinn látna útgerðarstjóra, og það allt með því orðalagi, að ekki væri hlustandi á þá sögu sem heimilislestur. Ber-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.