Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 115 sögli Higgs er alkurm meðl þeim vinum hans, fornfræðingunum, svo hér er ekki þörf á að segja fleiri sögur um þá bersögli. »En, Adams, ég skil ekki a]mennilega«, sagði hann háttj, er hann sá Orme vera á leiðinni til þeirra aftur, »hver þinn tilgang- ur eiginlega er með því að stinga upp á þessu viði okkur. Það viljum við auðvitað báðir gjarnan vita«. »Ég er hræddur um, að mér hafi ekl-i tekist að gera nógu Ijósa grein fyrir því, sem ég vil. Eg hélt nú annars, að ég hefði sagt það skilmerkilega, aðl tilgangur minn væri það eitt, að reyna að frelsa son minn, ef hann er enn á lífi. Og það hygg ég hann sé. Higgs, settu þig nú í mín spor. Hugs- aðu þér, að; þú ættir ekkert eða engan um að hugsa-, nema einkabarnið þitt, og að því barni hefðu villimenn stolið frá þér. Hugs- aðtu þér svo, að þú allt í einu heyrðir rödd hans óma þér við eyra eftir margra ára leit, sæir andlit hans, sem nú er orðið and- lit fullorðins manns, og þú hefir þráð ár- um saman — sem þú hefðir viljað gefa þúsund líf fyrir, ef þú hefðir fengið tírra til að hugsa, þig um. Og svo réðist að þér ofstækismenn gólandi og eltu þig og bá væri úti um hugrekki þitt og kærleika; all- ar þínar göfugustu tilfinningar drukknuöu í hinni upphaflegustu eðlishvöt þinni, sem aðfeins kveður þessum eina rómi: Bjargaðu lífi þínu! Hugsaðu þér svo að þessi heigull hafi ojargast og náð öryggi fáeinar mdur frá þeim syni, sem hann hafði stokkið frá til að forðla lífi sínu. En væri samt sem áður ófær til að komast í samband viö •hann vegna þess, að þeir, sem hann hefir leitað hælis hjá, eru heiglar líka«. »Jæja«, sagðS Higgs, »ég er búinn að gera mér grein fyrir þessum voðakröggum þínum. En ef þú heldur, að þú þurfir að álasa þér sjálfum fyrir þetta allt, þá get ég ekki verið þér samdóma. Syni þínum hefði Jítið lið verið að því, þó að höfuð- ið hefði verið höggvið af þér og ef til vill af syni þínum líka«. »Vissulega veit ég það«, svaraði ég. »Sg hefi nú svo lengi búið yfir þessu, og það Sitendur svo fyrir mér, að ég hafi gert mér skömm með því að breyta eins og ég breytti. En svo opnaðist mér leiði út úr þessu. Þessi kona, W'alda Nagasta, eða Maqueda, sem líka hefir búið yfir sínum vandkvæðum hefir gert mér kost, án sam- þykkis ráðherra sinna, að því er ég bezt veit. Hjálpa^íu mér, sagði hún og þá skal ég frelsa son þinn. Ég get borgað þér aíl- an greiðann og þeim mönnum, sem þú verð- ur að hafa með þér. Ég syaraði, að! engin von væri til þess, þar sem enginn myndi trúa. sögu minni. En þá dró hún hringinn af hendi sér, sem hún bar til merkis um tignarstoðu sína og sýndi mér ríkisinnsiglið — það er hring- urinn, Higgs, sem þú hefir stungið í vasa þinn. Og hún sagði: »Konurnar af minni ætt hafa boriðl þennan hring síðan á dög- um Maqueda, drottningarinnar af Saba. Ef tál eru lærðir menn í landi þínu, þá munu þeir geta lesið nafnið á honum og sjá, að ég fer með satt mál. Tak hann og haf hann að jartein. Haf þú líka með þcr gnægtir gulls, svo að þú getir keypt þér þessi efni sem hafa eld í sér fólginn og geta varpað fjöllum í loft upp, eins og hú. minntist á. Og hafðu með þér menn, sem kunna að fara med þessi efni, en ekki fléiri en tvo eða, þrjá, af því við getum ekki flutt fleiri yfir eyðimörkina. Og komdu svo aft- ur til að frelsa son þinn og mig«. »Nú er öll sagan sögð, Higgs. Vilt þú nú takast á hendur þetta erindi, eð)a á óg að snúa mér til annara? Þú verður að vera fljótui að ákvarða þig um það, því að ég má engum tíma, eyðía til ónýtis, ef ég á að komast. til Mur aftur, áður en regntím- inn byrjar. »Hefir þú nokkuð á þér af gulli því, seni þú talar um?« spurði prófessorinn. Ég dró þá skinnpyngju upp úr frakka- vasa mínum og helti nokkrum gullpening- um á borðið. Prófessorinn skoðaði þ.'i grandgæfilega. Hring-myntir«, sagði hann óðara. »Þeir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.