Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 117 Lappi. Sumarið 1913 var ég kaupam. í Möðru- dal á Fjó'Uum, ásamt fleiri ungum mónn- um, sem þá voru þar (aðallega voru það skólapiltar). Meðal annara verka, sem við áttum að inna af hö'ndum, var það, að smala kvía- ám til mjalta á morgnana, þegar h'ða tók á sumarið. Þegar gott var veður, þá var þetta skemmtilegasta verkið, sem ég geröi. og enn er mér í minni, hvað ég naut þess, að smala Möðrudalsám þetta sumar, sem var sérstaklega gott sumar á Austurlandi, Fyrstu kynni mín af Lappa voru sem hér greinir. Þetta sumar var hann á sinu fyrsta aldursári, og að útliti var hann stór og leggjalangur, tinnu-svartur og gljáandi á skrokkinn, með hvítar tær, og af því var nafn hans dregið. Ég heyrði pilta láta mjög illa af honum til smalamennsku, þótti hann óhlýðinn og einráður, féll því öhum illa vio hann, nema einni dóttur bóndans, sem haf di á honum hið mesta dálæti, og var það kunnugra manna sö'gn, að það væri ekki allt saman mælt og vegið, sem hún gaf Lappa af mat, enda fylgdi hann henni fast eftir, hvert sem hún fór. Svo var það einn morgun, seint í júlí, ?.ð ég var vakinn kl. tæpl. 5, til að smala án- um. Eg hraðaði mér út og kailaði á Bröndu gömlu, en hún kom ekki. Þá sé ég Lappa í bæjardyrunum og kalla hann ti.l mín, hefi víst hugsað sem svo, að »það væri betra að veifa röngu tré en öngu«. Veður var dá- samlegt þennan morgun, logn og sólskin, sólin var nýkomin upp og helti geislum sín- um yfir fell og fjöll, hóla og tinda. Loftiö var þrungið af hressandi gróðrarilm, sem angaði á móti mér, þegar ég hljóp upp Desjarnar í stefnu á Sauðafell. En víðátt- an er mikil í Möðrudal og ekki hlaupið að því að smala þar, ef maður er gangandi; ég vissi að hestar voru okkur velkomnir, ef til þeirra náðist, en nú sá ég engan hest- inn og leizt ekki á blikuna. Jú, ég var ekki heillum horfinn, ofan, við Ei.nstakamel sí ég rauðan hest, en þeir voru tveir til : Möðrudal og var annar bezti reiðhestur-. inn, en hinn var versti áburðarjálkurinn. Nú var ég töluvert eftirvæntingarfullur aö sjá hvor þeirra það væri, en því miður var þetta gamli Svipur. Ég batt snærinu upp í hann og settist svo á bak með gæruskinu undir mér. Smalamennskan gekk erfiðlega þennan morgun og mun það mikið hafa gert óheppni mín bæði með hundinn og hestinn. Lappi reyndist mér illa er ég var að senda hanp frá mér og hann var alit af viss með að tvístra þeim kindum sem hann sá, svo að ég varð að fara mikið lengri leið efti.r þeim en ella. Svipur var svo stjrður að ég gekk oftast. af honum og hljóp heldur krókinn, þannig leið tíminn til kl, 9, þá átti ég að vera kom- inn með ærnar í kvíarnar, en, þá var éj, enn með þær fyrir utan Þvermela og vant- aði 6 af þeim. Ég sá 6 kindur eftir fyi'ir ofan Víðirhól og hugsa sem svct, að þetta séu líklega. rollurnar, sem vanta. Sný ég því við til að sækja þær, en áður en ég er kominn hálf a leið, sé ég að Lappi er kom- inn í kindurnar og rekur þær lengra burt; ég kalla en ekkert dugir, svo sneri. ég vio og flýtti mér á eftir ánum heim á kvia- grund og rak ærnar inn sem hraðast, en þegar ég er búinn að binda aftur kvíarnar og ætla að fara heim, þá sé ég hvar 6 kind- ur koma af hendingskasti utan röndina og ber þær fljótt yfir, svo ég bíð við, eru. þá þetta ærnar, sem vöntuðu og Lappi er á eftir þeim. Eftir þessa smalaför okkar Lappa reyndi ég að taka málstað hans, þegar verið var að niðra honum, en það dugði lítt, því hon- um var þegar áskapaður dauðadómur og nokkru eftir þetta bar svo við, að gest bar að garði í Möðrudal, sem áður hafði veriö þar vinnumaður. Var hann nótt um kyrrt og daginn eftir, er hann beðinn að fara með Lappa með sér og stytta honum ald- ur, tók hann því vel, kallaði á Lappa og hann fór með honum á stað. En rétt um

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.