Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 121 þeir byggi sér .hreiður í hári voru. Þannig er því einnig varið með óskir vora,r og ílanganir: — vér getum ekki spornað á móti því, íið þær fljúgi í gegnum huga vorn; en hitt ættujn vér að geta hindrað, að þær festu þar rætur«. Við fórum nú ofan af hæðinni og héld- um heim á leið, eftir stíg, sem lá rneð fram firðinum. Þar var allt kyrrt og hljótt. Snæ- dúkurinn var þaninn yfir allt, og það var eins og snjórinn lýsti okkur í myrkrinu. ¦ Þegar við komum heim og ætluðum inn í dagstofuna, var hurðin harðlæst. En samt heyrðum við, að einhver var inni. Og allt í einu kallaði Andrea. Margrét fyrir inn- an hurðina: »Þið megið ekki koma inn. Þio verðið að fara yfir um til pabba, og bíða þar, þangað til ég kalla á ykkur«. »Hvað stendur nú til?« spurði ég. »Andrea Ma.rgrét er aðl útbúa jólatréð; þið gátuð ekki verið hjá okkur á jólakvöld- ið og þess vegna verðið þið að sjá jólatréö okkar á gamlaárskvöld«. Þegar vio komum inn til prestsins, voru þau þar fyrir prestskonan. og Korpus Júr- is. Stuttri stund síðar kom Andrea Margrét og bað okkur að koma yfir í dagstofuna. Presturinn ætlaði að halda á lampanum sínum, en það vildi Andrea Margrét ó- mögulega. Við áttum að fara yfrum í myrkrinu, til þess að öll ljósadýrðin á jóla- trénu hefði þess meiri áhrif á okkur, þeg- ar við komum að dagstofudyrunum, urðurn við að stanza augnablik, og síðan hrópaoi Andrea Margrét: »Einn, tveir, þrír«, og slengdi hurðinni opinni — og þar skein ljósadýrðin og fagurskreytt jólatré á móti okkur. Gamli og Korpus Júris fengu ýmsar srná- gjafir, s,em þeir höfðu átt að fá á jólunum; en þá voru þeir ekki komnir. Það var líka hugsað um mig. Andrea Margrét rétti mér stóra bók. En þegar ég opnaði hana, sá ég að skrifað var á titilblaðið: »Kvæði eftir Nikolaj. Annars var bókin auð, spjaldanna á milli. »Hvað á ég að gera við þessa bók?« spurði ég. »Þér eigið auðvitað að fylla hana meó kvæðum eftir sjálfan yður; og svo eigið þér að láta prenta þau, og svo verðið þér frægur maður«. Þegar kertin voru því sem næst brunnin upp, slökktum við á þeim, og fluttum tréo til hliðar. Síðan átum við kvöldverði og þegar búið var að bera af borðum, settumst við og fórum að spjalla saman. Að lokum reis presturinn úr sæti sínu og lagði til að sunginn yrði sálm.ur. Emma settist við slaghörpuna og lék lagið, en presturinn byrjaði. að syngja ára- mótasálminn; við tókum öll undir og sung- um sálminn til enda. Þegar söngnum var lokið, sagði prestur- inn: »Nú ætla ég að bjóðla ykkur góða nótt, börnin mín; og ég þakka ykkur öllum fyrir þá gleði, sem þið hafið veitt mér á gamla; árinu. Drottinn haldi hönd sinni yfir ykk- ur á nýja árinu«. — Að svo mæltu fóru prestshjónin að hátta. Þá vorum við fimm eftir. Við ætluðum að bíða eftir nýja árinu — á miðnætti. Ég bjóst við, að við myndum eyca tim- anum með skemmtilegum samræðum; en það leit svo út, sem þessi von mín ætlaði að verða sér til skammar. 1 fyrsta lagi, tóku þau sig út úr Korpus Júris og Andrea Mar- grét og settust út í gluggaskot, við Utíð borð, og létu í veðri vaka, að þau ætiuðu að fara að tefla skák. Og svo virtist sem skák- in væri skemmtileg, því þau voru ýmist aó hvíslast á, eða hlæja. En þegar ég gekk til þeirra til að grennslast eftir, að hverju þau væru að hlæja, þá urðu þau strax al- varleg, en skákin va,r ekki komin lengra en það, að þau höfðu leikiðl fram tveimur peð- um, hvort um sig. Og þegar ég lét undrun mína í ljósi yfir þessu, sagði Korpus Júris, að nógur væri tíminn, en nú ætluðu þau að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.