Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 30
122 HBÍMILISBLAÐIÐ byrja fyrir alvöru — og svo þögnuðu þau og fóru að leika- Svo sneri ég þaðan og settist á legubekkinn hjá Emmu. Við hlið- ina á Emmu sa,t Gamli og var að lesa í Nýja testamentinu sínu — líklega u'm heimsendi. En alvara hans yfir lestrinum var ekki meiri en það, að strax og ég braut upp á einhverju umræðuefni við Emmu, þá þurfti hann endilega að leggja orð í belg. Og óðar en okkur varði, leið tíminn. Allt í einu bar Andrea, Margrét fingur- inn upp að viírunuim og þaggaði niður í okkur. Við þögðurn öll og hlustuðum: níu — tíu — ellef u — tólf! »Gleðilegt ár«, sagði Andrea, Margrét; »nú er nýja árið komið! Gleðilegt ár! Gleðilegt ár! Gleðilegt ár! — ykkur öllum sama.n!« Og við svöruðum gleðiávarpi hennar einum munni: »Gleði- legt ár!« Nú vorum viðl búin að heilsa upp á nýja árið, eins og skyldan bauð okkur, og var nú kominn tími til að ganga til hvílu. Við óskuðum því enn að nýju hvert öðru gleði- legs nýjárs; og svo fór hver til síns her- bergis. — Já, það var dásamlegt að vera á Hnetubúsprestssetri! Allt var svo skemmti- legt hérna, og allt var hægt að gera — hvad sem hugurinn girntist — nei — eitt var þaðl þó, sem ég ekki gat gert — ég gat ekki sofið. Þessir dagar, sem ég var búinn ao vera hérna, voru svo viðburðaríkir, að mér veitti ekki af nokkrum hluta næturinnar líka, til þess að hugsa um þá. Þannig var því einnig varið þessa nótt. Um, morguninn hafði ég farið á fætur með þeim fasta á- setningi að trúlofast Andreu Margréti, en nú fór ég að hátta með þeim fasta ásetn- ingi, að trúlofast Emmu. Já, svona var það; það var ekki um, að villast. Ég hafðí þá um. daginn orðið var svo mikillar fegurðar og yndisblíðu hjá henni, að ég í einu orði sagt — elskaði hana,. Og þegar ég fór að hugsa um það, sem ég hafði lesið í bókinni daginn áður, og sem hafði fullvissað mig um, að ég ætti að trúlofast Andreu Mar- gréti, þá gat það engu síður átt við Emmui Þar hafði staðið: »Sérhvert samband á millj manns og konu, á, ef það á að full- nægja tilgangi sínum, að byggjast á til- hneigingu og skynsemi«. Tilhneiginguna ¦ r ekki um að villast, því að ég elskaðii Emrau, og að því er snerti skynsemina, þá var ég alveg viss um, að Emma. myndi verða fyrir- taks prestkona; um það hafðli ég að fullu sannfærst á göngu okkar um þorpið. Þeg- ar um aldurinn var að ræða — það veröur líka að taka tillit til hans — þá var eg átján en Emma. tuttugu. Það var allt í lagi og það1 var ekkert því til hindrunar, að óg trúlofaðist Emmu næsta dag. En, sá hæng- ur var þó á, að ég gat ekki gleymt Andreu Margréti, því hún var bæði f jörug og glað- leg og skemmtileg; og allt þetta átti svo mætavel við mig. Og í hvert skipti, sem mynd Emmu birtist í hugskoti mínu, þá kom myndin af Andreu Margréti strax á hæla henni. Og hvernig átti ég svo að kom- ast út úr þessu öngþveiti. Áður fyrr, þegar ég var í einhverjum vandræðum, var ég vanur að snúa mér til Gamla. Hann hél't þá venjulega einhverja áminningarræðuna yfir mér, en ætíð fékk ég þó að lokum ráð- leggingar, sem mér var óhætt að fara eftir. En í sambandi við þessi kvennamál mín, var mér ómögulegt, að leita, ráða hans. Ekki gat hann sagt mér, hvora. þeirra syst- urina ég elskaði meir. Og þá fengi ég að- eins ræðuna, en engar ráðleggingarnar. Ekki var til neins, að snúa mér að Korpus Júris — hann myndi bara hlæja að mér, og kalla allt síkt barnaskap.------------ En hvað þeir hrjóta lystilega, Gamli og Korpus Júris — hvor í kapp við annan - sinn til hvorrar handar við mig! Ö, þið gæfusömu menn! Þið getið sofið svefni hinna réttlátu! Þið þekkið hvorki ástar- kvíða né ástarvanseeld. En ég, þar á jnóiá! Ég sem hafði hugsað að hérna á Hnetu- búi yrði lokið allri minni eymd — hérna byrjaði hún einmitt fyrir alvöru! I Kaup- mannahöfn, þar, sem ég var ástfanginn í þeim öllum saman — þar gerði það ekkert til; en hérna, þar sem ég var 'ástfanginn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.