Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 31

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 123 af aðeins tveimur — já, nú vissi ég hvao ógæfuást var. Venjulega hugsa menn, að ógæfuást sé inni falin í því, að elska ein- hverja ‘eina, og njóta, ekki gagnástar — en sussu, sussu — það er ekkert, því að al.lt af er hægt að vona, að einhver ófyrir- sjáanleg atvik verði til þess, að henni snú- ist hugur. Nei — ógæfuást er það að elska tvær, því að þótt svo gæfusamlega tækist til, að önnur þeirra elskaði mig, þá væri hin, sem ég elska, líka, gengin mér úr greip- um. — »Tik-tik, tik-tik, t.ik-tik«, sagði úrið mitt, sem hékk á veggnum yfir rúminu mínu. Það var alveg eins og það segði: »Flýtt-u, flýtt-u, flýttu þér!« Já. Ég varð að flýta, mér. Hver gat vitað hve marga og hættu- lega meðbiðla ég ætti. Ekki þekkti ég vini og kunningja fjölskyldunnar. Gat ekki ver- ið heill hópur af frændum og vinum, sem læddist í kring á biðilsbuxum; og' gat ekki vel verið, aðl einhverjir þeirra hrifsuðu þær báðar frá mér, ef ég ekki flýtlti mér að ákveða, hvað gera skyldi. Þeir kæmi sjálf- sagt allir á dansleikinn á morgun, cg þá gæti ég séð þá og athugað, hverjir þeirra væri mér hættulegastir. En á dansleikn,- um! Gat ekki margt skeð þangað til? Nei, ég varð að flýta mér, eins og mögulegt var: Innan 24 tíma varð ég að vera trúlofaður — og þó — ógæfusami Nikolaj; setjum nú svo, að þú trúlofist a,nnari jreirra, en — elskir svo hina! ★ Klukkan var víst um tvö, þegar ég loks- ins sofnaði; en svo svaf ég líka frarn á bjartan dag. Ég stökk fram úr rúminu, eins og ég var vanur að gera á hverjum morgni til þess að gá til veðurs. — Það var hið æskilegasta: Stórar frostrósir prýddu gluggarúðurnar, en úti skein blessuð nýj- árssólin hrein og skær; og himininn vav svo heiður og blár, aði nýjar vonir og ýr þróttur gagntók sál mína. Hugsanir næcur- innar voru horfnar með myrkri hennar. Ég va,r alveg ákveðinn í því, hvað ég ætti. að gera. Ég ætlaoi aö láta forlögin ráoa,. Þaö eru þau, sem skapa ágæta hershöfðingja; það eru þau, sem fratmleiða ágæta lista- menn og það eru þau, sem hjálpa ógæfu- sama biðlinum. Þetta, voru hugsanir mínar. Nú þurfti ég ekki lengur að vaðá í villu og svíma; ég ætlaði alveg að láta tilvijjun- ina ráðá — það va.r líka það vandaminnsta. Og hvort ég ætti að trúlofast, Emmu eða Andreu Margréti, var allt undir því komið hvorri þeirra ég næðd fyrr á eintal. I forstofunni mætti ég prestinum. »GIeðiIegt ár, Nikolaj — og kærustu, áð- ur en árinu lýkur«. »Gleðilegt ár«, svaraði ég; »já — og ég vona, áður en dagurinn er á enda«, bætti ég við| í huganum, og meinti kærustuna. »Ætlið þér í kirkju í dag? Eða. máske þér séuð upp úr því vaxinn, að fara, í kirkju á helgidögum?« »Nei, það er ég ekki«. »Nú — það er ekki gott að vita, hvaða siðir eru orðnir í Kaupmannahöfn. Ann- ars byrjar messan klukkan níu, ef þér gæt- uð, vegna annara anna, komið þá«. Að svo mæltu hélt prestur inn í lestrar- stofu sína; en ég hélt inn, í dagstofuna. Þar hitti ég Korpus, Júris; var hann í bezta gæti a,ði spjalla við systurnar. Þegar ég kom inn, stóð Andrea Margrét upp og ætl- aði út. »Er það mín vegna að þér farið?« sagði ég. Mér fannst það slæmur fyrirboðj, að Andrea Margrét skyldi fara um leið og ég kom inn. »Nei, það er alls ekki. En ég á svo ann- ríkt í dag, við að koma öllu í lag fyrir kvöldið, að það er ekki víst, að þér fáið að sjá mig, fyrr en, í kvöld«, —- og um leið var hún horfin fram. »Þá verður það Emma«, hugsaði ég. »Það er vilji forlaganna«. En það leit heldur ekki svo út, að, Jjað væri vilji forlaganna, að það yrði Emina, því að hún stóðl upp og fór til að búa sig til kirkjugöngunnar. Ég varð því einn eft- ir hjá Korpus Júris. Ég ga,t vitaskuld tal-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.