Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 32
124 HEIMILISBLAÐIÐ að við hann, eins og mig lysti. En það var nú eiginlega ekki hann, sem mig langaði mest til að tala við. Bg hugsaði mér þó, að reyna til að veiða upp úr honum, hvor þeirra systranna væri eftirsóknarverðari, án þess, að hann grunaði, hvar fiskur lægi undir steini. Korpus Júris sat í stóra hæg- indastólnum og var að lesa. Þó var það til allrar hamingju ekki dagblaðið, því að þá hefði ég aldrei þorað aðl trufla hann. »Heyrðu Friðrik«, sagði ég, og settist \ia hliðina á honum; »segðu mér eitt: á hvora systurina lízt þér betur, Andreu Margréti eðla Emmu?« »Hvað meinarðu?« spurði Korpus Júris; og hann horfði eitthvað svo kynduglega á mig, eins og samvizka hans væri ekki í sem beztu lagi. »Ég meina, hvora, þeirra líkar þér bet- ur við?« »Eg skil þig ekki«, sagði hann, um leiö og hann stóð upp og fór að ganga um gólf. — En það veit. aldrei á gott, þegar Korpus Júris fer að ganga um gólf. Ég lét þó ekki hugfallast, en hélt ótrauð- ur áfram: »Mér finnst þetta þó ekki vera svo mjög vandasöm spurning. Ég ætlaði bara að biðja þig að segja mér, hverja þeirra þú tekur fram yfir hina«. »Þetta er ljóta bulliðfe, sagði Korpus Júr- is. »Þótt mér geðjist vel að annari þeirra, þá getur' mér líka geðjast að hinni; og a.f því að ég held að Andrea Margrét — o — o — þetta er tómt buU«, og í sama bili var Korpus Júris horfinn út um dyrnar. En ég sat eftir og var að hugsa um, hvort heldur það hefði verið mín orðt eða hans, sem hann kallaði bull, En ég hafði ein- hvern óljósan grun um, aðl Korpus Júris hefði dottið í hug, hvers vegna ég væri að spyrja hann, og hafi ætlað að gefa mér, svona undir rós, bendingu um, að honum gætist ekki að áformum mínum. Skömmu seinna kom Gamli inn; og ég ákvað að leggja sömu spurningu fyrir hann. Ég bjóst ekki við að Gamli yrði eins glöggskyggn eins og Korpus Júris, og ao minnsta kosti væri hann rósamari en Korp- us Júris. »Heyrðu, Kristófer; hvora systurina þyk- ir þér nú eiginlega vænna um?« »Mér þykir vænna um Emmu«, svaraði Gamli. — Sjáum til; þarna fékk ég þó hreint og glöggt svar. »En hvers vegna þykir þér vænna um Emmu?« spurðS ég aftur; því að eiginlega var það nú þetta, sem ég vildi fá að vita. »Nú, það er ekki hægt að gera grein fyrir því. Það er tilfinningamál cg þess vegna alveg einstaklingslegt; og það er ekkí hægt að færa rök fyrir því einstaklings- lega. Væri það hægt, þá væri það ekki leng- ur einstaklingslegti heldur hlyti það aö verða almennt«. Æ — þarna var Gamli kominn út í heini- spekina sína, og væri hæpið, að ég næði honum þaðan aftur. Þó ákvað ég að gera eina tilraun enn þá og sagði: »Jæja, jafnvel þótt spurning mín snerti aðeins einstaklingsstrengi, þá ættir þú þú að geta sagt mér ástæðuna fyrir tilfinn- ingum þínum. Og hana langar mig til aO fá að vita«. »Nú jæja«, sagði Gamli, með sömu ró- seminni. »Til þess að orðlengja það ekki um skör fram, þá er ég samstilltur Emmu, ef ég mætti svo að orði kveða.. Sérhver mað- ur hefir einhverja hugsjón, sem hann reyn- ir til að koma í framkvæmd; en hann f inn- ur, að hann er of veikur til þess. En í hvert skifti, sem eitthvað af þessari hugsjón kem- ur á móti honum í mynd annar® manns — karls eða konu, verður hann samstilltur þessari persónu og því meir, sem hann finn- ur af hugsjón sinni í þessari persónu því meiri verður samstillingin. Til þess að sam- stillingin geti orðið fullkomin, þarf aðdrátt- araflið að vera gagnkvæmt; og þetta, gagn- kvæma aðdráttarafl nefnum, við ást«. Nú — þarna kom það: Eg elska þá, sem ég er bezt samstilltur viðt Já, mig grun- aði það lengi, að Gamli gæti leyst úr vand- anum; og svo hafði ég farið svo klókinda- lega að, að Gamla grunaði ekkert. Og þess

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.