Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 32

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Page 32
124 HEIMILISBLAÐIÐ að við hann, eins og mig lysti. En það var nú eiginl.ega ekki hann, sem mig langaði mest til að tala við. Ég hugsaði mér hó, að reyna til að veiða upp úr honum, hvor þeirra systranna væri eftirsóknarveröari, án þess, að hann grunaði, hvaa- fiskur lægi undir steini. Korpus Júris. sat í stóra hæg- indastólnum og var að lesa. Þó var það til allrar hamingju ekki dagblaðið, því að þá hefði ég' aldrei þorað aðl trufla hann. »Heyröu Friðrik«, sagði ég, og settist vi.ð ldiðina á honum; »segðu mér eitt: á hvora systurina lízt þér betur, Andreu Margréti eð!a Emmu?« »Hvað meinarðu?« spurði Korpus Júris; og' hann horfði eitthvað svo kyndug'lega á mig, eins. og samvizka hans væri ekki í sem beztu lagi. »Ég meina, hvora. þeirra líkar þér het- ur við?« »Eg skil þig ekki«, sagði hann, um leio og hann stóð upp og fór að ganga um gólf. — En það veit. aldrei á gott, þegar Korpus Júris fer að ganga um gólf. Ég lét þó ekki hugfallast, en hélt ótrauð- ur áfram: »Mér finnst. þetta þó ekki vera svo mjög vandasöm spurning. Ég ætlaði bara að biðja þig að segja mér, hverja þeirra þú tekur fram yfir hina«. »Þetta er ljóta bulliðk<, sagði Korpus Júr- is. »Þótt mér geðjist vel að annari Ireirra, þá getur mér líka geðjast að hinni; og' af því að ég held að Andrea Margrét — o — o — þetta cr tómt bull«, og í sarna bili var Korpus Júris horfinn út um dyrnar. En ég sat eftir og var a.ð hugsa um, hvorl heldur það hefði verið mín orðj, eða hans, sem hann kallaði bull,. En ég hafði ein- hvern óljósan grun um, aðl Korpus Júris hefði dottið í hug, hvers. vegna ég væri að spyrja hann, og hafi ætlað að gefa mér, svona undir rós, bendingu um, að honum gætist. ekki að áformum mínum. Skömmu seinna kom Gamli inn; og ég ákvað að leggja sömu spurningu fyrir hann. Ég bjóst ekki við að Gamli yrði eins glöggskyggn eins og Korpus Júris, og ao min.nsta kosti væri hann rósamari en Korp- us Júris. »Heyrðu, Kristófer; hvora systurina þyk- ir þér nú eiginlega vænna. um?« »Mér þykir vænna um Emmu«, svaraði Gamli. — Sjáum til; þarna fékk ég þó hreint og glöggt svar. »En hvers vegna. þykir þér vænna iim Emmu?« spurðS ég aftur; því að eiginlega var það nú þetta, sem ég vildi fá að vita. »Nú, það er ekki hægt að gera. grein fyrir því. Það er tilfinningamál og þess vegna alveg einstaklingslegt; og það er ekki hægt að færa rök fyrir því einstaklings- lega. Væri það hægt, þá væri það ekki leng- ur einstaklingslegt, heldur hlyti það aö verða almennt«. Æ — þarna var Gamli kominn út í heim- spekina sína, og væri hæpið, að ég næði honun: þaða,n aftur. Þó ákvað ég' að gera eina tilraun enn þá og sagði: »Jæja, jafnvel þótt spurning mín snerti aðeins einstaklingsstrengi, þá ættir þú þó að geta sagt. mér ástæðuna fyrir tilfinn- ingum þínum. Og hana langar mig til aO fá að vita«. »Nú jæja«, sagði Gamli, með sömu ró- seminni. »Til þess að orðlengja það ekki um skör fram, þá er ég samstilltur Emrnu, ef ég mætti svo að orði kveða.. Sérhver mað- ur hefir einhverja hugsjón, sem hann reyn- ir til að koma í framkvæmd; en hann finn- ur, að hann er of veikur t.il þess. En í hvert skifti, sem eitthvað af þessari hugsjón kem- ur á móti honum í mynd annar® manns — karls eða konu, verður hann samstilltur þessari persónu og því meir, sem hann finn- ur af hugsjón sinni í þessari persónu því meiri verður samstillingin. Til þess að sam- stillingin geti orðið fullkomin, þarf aðdrátt- araflið að vera gagnkvæmt; og þetta, gagn- kvæma aðdráttarafl nefnum, við ást,«. Nú — þarna kom það: Ég elska þá, sem ég er bezt samstilltur viðl Já, mig grun- aði það lengi, að Gamli gæti leyst úr vand- anum; og svo hafði ég farið svo klókinda- lega að, að Gamla grunaði ekkert. Og þess

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.