Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 33

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 33
HEIMILISBLAÐIÐ 125 utan fékk ég bara ráðlegginguna, en slapp við alla hirtingarrasðuna. En nú hélt Gamli langa ræðu um samstillingu og ógæfusama ást o. fl. o. fl. Því að Idó erfitt sé að fá Gamla til að tala, þá er jafn erfitt að fá hann til að hætta, ef hann á annað borð byrjar að tala um áhugamál sín. Ég heyrði ekki nema orð og orð á stangli úr ræðunni um samstillingu og ógæfusama ást. Ég var í allt of djúpum hugleiðingum um mín eigin ástamál — minni eigin ógæfu- sömu ást — til þes,s, að ég fylgdist vel með henni. Nú vissi ég alveg fyrir víst að allt var komið undir samstillingunni á milli hinna tvegg'ja persóna; og nú var öll efa- semi mín rokin á burt.. En gleði mín stóð ekki lengi; því aðl þegar ég fór að hugsa um, hvorri systurinni ég væri samstilltari, þá fannst mér ég vera jafn samstilltur þeim báðum, og — svo var ég alveg kom- inn í sama farið, sem ég hafði verið í, ár- ur en Gamli hélt sána ágætu og löngu ræðu, Þegar ég ætlaði að fara að ganga i kirkju kom Andrea Margrét og spurði mig, hvort. ég hefði nokkra sálmabók. Og þegar ég neitaði því, bauð hún að lána mér sálma- bók; hún sagðist engan tíma hafa til að fara í kirkju. Ég þakkaði henni boðið, og hún fór aðl sækja bókina. Þegar hún kom aftur, vildi svo til að við vorum einsömul í dagstofunni, og ég hugsaði' með mér, að aldrei byðist betra tækifæri ■— að eins tvö orð, og' ég væri laus við allar mínar efa- semdir og' öll mín vandræði. En mér loddi tunga við tönn, og ég kom ekki upp einu einasta orði; ég stóðl þarna eins og þvara, og sneri sálmabókinni á milli handanna. »Ösköp s,tarið þér á sálmabókina«, sagöi Andrea Margrét; »yður sýnist hún máske nokkuð snjáðf«. »Nei«, sagði ég, án þess þó eiginlega að vita, hvað hún hafði sagt, »Já, ég skal segja yður, að mesta hrós, sem sálmabók getur hlotnast, er það, ?ð vera snjáö af notkun. Ef þar á móti gyli- ingin á hliðunum er g'ljáandi og' fögur, þá er það ekki neinn góðs viti«. »Nú, eða, aldrei«, sagði ég við sjálfan mig. Ég hleypti í mig öllum þeim kjarki. sem ég átti til og ætlaði að! grípa hönd hennar, en — þá kom Gamli inn. »Hafið þér nokkura sálmabók, Kristó- fer?« spurði Andrea Margrét. »Já, ég fékk lánaða, bókina hennar Emmu. »En þá hefir Emma enga«. »Já, það er satt; ég hugsaði nú ekki um það!« »Eg- skal fara yfir um til pabba, og fá lánaða bók hjá honum handa yður; og þá getur Emma haft sína«. »Nei, lofið mér að hafa Emmu bók; hún segist. kunna alla sálmana, s,vo hún þarf enga bók«. Nú kom Korpus Júris inn, og' vildi líka fá sálmabók. »Má ég ekki fá lánaða yðar bók, eins og vant er?« spurði hann Andreu Margréti. »Nei, það er ekki hægt héðan af; ég er ný búin að lána Nikolaj hana; ég skal fá lánaða bók hjá pabba han,da yður«. »Nikolaj getur fengið hana; þá fæ ég yðar. Nikolaj! fáðu mér bókina!« »Nei, það geri ég ekki. Mér var lánuð bókin; og ég hefi lagalegan rétt til að halda henni«. »Nei, ég held nú ekki. Ég á rétt á henni, því að ég er vanur að fá hana að láni. Fáðu mér bókina«. »Nei, þú færð hana ekki; þú getur feng- ið hina«. »Þið megið skammast ykkar«, sagði And- rea Margrét. »Tveir fullorðnir bræður komnir í hár saman, og það út af sálma- bók. Ég hefi nú aldrei. heyrt annað eins. Ef þið viljið endilega báðir fá lánaða bók- ina, mína, þá getið þið báðir haft hana og báðir horft á hana í einu. Það er einfald- asta ráðið, til að slíta þrætunni«. Korpus Júris muldraði eitthvað í þá átt, að hann væri svo nærsýnn, að hann þyrfti nauðsynlega. að hafa bók út af íyrir sig. En þó lét hann á endanum undan, og tók

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.