Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 35
HEIMILISBLÁÐIÐ 127 langar til, getum við strax kennt yður byrj- unarreglurnar«. Það er ekki gott að segja hver varð fegn- astur — skólakennarinn yfir því, að fá nú loks að læra lomber, eða við bræðurnir yfir því, að 'fá eitthvað að starfa. Og svo byrjaði kennslan. Hafi skólakennarinn haft eins mikia hæfileika til að læra allt annað, eins og lomber, þá er óhætt að segja það, að forsjónin hefir ætlað honum allt of lágan s.ess í lífinu. Innan hálfs klukkutíma var hann orðinn. svo fær, að hann gat sjálf- ur sagt á spilin sín hjálparlaust; og eins og oftast er fyrir byrjendum, þá vann hann því nær ætíð en við Korpus Júris sátum í óheppninni. Þetta varð ti.l þess, að hann varð montinn af sjálfum sér; en við Korp- us Júris urðum því ákafari. »Nú fleygði Korpus Júris báðum svörtu ásunum á borðiðL »Hvað á nú þetta að þýða?« spurði skóla- kennarinn. »Já«, sagðí ég; »við eigum eftir að kenna þér þetta: þetta heitir grand tourné, eða ásavelta. Sjáið þér nú til: Þegar einhver hefir báða svörtu ásana., þá getur hann Iagt þá á borðið, og spilaði svo grand tourné; þetta er eins og venjuleg velta, að öðru leyti en því að vinningurinn er meiri, og þá auðvitað tapið líka. En ef þér sæuð yður með nokkuru móti fært að spila sóló, þá ættuð þér að gera það^ því að grand, tourné er afar hættulegt spil«. Skólakennarinn, var allur farinn að iða á stólnum. »Já, því að þegar þér veltið stokknum, þá getur vel skeð, að upp komi sá litur, sem þér eigiðf ekkert í áður, og þá eigið þér á hættu að verða, bit«. »Yðar velæruverðugk — byrjaði skóla- kennarinn. En ég lét ekki trufla mig í fyr- irlestrinum og hélt áfram: »Ef þér hafið' manilvu, og kónginn sjötta í einhverjum lit, þá ættuð þér að spila sóló, því að þér eigið ætíð víst, að fá þrjá slagi, með þessum þremur hæstu trompum, og þá getið þér búist við, að fá tvo slagi á þau trompin, sem eftir eru. nema ef svo ólíklega skyldi vilj'a til, að ÖU hin trompin væri á sömu hönd hjá mótspilurunum; en þá gæti líka farið iUa fyrir yður«. Skólakennarinn gat nú ekki lengur dul- ið órósemi sína. Hann sat þarna feiminn og vandræðalegur, fálmaði við spilin og glápti allt af á eitthvað á bak viö mig. Ég sneri mér vio) og þar stóð presturinn, með krosstLagða handleggi og horfði á mig. »Láti,ð mig ekki trufla yður«, sagði hann. »Og þér eruð að halda fyrirlestur, sem sér- hver alþingismaður gæti öfundað yður af«. »Við vorum bara að kenna skólakennar- anum lomber«, sagði ég. »Jú, ég sé það; og þér veljið nýjársdag- i.nn til þess, og það meira að segja fyrri partinn. Þér gátuð alls ekki gripið hent- ugri tíma. Og það voruð þér, sem áttuð að ganga á undan söfnuðinum með góðu eft- irdæmi. Og svo hafið þér náðl í lögfræðing- inn með yður. — Jú, það eru dálaglegir postular, sem ég hefi sent út, til þess að boða kristni! En það! megið þér eiga, að þér hefjið siðbót yðar á byrjuninni. Fyrst tekst yður á sjálfu prestssetrinu, að fá dætur mínar til þess, aðl dansa og dansa — alla nóttina út í gegn; síðan labbið þér til míns siðláta skólakennara og komið hon- um til að fara að spila lomber um hábjart- an daginn. Líklega hafiðl þér nú í hyggju, að húsvitja í sókninni, og hætta ekki fyrr við, en menn fara að spila frá morgni til kvölds og dansa frá kvöldi til morguns. Já, það er ekki of sögum af því sagt — þér eruð voðamaður, Nikolaj. Á þessum fjór- u.m eða fimm dögum, sem þér eruð búinn að vera hér, hafið þér valdiðl mér meiri áhyggjum en alls heimsins mormónar gætu • gert á heilu ári«. »En, þér verðið að gá að því, yðíar vel- æruverðugheit, að þetta er bara saklaus stundastyttir«, sagði þá skólakennarinn. »Saklaus stundastyttir!« sagði prestur- inn; »jú, þér hafið rétt að mæla: Á sunnu- daginn kemur, ætla ég að hafa, spil með mér upp í prédikunarstólinn, og stytta mér

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.