Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 37
HEIMILISBLAÐIÐ 129 Alheimsfréttir. Frh. af bls. 104. ast, hitna og gulna, því þær verða að gefa frá sér siömu geislamergð f rá minni líkama. Smám saman breytist svo liturinn frá gulu í blátt. Þær heitustu eru bláar. En nú fara þær að kólna. Blái liturinn hverfur og þær verða aftur rauðar og allt af minnka þær og kólna, þær missa birtu sína og verðia að síðustu kaldir hnefctirj sem halda áfram hringferð sinni innan Vetrarbrautarinnar. Þessi forlög bíða sól- ar vorrar með tímanum og verolur þá allt líf löngu útdautt á þessari jörð. Eitt af leyndarmálum náttúrunnar eru hinir svokölluðu »hvítu dvergar«. Þær sól- ir eru á stærð við jörð vora, en efninu i þeim er svo saman þjappað, að hver ten- ings þumlungur er mörg tonn að þyngd. Er talið, að' atómarnir í þeim séu eyðilagð- ir, því komist svo mikið efni fyrir á svo litlu svæði. Þær eru bókstaflega hvítgló- andi af hita. Ein þeirra, ekki mikið stærri en tungliði hefir hálfu meira efni í sér fólgið en sólin. Tekið hefir verið eftir því, að birta sumra stjarna vex a.llt í einu, og var fyrst haldið, að þetta væru nýskapaðlar stjörn- ur, og voru því kallaðar Nova, eða nýstjörn- ur. En það reyndist, að þær misstu birtu sína á mjög skömmum tíma. Er því nú niðurstaðan sú, að þær springa og eyði- leggjast. Komið hefir fyri.r, að stjarna hef- ir sent frá sér á einum mánuði eins mikla birtu og sólin gefur á 23000 árum. Taliö er, að þrjátíu þvíUkar sprengingar fari fram á Vetrarbrautinni á hverju ári. Þó næstu sólir séu tiltölulega nærri oss í samanburði við þær, sem fjær eru, get- um vér hreint ekki kvartað um þrengsli. Ferð til þeirrar allra næstu með hundrað mílna hraða á klst. myndi taka rétta 4 billjónir daga. Þegar vér horfum á Vetrarbrautina er- um vér aðl horfa út að röð »hjólsins«. Glampinn, sem vér sjáum, glampar yfir vel lýstri bor.g frá mörgum rafmagnsljósum að næturlagi. Hið ómælanlega rúm utan Vetrarbraut- arinnar er allt stráð ótal »Vetrarbrautum«. Milljónir þeirra hafa. fundist og eru flestar hjólmyndaðar eins og sú er vér tilheyrum og snúast um af arstóra miðstjörnu. Nokkr- ar eru ávalir eða hnöttóttir heimar, dökkir og stjörnulausir. Minna á hússtæði þar sem efniðl er aðflutt, en smiðurinn ekki kom- inn til að byggja. Getur verið að smiður- inn eigi eftir að taka til verka og byggja enn þá fleiri stjörnuhjól úr rykinu. Það sýnist vera efnið, sem sólirnar eru. byggð- ar úr, en þær aftur fæða. af sér jarðstjörn- urnar. Eitt af því óskiljanlega, sem stjörnu- fræðin hefir nýlega fundið, er, að þessir sérstöku heimar sýnast vera að tvístrast, fjarlægjast hverjir aðra. Enginn skilur í þessu né veit, hvort þaðl verður framhald- andi eðía stundar fyrirbrigði. En tíminn sannar, hvort það er. Eftir að hafa kalt og rólega rannsakað alla þá undraheima, sem hér hefir verio á minnst, hin miklu hjól undir kerrunni, sem ekið er »sigrandi gegnum geima« frá einni billjón ára til annarar — eftir að hafa allt útskýrt með náttúrlegum lögum án þess nokkurntíma að spyrja, hver sé nógu vitur til að setja þessi lög, eða. nógu mátt- ugur til að láta framfylgja þeim, eru vís- indin nú komin aði þeirri niðurstöðu aö skynsemi mannsins sé svo mikil, að þar hljóti og meiri skynsemi að vera á bak við. »Heimskringla«. M. B. H. Spofkmæli. Ég hefi. ferðast töluvert, en ég hefi aldrei fyrirfundið hamingjusaman trúníðing. En ég hefi heldur aldrei fyrirfundið mann, sem helgað hefir Guði líf sitt, sem eftii' það hafi fundið fullnægju sál sinni í heims- lífinu. D. L. Moody. Heill þér kross (Sancta cruse), hin ein- asta von lífs míns. Strindbeig.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.