Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 38
130 HEíMILISBLAÐIÐ larðyrkjumaður. Hann kveður í lýsingu kóngsríkið sitt, því krafan um dagsverk er hörð. Við þann, sem að grœðslunni gaf sig á vald, er gjöftd Mn stórláta jörð; hann fimvur þar .eðlis síns orsakarök í eldskírn hins daglega strits, og veit það, að sigurinn siðasti býr % samstilling handar og vits. 1 heilögu samstarfi moldar og manns býr máttur hins rísandi dags. 1 fögnuði stritsins býr frjóvgunarmagn til frdsandi kynslóðahags. Þau geymast til eilifðar átökin hans, er erjaði grænkandi svörð, og starfsemdalaunin að lolcmn hann fœr þó Xóng væri brýnan og hörð. 1 trúnaði lífsins hann treystir sitt þrek og telur ei dagsverkin sín, því starfið er sjálfsþörf og sælan þá mest, er sól yfir akurinn skín. Hann veit að hver iðja af einlœgni gerð, er unnin i þjónustu hans, sem málaði kvöldroðamyndir á fjöll og morgun til sjávar og lands. — / konivngsgarð þreyttur hann kommn er við kveðjur frá lækkandi sól. [heim Og öryggissælan í sálu hans vex að sjá þetta friðaðu ból! Úr dásemdum lífsins sinn dýrasta þráð hver dis inn i œfi hans spamn.------- Nú bíða þau óhult síns upprisudags í armlögum moldin og hann. »Lögberg«. Einar P. Jónsson. É.g hefi þjónað Kristi í 80 ár, hann hef- ir aldrei gert mér annað en gott. Hvers vegna ætti ég þá að afneita honum? Polycarpus. Hann fyrirleit arfinn. Fyrir nokkrum árum voru menn önnum kafnir í að rökræða alveg einstakt fyrir- brigði. Maður nokkur, sem hafði aflað sér óhemju auðæfa með vínsölu var dáinn. Nánustu vinir hansi og kunningjar höfðu alls enga hugmynd um, hve ríkur harin var orðinn. Pegar arfleiðsluskráin var opnuð, kom það í ljós, að milljónamæringur þessi hafði arfleitt frænda sinn, ungan réttarritara á lágum launum, að 25 milljónum króna, sem hann gat fengið í lófann, nær sem hann vildi. Erfinginn mætti hjá málafærslumannin- um, sem fór með arfleiðslugerðina, og neit- aðíi að taka við arfinum. Allir, sem á heyrðu, urðu sem þrumu logtnir af undrun. Málafærslumaðurinn hélt fund með frændum og vinum, erfingjans, af því að hann óttaðist, að hann væri ekki með réttu ráði, og spurði þá, hvort herra Charries — en svo hét erfinginn — myndi í raun og veru vera. með öllum mjalla, AUir báru þeir hinum heiðvirða unga |rfingja hinn bezta vitnisburð og fullyrtu, að hann væri frábærlega heilbrigður á sál og líkama. Málafærslumaðurinn krafðist þess þá, að erfinginn skyldi gefa yfirlýs- ingu um, hvers vegna hann ekki vildi taka á mótí arfinum. Eftir nokkra umhugsun sagði erfinginn eftirfarandi sögu: Hann stóð einu sinni, fyrir nokkrum ár- um, að kveldi til, fyrir framan dyrnar á veitingahúsi frændans, sem nú var dáinn. Skyndilega kom vel búinn maður, sem virt- ist vera af heldra fólki, þjótandi út um dyrnar á veitingahúsinu. Hann rauk rak- leiðis til fagurrar, fölleitrar og fátæklega klæddrar, ungrar konu, sem stóð titrandi og grátandi við dyrnar. Þessi ölvaði maður sneri sér að eigin- konu sinni — þetta var hún — á hinn ruddalegasta og ósvífnasta hátt fyrirbauð henni með fúkyrðum, blóti og formæling-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.