Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 39

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Side 39
HEIMILISBLAÐIÐ 131 Söngur fangans. Hvar ertu, gleði, gæfus.ólin bjarta, geturðu ekki svaiað inínu. hjarta, verndað mig fyrir vonleysi og kviða, á vængjum breiðum svo ég megi líða hátt yfir höfin. Hjálpa þú mér, gleði, svo hryggðin aldrei dvelji á minu geði. Hví lítur þú ekki allt af jafnt á alla, hvi ert þú svo hörð að láta suma falla, hvi kemur þú ei í kot sem fagrar hallir. Þér, kæra gleði, fagna vilja allir. Hvi vilt þú ei, gleði, gleðja, fangann snauða — og gefa honum líf — en ekki dauða. Volduga, gleði, láttu ljós þitt skína, iýst.u nú upp hugardrauma mína; loks — ef þú kemur farðu ekki frá mér. Frelsandi gleði, vertu allt af hjá mér, komdu hér inn í klefa íangans. — hreysio, komdu — og rektu frá þér skilningsleysið. ♦ Bandingjar einnig vilja vera glaðir, vak þú i hjörtum þeirra um alda-raðir, vef þú þá fast að friðarrikum barmi. Frelsandi gleði, vernda þá frá harmi, er saklaus.ir voru dæmdir til að deyja. og dauðanum móti sálarstríðið heyja. Á. J. um, að koma nokkru sínni framar á þenna stað til að bíðla sín, eins og flón, frammi fyrir dyrum veitingahússins. Ilingað myndi hann fara á hverju einu og eilífasta. kveldi. Hér væri sælt að vera og eitthvað ánægju- legra en að horfa framan í skrumskælt og útorgað smettið á henni. Konan talaði blíðlega og sannfærandi, en maðurinn skeytti því engu. Hann hló hátt og ruddalega, og þegar hann loks fékkst til að fylgja henni, heyrði skrifar- inn hvernig liann æpti og öskraði; »Knæp- an hans Charries er eini staöurinn, sem ég elska í veröldinni. Pú ert orðin ljót og leiðinleg, ég hefi andstyggð á þér. En þar get ég notið lífsins og gleðinnar af hjart- ans fyllsta fögnuði«. Aftur heyrði skrifarinn hina mjúku, hljómfögru og biðjandi rödd ungu, fögru konunnar. »En ég hefi einu sinni ekkert Drykkjumannskonan. Hulda á Felli sat ein yfir fjórum litlum börnum sínum sofandi, í litla svefnher- berginu þeirra hjónanna. Augu hennar voru rauð og þrútin af gráti og næturvök- um. Þetta var nú þriðja. nóttin, sem hún - vakti ein, beið og vonaði, kveið, og afsak- aði manninn sinn, er var í Fjarðarkaup- stað. Hún. hafði frétt með manni nokkrum daginn áður, að manns hennar mundi varla von þann daginn, því tæpast hefði hann verið sjálfbjarga. Það voru henni bitrar fréttir. Hann hafði verið lengi að líða, dagurinn í gær. Börnin vöppuðu út og inn^ að gá að pabba sínum; og síðast var hún nú að enda við að svæfa þau, grát- andi af leiðindum og þreytt af vonbrigð- um, því pabbi va.r svo góður, þegar hann var með sjálfum sér. Nú átti hún fyrir höndum, að vaka eina nóttina enn, þreytt af erfiði dagsins, og máske árangurslaust. Ilún stundi sárt og þungt og lagði hendur í skaut sér. Hugurinn hvarflaði til löngu liðinna daga Ö, hversu ólíkt! »Pabbi«, hvíslaði hún lágt og sorglega. »Mamma,«, sagði hún enn lægra; en svo viðkvæman streng hitti þetta orð í sál hennar, að hún hneig grátandi niður fyrir framan rúmið. að borða handa. mér, og sérstaklega barn- inu, ef þú eyðir öllum þínum peningum þarna, elsku vinur minn«. Fyllirúturinn svaraði gleiðgosalega og hló: »Mér stendur á sama. Sveltu bara með króann. Eg skal bera alla mína peninga, sem ég vinn mér inn„ allt, í stuttu máli, sem ég á og eignast, inn í gildaskálann. Þar er líf í tuskunu.m«. »Þá var það«, mælti ungi skrifarinn enn- fremur, »að ég fékk andstyggð á þessum peningum, sem voru. hjartablóð þessarar ungu konu og hennar harmkvælasystra. Og þá sló ég því föstu, að ég skyldi ekki snerta einn einasta eyri af þessum illa fengna auði frænda míns — og við það stend ég«. Amtsbókasafnið á Akureyri 1 II 08 013 646

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.