Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 40

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Síða 40
132 HEIMILISBLAÐIÐ Hún titraði öll af ekka. En þá fannst henni strokið svo rnilt og blítt um hár sér. Ilún leit við. Þar var engan að sjá. »G, mamma! Þetta hefir verið andi þinn«, sagði hún lágt. Ilún þerraði tárin af augum sér og sagði • angurblítt: »Mamma skal ekki hryggjast mín vegna. Hryggjast! Hún, sem hafði legið 14 ár í gröf sinni. Hún horfði döprum augum fram fyrir sig..— »Ö, að hann kæmi nú, elsku hjart- ans vinurinn minn! Komdu nú! Eg þrái þig svo heitt. — Guð ve;t, hvað ég þrái þig!« I sama bili hljóp hundurinn upp meó gelti miklu í frambænum. Ilún þekkti gelt- ið hans, þegar húsbóndinn var að koma, þá gelti hann svo hátt og glaðlega og klór- aði svo óþolinmóðlega upp í hurðina til að komast út. Ilulda hljóp til og' opnaði dyrnar. Tveir sterkir armar luktu um hana og eldheitur koss draup á varir henni. »Hulda mín! Elsku Hulda mín! Getur þú fyrirgefið mér?« Rómurinn titraði, sárblíður og biðjandi »Hvort ég get fyrirgefið þér, elsku vinur minn,!« hvíslaði Hulda lágt. Hún strauk blítt um hár hans, en fannst þá, sem kæmi hún við mjúka og kalda hendi, og hún hugsaði: »Við marnrna höfum þá báðar fyrirgefið jafn fljótt«, því þetta. var henn- ar hönd. Hjónin gengu í faðmlögum inn í svefn- herbergið. Þar leit. hún blítt. og' alvarlega á hann. Þau skildu hvort, annað. Þau krupu á kné, hvort við annars hlið, og báðu hinn algóða Guð styrktar, náðar og "blessunar. Og er þau stóðu upp, dró hann liana að sér, blítt og ástúðlega, og hvíslaði: »Ég á allt meðan ég á þig«. Henríeita frá Flatey. Þú verður ekki hreinni sjálfur við það að kasta saur á aðra. Sá guð er jafnan smár, sem mennirnir skapa sér sjálfir. Kernuf út einu sinni í mánuði, 20 síour. Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 1. júní. Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla,: Bergstaðastrœti 27, Reykjavili. Sími 4200. Utanáskrift: Hcimilislilaðið, Pósthólf 304, Reykjavík. Pivntsmiðja Jóns Hclga:ona , Be gst.str, t7. Heimskunnir menn um bindindi. Gladstone svaraði svo brennivínskónga- nefnd, sem lagði mikið út af tjóni því, er ta.k- mörkun veitinga og áfengis-ölu bakaði ríkissjóðl: »Eigi þurfið þér aö bera neina áhyggju út at' því. Tekjuþörf ríkissjóðs má a.ldrei gerast Þránd- ur í götu fyrir nauðsynlegum umbótum. Með þeim landslýö, sem e k k i d r e k k u r og eyðir þann- ig því, sem hann vinnur sér, mun mér ekki veröa skotaskuld úr því, livnðau ég á að irtvcga ríkis- sjðði tckjiir«. (Isl. Goodtemplar, 1893). m ★ Richard Cobde n, h,inn nafntogaði toll- frelsispostuli Brota og þingskörungur komst svo að orði: »Reynsla allra tíma. styrkir mig I þeirri skoð- un, að bindindissiðbótin sé nauðsynleg undirstaða allrar annarar siðbðtar á landstjórnarlegri og borgaralegrar íélagsskipu.nar«. ★ Derby lávarður, annar frægur stjórnvitring- ur enskur sagði svo: »Af öllum umbótatilraunum vorra tírna ér bindindið hið nauðsynlegasta, framkvffimanlegriSta og afdrifamesta bæði fyrir þjöðfélagiö og hvern einstakan mann«. (Isl. Goodtemplar, 1893). ★ Ummæli þessara mannn, sem allir voru heims- kunnir á sinni tíð, um bindindi og áfengisnautn, hefir kynslóð vor, sem nú lifir á því herrans ári 1939, gott af að kynna sér.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.