Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 2

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 2
134 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Reykjarábreida yfir stórhorgtmum. Enskir vísindamenn hafa undanfarið verið að vinna að því, að framleiða þéttan, brúnan reylt,- sem á að fela borgirnar fyrir óvinaflugvélum. Reykuri.nn er þannig gerður, að hann loðir við húsþökin, eins og þykk ábreiða, og gerir borg- irnar ðsýnilegar úr lofti. 1 s.kjóli þessarar reykj- arðbreiðu á lifið í bcrgunum að geta gengið sinn vanagang, þrátt fyrir hœttur af loftárásum. Planta, sem étur éngispreftnr. Grasairseðingur í Seattle hefir fundið plöntu, sem á að frelsa ameríska bændur frá hinni hræðilegu plágu, sem engispretturnar eru. Plant- an minnir á slöngu, sem er reiðubúin að höggva bráð sína, og hún svelgir í sig engispretturnar, svo kilógrömraum skiptir. Bikarblöð hennar mynda stðrt op, fullt hunangs, sem engisprett- urnar geta ekki staðist. Það er hið' banvæna vopn plöntunnar. Setji menn röð slíkra plantna utan með ökrunum, geta engisprettuhópar ekki grand- að þeim, hversu mikil engisprettumergð, sem á ferðinni væri. Nafn plöntunnar er: Darlingtonía chrysamphora. F.allhlífarstökk 1789. I tilefni þróunar flugtækninnar ú vorum dög- um er þess getið í þýzku blaði, að fyrsta fall- hlífarstökk hafi átt sér stað árið 1789 nálægt Hamborg. Skrítlur. Jakob (nýgiftuk): »Þú trúir því ekki, hvílík fyrirmyndarkona konan mín er, Hún er svo skyn- söm, að hún hefir áreiðanlega tveggja manna vit>. Lárus: »Já, einmitt það. Það kom sér bærilega fyrir þig, því þess háttar konu þurftir þú ein- mitt að fá þér«. Grasafræðingur (við stúlku, sem hann hefir beðið, en ekki hefir tekið honum): »Vitið þér, á hvaða blóm þér minni.ð mig?« Stúlkan: »Nei, ég veit það ekki«. Grasafræðingurinn: *Pér minnið mig á þistik. Stúlkan: »Jæja. En vitið þér, hvaða dýr það er, sem sækist mest eftir þistlum?« Hún (situi- fyrir framan eldstæði hjá unnusta sínum, sem er ljóðskáld): »Mér finnst alltaf það vera svo mikill skáldskapur í eldinum«. Hann: »Já, það er ekki ólíklegt að svo sé, því áð i hann hefir allur minn skáldskapur farið«. "'W * kí . r » j i"'" : . ^ Kernur út einu sinni í mánuði, 20 síður. Argangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 1. júní. Sölulnun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla;: Bergstaðastræti 27, Reykjavik. Sími 4200. Utanáskrift: Heiinillsblaðið, Pósthólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergst.str. 27. Grímur: »ósköp ertu þreytulegur núna, Gest- ur minn. Það er eins og þú værir búinn að þræla í þrjátíu tíma samfleytta«. Gestur: »Já, það reynir á þrekið og lcraftana að bera múrsteina neðan af götu og upp i þriðja loft 1 húsi, sem verið er að byggja«. Grímur: »Hvað ertu búinn að vera lengi í þess- ari vinnu?« Gestur: »Ég á að byrja í fyrra málið«. Prestur: »Þér ættuð að skammast yðar, full- hraustur maðurinn, að ganga um og betla. Get- ið þér ekki stundað einhverja atvinnu?« Betlarinn: »Jú, ég hefi nú stundum verið að hugsa um að opna- banka —«, Presturinn (glaður, gripur fram í): »Já, það líkar mér«, Betlarinn: »— en mig vantar dálítið af lyklum eða hentugum innbrotsáhrildum«. Það óskar enginn eftir, að komast í örðugar kringumstæður. En komist menn ósjálfrátt í örðugleika, eru þeir mælikvarði á styrklei.ka eðl- isfarsins og sýna ákveðið, hvnð maðurinn megnar. Þa.ð er ósköp auðveldara, að viðurkenna mis- tök, en finná sannleikann. Mistökin eru á yfir- borðinu. Það er hægt að komast hjá þeirn. Sann- íeikurinn dvelur í djúþinu. Að ranrlsaka hann er ekki heiglum hent. Sá, sem umber galla mína, er mér meiri, jafn- vel þótt það vreri þjónn minn.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.