Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 3
Ágúst—September 1939 í é V ** l m i i § 8.-9. blað Frá íslenzku hátíðinni 17. júní á Heimssýningunni í New York Eftir dr. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore Fyrir löngu hafði eg ætlað mér að vera viðstaddur íslendingadaginn í sýn- ingarskála Islands á Heimssýningunui 17. júní. Eg hafði að vísu séð skálann og sýninguna í svip 3. maí, þegar krónprinshjónin íslensk-dönsku voru á ferðinni og Vilhjálmur Þór bauð þeim til morgunverðar fyrir hönd íslensku sýningarnefndar- innar. En þá var þar fátt Islendinga: ekki aðrir en starfsmenn sýningamefndarinn- ar, auk þeirra fáu, sem boðið var í morgunverðinn. Þó var eg þá svo heppinn að hitta gamlan kunningja: Jón Þorleifsson málara og kunni hann frá mörgu að segja um skreytingu skálans og erfiðleika þá sem Islendingar áttu við að stríða til þess að geta opnað jafnskjótt og raun varð á, strax um leið og Heimssýningin var opnuð. Þótt íslendingar hafi hvergi kvartað undan þeim erfiðleikum sem rétt er, þá hafa Amerísk blöð ekki farið í launkofa með ójafnað þann sem sýningaraðilar, jafnt útlendir og innlendir, hafa orðið fyrir af hálfu verkamanna í New York. En nóg um það. Að fara til New York fyrir ókunnuga í sínum eigin bíl þykir flestum glæfra- ferð. A3 vísu hljóta menn sem búa í borgunum á austurströnd Ameríku að venjast umferðinni. Þeir sem búa í Baltimore vita vel, hvað ferðamanna-straumurinn á páskunum til Washington þýðir. Með það í huga er ekki glæsilegt að hugsa til New York, stærstu borgar heimsins og ferðamanna-straumsins til Heimssýningarinnar. Þar við bætast sögur um full hótel, á upþsprengdu verði. Það munar flesta um það að þurfa að leggja út frá 4—8 dollurum yfir nóttina fyrir húsnæðið eitt, einkum ef menn vilja dvelja nokkra daga til að átta sig á Heimssýningunni. Svo maður er ekki alveg áhyggjulaus þegar komið er í nánd við borgar- flæmið. En áhyggjurnar eru ástæðulausar. New York borga-hverfið hefir fyrir löngu ráðið úr þeim -vandræðum, sem hlutu að mæta ferðamönnum er ætluðu að aka gegnum borgina. Þeir hafa lyft þjóðveginum upp á geysi-miklar og langar brýr og þeir hafa grafið hann undir hálsa og ár, svo að langferðamaðurinn ekur óhindrað alla leið inn í hjarta New York borgar: Manhattan, þar sem skýsköfurnar gnæfa við himin. Annars er innreiðin að suðaustan í New-York borg einhver hin óglæsi- legasta sem hugsast getur. Vegurinn liggur þar hátt yfir borgunum Newark, Jersey City en þær standa á marfletju sem utanbygðar er þakin rusli og skarni úr bæjun- um, en þar er alelda þegar rökkva tekur af ruslbrennslunni, hvers eldur ekki slokknar fremur heldur en eldarnir í Gehenna utan Jerúsaiemsborgar. Og sjálfar letju-borgirnir eru alt annað en fýsilegar yfir að líta, og að koma þaðan inn til

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.