Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 3

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 3
Frá íslenzku hátídinni 17. júní á Heimssýningunni í IVew York Eftir clr. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore Fyrir löngu hafði eg ætlað mér að vera viðstaddur íslendingadaginn í sýn- ingarskála íslands á Heimssýningunui 17. júní. Eg hafði að vísu séð skálann og sýninguna í svip 3. maí, þegar krónprinshjónin íslensk-dönsku voru á ferðinni og Yilhjálmur Þór hauð þeim til morgunverðar fyrir liönd íslensku sýningarnefndar- innar. En þá var þar fátt íslendinga: ekki aðrir en starfsmenn sýningaruefndarinn- ar, auk þeirra fáu, sem hoðið var í morgunverðinn. Þó var eg þá svo heppinn að liitta gamlan kunningja: Jón Þorleifsson málara og kunni liann frá mörgu að segja um skreytingu skálans og erfiðleika þá sem íslendingar áttu við að stríða til þess að geta opnað jafnskjótt og raun varð á, strax um leið og Heimssýningin var opnuð. Þótt íslendingar hafi hvergi kvartað undan þeim erfiðleikum sem rétt er, þá hafa Amerísk blöð ekki farið 1 launkofa með ójafnað þann sem sýningaraðilar, jafnt útlendir og innlendir, hafa orðið fyrir af hálfu verkamanua í New York. En nóg um það. Að fara til New York fyrir ókunuuga í sínum eigin híl þykir flestum glæfra- ferð. Að vísu liljóta menn sem húa í borgunum á austurströnd Ameríku að venjast umferðinni. Þeir sem húa í Baltimore vita vel, hvað ferðamanna-straumurinn á páskunum til Washington þýðir. Með það í liuga er ekki glæsilegt að hugsa til New York, stærstu borgar heimsins og ferðamanna-straumsins til Heimssýningarinnar. Þar við bætast sögur um full hótel, á uppsprengdu verði. Það munar flesta um það að þurfa að leggja út frá 4—8 dollurum yfir nóttina fyrir húsnæðið eitt, einkum ef menn vilja dvelja nokkra daga til að átta sig á Heimssýningunni. Svo maður er ekki alveg áhyggjulaus þegar komið er í nánd við borgar- flæmið. En áhyggjurnar eru ástæðulausar. New York horga-hverfið hefir fyrir löngu ráðið úr þeim vandræðum, sem hlutu að mæta ferðamönnum er ætluðu að aka gegnum borgina. Þeir hafa lyft þjóðveginum upp á geysi-miklar og langar brýr og þeir hafa grafið Iiann undir hálsa og ár, svo að langferðamaðurinn ekur óhindrað alla leið inn í lijarta New York borgar: Manhattan, þar sem skýsköfurnar gnæfa við liimin. Annars er innreiðin að suðaustan í New-York horg einhver hin óglæsi- legasta sem hugsast getur. Vegurinn liggur þar hátt yfir horgunum Newark, Jersey City en þær standa á marfletju sem utanbygðar er þakin rusli og skarni úr bæjun- um, en þar er alelda þegar rökkva tekur af ruslbrennslunni, hvers eldur ekki slokknar fremur lieldur en eldarnir í Gehenna utan Jerúsaiemsborgar. Og sjálfar letju-borgirnir eru alt annað en fýsilegar yfir að líta, og að koma þaðan inn til

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.