Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 4
Veggurinn vinstra megin í Islendingashálanum. Manhattan, er eins og að koma upp í hreint ljalllendi úr skítugum verksmiðju- bæjum. — Við innganginn að Lincoln göngunum nemum við staðar og spyrjum til veg- ar. Vörðurinn greiðir vel úr því öllu og gefur okkur fult fang af prentuðum upp- lýsingum um vegi til Heimssýniugarinnar, um hótel, og um ódýra gististaði. í byrj- un Heimssýningarinnar fór inikið orð af því, hve alt væri dýrt þar og hve erfitt mundi að fá húsnæði nema með afarkostum. Þetta var víst engin lýgi, en forráða- menn sýningarinnar liafa fljótt séð að það mundi ekki auka aðsókn manna til sýn- ingarinnar. Þetta mun liafa verið orsökin til þess að hinn vinsæli borgarstjóri í New York F. La Guardia bófst handa og setti á laggir nefnd, sem átti að sjá urn að útvega hvaða gesti sem hafa vildi liúsrúm við því verði sem hver og einn hefði efni á. Var ekki annað en að síma til skrifstofu nefndarinnar, en bún ábyrgðist að útvega plássið innan tíu mínútna. Með þessar upjdýsingar ókurn við um Lincoln göngin yfir í Manhattan. Þar staðnæmdust við eftir nokkrar krókaleiðir sem New York lögreglan gerði sitt til að greiða úr, í einu gistihúsi, og ásettum við okkur að reyna þegnskap nefndarinn- ar. Við hringjum og sjá, alt stendur eins og stafur á bók: eftir tíu mínútur er okk- ur útvegað kyrlátt lierbergL út í Fluslxing, ekki mjög langt frá Heimssýningunni, og okkur er sagt mjög nákvæmlega til vegar út þangað. Við höfum auðvitað enga

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.