Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 6
138 HEIMILISBLAÐIÐ Islauds. Þá tekur Tlior Tliors til máls*). Talar liann um óskir Islendinga að mega taka þátt í Heimssýningunni og leggja með því sinn skerf til friðsamlegra viðskifta við umheiminn. En að þeir tóku þátt i þessari Heimssýning kom af því að þeir vildu vekja athygli Bantlaríkjanua á liinum fornu og nýju tengslum landsins við liinn nýja lieim. Benti í því sambandi á Yínlandsfund Leifs heppna sem Ameríku- menn viðurkendu opinberlega með gjöf Leifsstyttunnar 1930. Benti og á sameigin- legar orsakir til landnáms á íslandi og í Ameríku: í báðum tilfellum hrukku land- námsmenn fyrir ofríki úr heimalöndum sínum og stofnuðu lýðríki í liinum nýju löndum. Þá mintist liann hins tiltölulega mikla skerfs sem íslendingar liafa lagt af mörkum í fólksflutningi til Ameríku. Þá gat hann hinnar fullkomnu tækni, sem Heimssýningin bæri ljósan vott um: á þeim vettvangi væru Islendingar enn skamt komnir. Samt hefðn þeir sótt lram af seiglu og þrautgæðum, og þótt þeir hefðu engan herafla, þá hefðu þeir varið því fé er þar sparaðist til að reisa ný og betri heimili fyrir unga og aldna til sjávar og sveita. Dýrasta ósk þeirra sé að mega varðveita sjálfstæði landsins og frelsi. Að lokum helgaði liann sýninguna liinum l'ornu sögulegu tengslum við Ameríku, samúð þeirra og vináttu í nútíð og framtíð. Mæltist Thor Thors vel og sköruglega enda féklc hann gott hljóð. Ræðu þessari svaraði framkvæmdarstjóri Bandaríkjanna á Heimssýninguuni, Edward J. Flynu. Fagnaði hann þátttöku íslendinga í Heimssýningunni og kvað friðsemi þeirra vera til alþjóðlegrar fyrirmyndar. Þá söng Guðmundur Kristjánsson söngvari frá Chieago nokkur íslensk lög, meðal þeirra Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Heimi eftir Sigvalda Kaldalóns, af smekkvísi þeirri er honum er lagin. Eftir það hófust ræðuhöldin á ný með ræðu Fiorello La Guardias borgar- stjóra í New-York. Talaði hann stutt en snjalt, og ef kepþni í ræðuhöldum hefði verið tilgangur fundarins, þá er ekki að efa, hver borið hefði pálmann af hólmi, það hefði verið þessi lágvaxni, feiti, svarthærði og kviklegi ítali. La Guardia byrjaði á því, að menn frá stóru þjóðunum, sem mikið þættust eiga undir sér, Iiefðu gott af að vitja íslensku sýningarinnar. Kvað Islendinga liafa afrekað meira í hlutfalli við mannfjölda og í hlutfalli við stærð landsins en allar aðrar þjóðir lieimsius. Mintist alþingis hins forna og þess, að fyrir þúsund árum höfðu íslendingar greint sundur löggjafar og dómsvald í landinu. Minti í því sam- bandi á tilhneigingu amerískra dómara að vilja hafa liönd í hagga með löggjafar- valdinu, — enn þann dag í dag. ísland, — kvað borgarstjóri, — liafði afnumið fá- tækt, hungur og skort á læknishjálp, — en þessar framkvæmdir ættu enn undir Iiögg að sækja í xnörgu stærra landi. En íurðulegast afrek Islendinga í augum borgarstjórans var þó það, að þeir skyldu hafa hugrekki til að lifa lífi sínu varn- arlausir — án hers og flota undir axareggjum sumra nágrannanna. Lauk liann máli sínu með kveðju frá New-York borg til íslands: I bring greetings from the largest city in the world to tlie greatest country in the world!« Gerðu menn, sem vænta mátti, góðan róm að máli lxans. Þá flutti Jósep T. Thorsou, íslenskur sambandsþingmaður á þingi Canada- manna, kveðjur frá íslendingum í Canada. Kvað liann frelsisást í víðtækasta skiln- ingi hafa verið eign íslendinga frá landnámstíð, og þá frelsisást hefðu íslensku vest- urfararnir haft með sér vestur um hafið, enda lifði liún þar enn í kolunum til Kœðan hefir birat í Lögbersi 29. júní 1939.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.