Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 139 mikilla þjóðþrifa fyrir Canada. En Canada-íslendinga kvað hann aldrei gleyrna því að þeir væru af íslensku bergi brotnir. Eftir borgarstjóranum og J. T. Thorson tók til máls Senator Gerald P. Nye, fulltrúi North Dakota í öldungaráðinu. Senator Nye hefur um langt skeið staðið framarlega í fylkingu þeirra manna, sem vilja að Bandaríkin verndi hlutleysi sitt í deilum stórþjóðanna; á sú skoðun allmikil ítök í Ameríku, ekki síst í Miðríkjun- um, þótt líklega reynist samúðin til Englands og óvináttan til Þýskalands sterkari, ef í hart fer. En eins og geta má nærri var ísland, herlaust og flotalaust, ræðutexti sem átti vel við Senator Nye, enda lagði hann út af honum; þó kallaði hann það ekki ávöxt neins sérstaks hugrekkis með tslendingum, að þeir lifðu varnar- lausir, heldur væri það hrossviti einu að þakka, eins og Ameríkumenn segja, eða heilbrigðri skynsemi, eins og við mundum kalla það. Þá drap Senator Nye á ís- lenska innflytjendur og taldi þá öðrum fremur betri borgara og fljótari að semja sig að Amerískum háttum, hvað mér að minsta kosti þótti vafasamur heiður. Annars er það ekki að ástæðulausu, að allir hinir Amerísku ræðumenn lögðu svo mikla áherslu á ísland, hið friðsama herflotalausa land. Ástæðan er sú að nú á þessum viðsjálu tímum, tímum herbúnaðar og vígvéla, tímum hernaðar á hendur veikari þjóðum, er almenningsálitið í Ameríku afar mótsnúið hernaðarþjóðunum, og friðarvinir háværir, sem vera ber. Og sjálf Heimssýningin hefur verið gerð til að auglýsa og prédika tvær megin-hugsjónir: framfarir mannkynsins og frjðarvilja. Því miður óttast ég, að í síðara atriðinu hafi hún ekki meiri áhrif en venjuleg stólræða á kristnun safnaðarins. Næst flutti Robert D. Kohn, varaforseti Heimssýningarinnar, kveðjur frá sýningunni. Loks talaði Vilhjálmur Stefánsson. sem fulltrúi Þjóðræknisfélags Islend- inga um vissa þætti í sögu Islands, um það að þeir væri komnir af írum (a. n. 1.) er bygt hefði landið á undan Norðmönnum (Paparnir), og um vonir Islands bundn- ar við flugsamgöngur framtíðarinnar. Að því bunu lék hljómsveitin rímnalög í búningi Jóns Leifs og þjóðlög í búningi Karls Runólfssonar, og fórst það vel úr hendi; hygg ég að fátt hafi verið íslenskara á sýningunni en rímnalögin. Þegar dagskránni var lokið var gestum öllum boðið yfir í höll Bandaríkj- anna þar sem heiðurligur framkvæmdarstjóri Bandaríkjanna á sýningunni Edward J. Flynn hafði boð fyrir heiðurligan framkvæmdarstjóra Islands: Vilhjálm Þ6r og frú hans. Var boðið hið skemtilegasta, því nú fyrst gafst mönnum tækifæri til að talast við, sýna sig og sjá aðra Ianda. Þar hitti ég ekki allfáa Islendinga sem eg hafði kynst á heimleið til Islands 1930 en ekki séð áður né síðan. Þótt nú hallaði af degi var síður en svo að öllu væri lokið, því klukkan 7 um kvöldið hafði sýningarráð og framkvæmdarstjórn Islandssýningarinnar boðið öllum löndum til kvölddrykkju í Islandsskálanum. Gerðist þar skjótt hið fjörugasta samkvæmi af löndum, sem gengu skynjandi um hópinn eða settust í horn og skröf- uðu af öllum lífs og sálar kröftum. Átti Vilhjálmur Þór fult í fangi með að kveðja sér hljóðs til að biðja samkomuna velkomna, því það hygg eg verið hafa efni er- indis hans, en ekki heyrði eg nema orð á stangli úr þeirri ræðu fyrir ys fólksins. Þá talaði Thor Thors snjalt erindi um tilgang Islendinga með sýningunni og um gamtök þeirra til að gera bana sem best úr garði. Man eg nú ekki hvort það var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.