Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 9
Thór Thórs, Vilhjálmur Þór o. fl. framan viö Höll Bandaríkjanna. mínum, enda má heita að eg ha'fi aðeins einu sinni komist í kynni við þá: það var þegar eg hitti þá á skipi Thórsínu Jackson vorið 1930 á leið til Alþingishátíð- arinnar. í Baltimore veit eg ekki til að búi fleiri en þrjár fjölskyldur auk mín, og í Washington eru að vísu nokkuð fleiri íslendingar, en ekki þekki eg þá alla. Eg hafði gert mér í liugarlund að slæðingur af íslendingum frá Canada og Miðríkjun- um mundi sækja sýninguna, en svo varð ekki. Auk þingmannsins J. T. Thorson hitti eg aðeins einn gamlan bónda vestan úr Manitoba bygðum. Hinsvegar var meginið af þessum 200 gesta, sem hátíðina sóttu — að frádregnum erlendum gest- um — íslendingar úr New-York og nágrannaborgum hennar og frá íslensku togara- nýlendunni frá Alliston, Mass í nágrenni við Boston. Mér var mikil forvitni á að kynnast þessu fólki, en vegna þess hve tíminn var naumur — aðeins ein kvöldstund — var það ekki nema að heilsast og kveðj- ast, eða ekki einu sinni það. Helsl hefði eg viljað láta hvern og einn segja mér sína æfisögu, unga sem gamla, en slíkt kom því miður ekki til neinna mála. Eg hélt að eg gæti betur áttað mig á þessum löndum, með því að fá gestalistann hjá sýningarnefndinni. En þó listinn sé merkilegt plagg er ekki auðið að átta sig á hon- um án frekari fyrirspurna. Annars má ýmislegt ráða bæði af andlitunum sem maður sá, og af listan- um. Einkum er munurinn áberandi milli nýlendanna í Boston (Alliston) og New-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.