Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 10
142 HEIMILISBLAÐIÐ York. I hinni ungu togara-nýlendu er margt karlmanna og nöfnin öll íalensk. Á gestaiistanum frá New-York og umhverfi er ekki hægt að átta sig á því hvar Is- lendingar hætta og útlendingar taka við, þótt íslensk nöfn hittist þar innan um og saman við, auk nafna sem við nánari athugun reynast af íslenskum uppruna, þá er mikill fjöldi hrein erlend nöfn. Þetta er eðlilegt. Nýlendan er allgömul, eg sá þarna fólk á sjötugs og áttræðisaldri á að giska, bæði karla og konur. En auk þess virt- ist mér kvenfólkið ungt og gamalt vera í meiri hluta og er þá ekki að sökum að spyrja með nöfnin. Þarna var gömul kona, austan undan Eyjafjöllum með dóttur sína og dótturdóttur. Þessi gamla kona bar þýskt nafn, dóttir hennar auðvitað annað útlent nafn alveg út í hött. Annars er nafnasiður sá sem Evrópu- þjóðirnar hafa apað eftir Rómverjum ein af þeim óhagsýnustu venjum sem hægt er að hugsa sér, að undanskilinni enskri stafsetningu, þetta er þó ekki sagt í því skyni að liggja íslendingum erlendis á hálsi fyrir að semja sig að þessum sið, því undan því kemst enginn. Að sjálfsögðu valt það á ýmsu, hvort þetta fólk kunni íslensku eða ekki. Börn, sem alast upp í borgum, sleppa ekki undan áhrifavaldi enskunnar og það þótt bæði foreldrarnir séu íslensk og tali íslensku sín á milli. Þessvegna verður önnur kynslóðin strax ensk í New-York. Þar fyrir getur ættrækn- in lifað í kolunum og glæðst þegar þetta fólk kemur til vits og ára. Á sunnudaginn kyntist eg nokkuð betur starfsfólki sýningarskálans. Auk Hauks Snorrasonar, sem virtist vera ráðsmaður á staðnum undir yfirstjórn Yilhjálms Þórs, enda prýðilega liðlegur maður, eru þarna þrír piltar og sex stúlkur, er hafa skulu eftirlit með skálanum. Piltarnir voru Styrmir Proppé, Thor R. Thors og Ebenezer G. Olafsson, alt efnilegir og laglegir ungir menn, en stúlkurnar Jósefína Jóhannsson, Mildríður Anderson, Kristín Johnson, (Á)Gústa Þorsteinsson, Clara Arna- son og Margrét Sigurðsson. Hefir orð verið á því gert hve laglegar þessar stúlkur væri, og verð eg að játa að síst þótti mér logið af vænleik þeirra. Er óhætt að full- yrða að starfsfólkið bæði menn og konur sé ekki sísti partur sýningarinnar. Að jafnaði munu stúlkurnar hafa eftirlitið með sýningarskálanum þrjár í senn og »skifta um vaktir« einu sinni á dag. Situr ein þeirra við búðarborð lítið skamt frá inngangi hægra megin og gefur gestum upplýsingar um landið, útbýtir ritlingnum Iceland og selur mönnum frímerki, eða hvað sem þeir vilja hafa af því sem þar er á boðstólum. Önnur sér um skálann niðri og hin þriðja upp á lofti. Verða þær að hafa góðar gætur á fólki, því eins og íslendingum hefur reynst heima, er hér misjafn sauður í mörgu fé, enda kvað það hafa komið fyrir að stolið hafi verið gripum úr skálanum. Daginn eftir hátíðina hafði eg meira næði til að athuga sýninguna sjálfa. Eins og áður er sagt er mikil áhersla lögð á það að sanna Ameríkumönnum það að Leifur heppni liafi fundið Ameríku. Fyrir aðaldyrum stendur Leifsstytta sú, er Ameríkumenn gáfu íslandi 1930 með viðurkenningu sjálfra þeirra á þeirri sögulegu staðreynd. Hafa Yestur-íslendingar látið steypa þessa eftirmynd í eir og ætla að gefa Ameríkumönnum að sýningunni lokinni. Á framhlið er og eirskjöldur mikill: kort af norðurhöfum með leið Leifs til Ameríku á markaðri. Þegar inn í salinn kemur segir veggurinn á vinstri hönd sömu sögu. Á hann er markað heljarmikið kort af Vínlandferðunum og af flugi Lindbergs til Is- lands 1933. Er til vinstri handar við kortið sökkmynd af víkingaskipi Leifs í land-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.