Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Síða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 143 sýn Ameríku, en hinumegin mynd af flugvél Lindbergs, er hún rennir sér niður á Reykjavíkurhöfn. A hægra vegg er útskot til að auka veggrýmið, enda er hann fyltur af mynd- um, bæði sökkmyndum og stækkuðum ljósmyndum af íslensku landslagi, íslenskum atvinnuvegum og íslensku fólki. Tvær sökkmyndir segja atvinnusögu þjóðarinnar í hnotskurn. Sýnir önnur þeirra togara og síldveiðaskip að veiðum, sést niður á sjávarbotn svo hægt er að athuga hæði vörpu togarans og síldarnótina. A öðrum stað eru þrjár íslenskar kindur (stoppaðar) í framsýn, en fjárhópur mikill er dreif- ir sér um græna haga og fjöll í baksýn. Fleiri sökkmyndir sýna hveri og laugar og gefa hugmyndir um notkun þeirra í vermihúsum og tii hitunar bæjum. Þá er nýtísku-iðnaði til lands og sjávar ekki gleymt. Síldarmjöls-verksmiðjur og mjólkur- bú, auk hinnar nýju rafaflstöðvar við Ljósafoss, eru allar þar á veggjunum. 1 sam- anburði við þessa nýmóðins tækni er hesta-stóðið sem sýnt er á einni myndinni nærri því eins fornaldarlegt eins og hin virðulega mynd af stofnun Alþingis árið 930. Að öllum sökkmyndunum hefur Jón Þorleifsson unnið, eins og hann líka hef- ur málað hina löngu mynd af íslenskum ströndum framan á svalirnar á hægra svalarveggnum. Er ekki ofmælt um myndirnar að verkið lofi meistarann. Uppi á lofti er safn af ýmsum góðum gripum, en hið merkasta af því sem þar er sýnt verður þó að telja tvent: kvikmyndina, sem sýnir atvinnuvegi og lands- lag, að nokkru leyti í litmyndum, og baðstofuna með bókasýningunni. Eg sat við lengi sunnudagsins að virða fyrir mér kvikmyndina, ásamt mörg- um fleirum gestum, þar á meðal íslenskum bónda frá Manitoba og íslenskum sjó- manni frá Boston. Mér þótti mikið til kvikmyndarinnar koma fyrir þá sök hve mikil rækt hefur verið lögð við og vel tekist að sýna fólkið og störf þess úti og inni, á sjó og landi. Eg veit ekki til að nokkurt íslenskt myndasafn geri það eins vel og þessi kvikmynd. Hinsvegar varð eg fyrir nokkrum vonbrigðum um kvik-litmyndina; liún stendur enn að baki því sem menn sjá hér oft á kvikmyndahúsum frá öðrum lönd- um. Að vísu stendur ísland að baki suðlægari löndum um mörg litabrigði, en ekki eins og ráða mætti af þessari mynd. Eg á margar endurminningar frá austfirsku lands- lagi og litskrúði bæði sumar og vetur sem fer langt fram úr því, sem þarna sást. En úr því eg minnist á Austfirði get eg ekki orða bundist um það, hve útundan þeir og Fljótsdalshérað hafa orðið í myndum þeim af íslensku landslagi sem hér hafa borið fyrir augu, ekki síst í hinni nýju myndabók íslands, sem landstjórn og ferða- félagið hafa tekið liöndum saman um að gefa út, meðal annars til þess að hafa hana til sölu í íslenska sýningarskálanum á Heimssýningunni þar sem eg sá hana. Eg skal nú láta úttalað um kvikmyudina og snúa mér að baðstofunni í hin- um enda loftsins. Er það hin snotrasta baðstofa þótt ekki kannaðist eg við þann hátt á byggingarlaginu að þilja neðan á skammbitana. í baðstofunni var margt merkra gripa: falleg útskorin húsgögn, prýðilega útsaumuð veggteppi og margt fleira. En merkast af öllu voru þó íslensku handritin í ljósprentuðu útgáfum Ejnars Munksgaards, raðað í sýningarkassa, sem lágmynd Einars Jónssonar: Einbúinn í Atlantshafi gnæfir yfir. Eru þau þarna með tölu ellefu bindi, en merkust eru þó fyrir margra hluta sakir hið fyrsta og hið tíunda: Flateyjarbók og Sœmundar-edda. Flateyjarbók er að sjálfsögðu stórgripur á þessari íslensk-amerísku sýningu, því án hennar (og Hauksbókar) hefði enginn vitað neitt um Leif heppna og Þorfinn karls-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.