Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Side 12

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Side 12
144 HEIMILISBLAÐIÐ efni. Án hennar hefðu Norðmenn heldur ekki settfupp styttu sína af Óiafi Tryggva- syni með áletrun um, að hann hafi »sent Leif Eiríksson til Vínlands«, sem nú raunar*’er ekki samkvæmt orðum bókarinnar nema aðjínokkru leyti. Með öðrum orðum: Flateyjarbók er ekki aðeins hornsteinn íslensku sýningarinnar heldur einnig a. n. 1. hinnar norsku, og ef vér Islendingar (og frændur*vorir Norðmenn) liöfum nokkuð upp úr þessari sýningu okkar, þá eigum“ vér það ekki að litlu leyti að þakka þessari æruvcrðu og fallegu bók, sem samanskrifuð var af tveim klerkum fyrir íslenskan höfðingja á síðari hluta 14. aldar. Eiginlega hefði átt að láta hana liggja opna í kassa undir kortvegnum með siglingaleið Leifs og gefa í skyn að án hennar væri. ekkert kort á veggnum! Þetta mun líka hafa verið gert, þótt kassinn hafi ’verið fiuttur burt meðan á Isiendingadeginum stóð. En auk þess var henni valið heiðurssæti í baðstofunni og opnuð þar á upphafi Grænlendingaþáttar, Flateyjarbók er eitt af stærstu og fallegustu íslenskum handritum. Sœmund- ar-edda er ein af þeim minni, og er handritið ekki mikiðjfyrir sér á neinn veg hvorki að litskrúði né leturgerð, þótt það sé hreinlega og læsilega skrifað. Þó er handritið tvímælalaust frægasta bók, sem á Islandi hefur verið skrifuð, og sú bók íslensk sem mest áhrif^liefur haft á heimsbókmentirnar. Er ástæðan til þess sú, að í fornkvæðum hennar hafa allar germanskar þjóðir fundið andblæ frá sínum eigin uppruna, og margar þeirra þykjast jafnvel hafa fundið þar leifar kvæða, sem upprunalega hafi ort verið í þeirra eigin löndum. Það eitt stendur fast, að þessi litla bók er rituð á bókfellið einhverntíma nálægt miðju eða fyrir miðja 13. öld á íslandi. Hvergi er að finna neinar upplýs- ingar um höfunda eða heimilisfang kvæðanna"nema eitt:"] Atlamál*en grœnlensku. Þannig geymir bókin hið eina Eddu-kvæði sem menn vita til að ort hafi verið í Vesturálfu jarðar! En annarsftogast öll germönsk lönd á um kvæðin. Allir fræði- menn eru á einu máli um það, að yngstu hetjukvæðin"og sum af hinum yngri goðakvæðum sé ort á íslandi. Aðrir, eins og íslendingurinn Guðbrandur Vigfússon og Norðmaðurinn Sophus Bugge, töldu kvæðin flest ort fyrir vestan haf í nýlend- um Norðmanna á Bretlandseyjum. En aðrirj eins og Finnur Jónsson töldu þau mestmegnis norsk. Sænskir fræðimenn hafa fundið líkur til þess að sum kvæðin, hetjukvæðin og jafnvel Völuspá ættu rætur sínar að*rekja til Svíþjóðar. Þá hefur flestumy fræðimönnum| komið2saman|]nm það^að^Helgakviðurnar væri“danskar að stofni, og enginn hefur ,’efast um suðrænan (þýskan) uppruna kvæðabálksins um Sigurð Fáfnisbana, Brynhildi og Guðrúnu Gjúkadóttur. Loks kemur mönnum saman'Jum að*'efnið í Hamðis málum sé af gotneskum uppruna, sagnir um hinn volduga Jörmunrekk konung. Hvað efni snertir er þetta~ómótmælanlegt,*en hitt er erfitt vafa-atriði hvernig sagnir eða kvæði hafi sunnan' borist til Norðurlanda og hvar kvæðin í sinni núverandi mynd sé ort. En alþýða manna lætur sig þetta engu skifta. Þjóðverjum, Dönum, Svíum, Norðmönnum og íslendingum er það öll- um nóg, að finna í bókinni meira og minna,“sem þeir geta kallað sitt, og sem þeir finna hvergi annarsstaðar. Eftir að hafa geymst í íslenskum fórum svo öldum skiftir/ hefur þessi litla bók vakið meiri athygli fræðimanna og skálda, og haft víðtækari áhrif á nútíðar- bókmentir en nokkur önnur ísleusk bók. Á öldinni sem leið fóru tvö stórskáld í efnisliet til hennar og Völsungasögu, sem gerð er eftir hetjukvæðunum í Eddu. Þetta voru skádin William Morris Englandi sem orti Sigurd the Volsung, stór-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.