Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 16
148 HElMlLISBLAÐIÐ þann, sem lá á borðinu, sveipaður voðinni, og þreif hann augsýnilega enn til þess að hafa hann að árásarvopni, en, lögreglu- mennirnir gripu hins vegar kylfur sínar. »Nei, hættið þér nú«, sagði Orme og kastaði sér inn á mi.lli áflogamannanna. »Ég spyr — eruð þið band-vitlausir allir saman? Vitið þið ekki, að þessi, kvenper- sóna er dáin fyri.r hér um bil fjórum þús- undum ára?« »Almáttugur!« sagði lögregluþjónninn, sem hélt á höfði smurlingsins, við félaga sjt>n; »það hlýtur að vera einn af smurl- ingunum, sem þeir eru að hlaða upp í brezka fornmenjasafninu. Það er næsta. fornlegt að sjá og allt kryddað — er það ekki?« Síðan þefaði hann af höfðinu og setti það svo frá sér á borðið. Nú hófst skilagreini,n. Og er þessir öfl- ugu verðir alls skipulags höfðu verið blíðk- aðir með nokkrum glösum af portvíni, og þar að auki fengið skrá yfir nöfn allra þeirra, sem hlut áttu að máli og smurlings- ins þar á meðal, fóru þeir leiðar sinnar og þóttust. fullar bætur hafa fengið fyrir árásina. »Hlýðið nú á mitt ráð«, heyrðist þá u,nd- irforinginn segja með þungri þykkju fyrir dyrum úti. »Imyndið ykkur ekki sí og æ, að hver einn sé það sem hann sýnigt vera. T. d. hérna: Maður þarf ekki endilega aö vera fullur, þó að hann detti endijangur á götuna, hann getur verið magnþrota eða hálfdauður af hungri eða, hafa fengið nið- urfallssýki. Og skrokkur er ekki allt af skrokkur, þótt hann sé dauður, kaldur og stirður. Er þetta ekki satt, piltar mínir, hann getur líka verið smurlingur, eins og þið hafið nú séð, og það er allt annað. Ef ég kjæddi mig í bláu fötin ykkar, yrði ég þá nokkur lögreglumaður fyrir því. Ham- ingjan hjálpi mér — þá væri ég illa kominn! hersins vegna, því í þjónustu hans er ég — já, í varaliðfnu að minnsta kosti. Það sem yður er brýn þörf á, piltar, það er að rannsaka mannllegt eðli og gera yðar at- huganir, þá getur ef til vill svo farið, að yður takist að gera. greinarmun á fersku líki og smurlingi og ýmsum öðrum hlutum. Leggið yður þessi orð mín á hjarta og þá munuð þér enda með því að þér verði,ð lög- reglustjórar í stað þess að ganga fram í þessum ham allan liðlangan daginn, þang- að til þið hrökkvið upp af einhvern góð- an veðurdag. Góða nótt!« Eftir það er friður komst á og höfuðlausi smurlingurinn var borinn inn í svefnher- bergi, prófessorsins, þá lýsti Orme því yfir, að hann gæti ekki mælt. kaupsýslumálum, þar sem lík væri inni, hve gama.lt sem það svo væri; héldum við áfram rökræðum vorum. Fyrst hripaði ég niður stuttan samning, þar sem tilgangi, leiðangursins var lýst og ákvað, að sérhverjum ávinning, sem af honum gæti leitt skyldi sKipt að jöfnu meðal vor. Ef svo færi, að einn okk- ar dæi eða fleiri, skyldu þei.r, sem eftir lifðu taka hlut ha,ns. Ég mótmælti þe.nsu fyrir mitt leyti, því að ég kærði mig hvorki um fé né forngrípi. En hi,nir héldu því fram, að ég mundi eins og flestir. aðrir, þurfa af einhverju að lifa, þegar frani í sækti. Eða ef ég þyrfti ekki neins vjð, þá myndi sonur minn áreiðanlega þurfa þess. ef oss tækist að bjarga honum, svo að ég lét að lokum undan. Því næst vildi Orme af skynsemi sinni fastákveða skyldur vorar hvers um sig. Það var þá fastráðið, að ég skyldi vera fararstjóri. Higgs átti að vera fornfræö- ingur, túlkur og allsherjar-ráðgjafi, Orme átti að vera mannvirkjameistari og æðst- ráðandi í öllum hernaðarmálum, þó með því skilyrði, að ef ágreipingur yrði, þá skyldi sá beygja sig þegnsamlegast fyrir meiri hlutanum, sem greindi á við meiri hlutann. Þegar búið var að afri.ta fagurlega þetta einkennilega skja.1, þá ritaði ég nafn mitt undir það og afhenti það síðan prófessorn- um. Hann hugsaði sig um lítið eitt; en sér til upphvatningar tók hann enn hring drottningarinnar af Saba. og rannsakaði hann grandgæfilega, og ritaði síðan nafn sitt undir skjalið, eins og ég, og sagði um

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.