Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 17
HE.TMILISBLAÐIÐ 149 leið, að hann væri svei mér ekki svo heimskur, að hann væri að fárast svo mikið um þetta; skaut síðan skjalinu yfir borðið til Orme. »Bíddu ögn við«, sagði höfuðsmaðurinn, »ég hefi, gleymt nokkru. Ég vildi gjarna, að hinn gamli, þjónn minn, Kvik undirfor- ingi, gerðist félagi vor. Hann er sem sé fyrirtaksmaður að grípa til, ef í harðbakka slær, með ei,tthvað, einkum ef til spreng- ingar kæmi, eins og mér hefir skilist. Ha,nn hefir töluvert fengist við það í hópi mann- virkjameistaranna og eins þar fyrir ut'an líka. Ef enginn hefir neitt á móti því, þá vil ég fá hann í fyrirtækið og spyrja, hvorr hann vilji vera með. Ég hygg hann sé hérna. einhversstaðar nálægur«. Bg kinkaði kolli, við því, til samþykkis, því aö eftir sögunni að dæma um smurl- inginn og ló'gregluþjónana, þá gæti Kvik orðið okkur þarfur tii þjónustu. Af því að ég sa.t næstur dyrunum, opnaði ég hurð- ina. En í sömu svifunum kútveltist hinn digri skrokkur Kviks inn yfir gólfið til okkar, alveg bókstaflega. Það var auðséð, að hann hafði hallað sér upp að hurðinni og va;r engu líkari en trédáta, sem oltið hefir. »Halló!« hrópaði Orme, er þjónninn hans reis á fætur án minnstu svipbreytingar, viðbúinn að heyra, hvað hann vildi segja. »Má ég spyrja, hvern. þremilinn eruð þér að gera þarna?« »Dyravarðar er þörf, höfuðsmaður. Lög- reglunni gæti fljótlega snúist hugur og komið aftur. Hverjar skipanir hafið þér að gefa, höfuðsmaður?« »Já, ég á að ferðast til Norður-Mio- Afríku. Hve nær getið þér verið til í þá för með mér?« »Brindísi-póstvagninn fer annað kvöld, herra höfuðsmáður, ef þér viljið fara yfir Egiptaland. En ef þér takið heldur leið- ina tii Tunis, kl. 7,15 síðdegis. Ferðin hefst frá Charing-Crossi á laugardaginn. En þao er þetta, að ef — eins og mér skilst — sprengiefni og vopn skal útvega, þá tek- ur það tíma að ganga svo frá öllu slíku, að vér getum leikið á tollverðina«. »E:,ns og yður skilst?« spurði Orme. »Ger- ið mér sem skjótast grein fyrir, hvernig yður skilst það?« »Hurðunum í þessu húsi er dálítið gjarnt til að standa vitund upp á gátt, höfuðs- maður. »Og hann þarna« — hann benti á prófessorinn — »hefir rödd jafn gnöllr- andi, ei,ns og í hundi. Já — ég bið fyrir- gefningar. ég ætlaði engan að móðga með þessiu. Há rödd er ágætis kostur, það er að skilja, ef hurðir falla vel að stöfum«. Og þó að trésmettið á honum Kvik væri breytingalaust, þá sá glampa bregða fyrir í fúlu gráu augunum hans undir hans loðnu augnabrúnum. Við fórum allir að hlæja, Higgs líka. »Þér viljið þá eftir þessu gerast föru- nautur okkar?« spurði Orme. »En ég vona að þér skijjið, að þetta er ekki með öllu áhættulaustv og vel gæti svo farið, að þér ættuð aldrei afturkvæmt?« »0, við höfum nú fyrr tekið þátt í smá- vægilegum svaðilförum, höfuðsmaður, og höfum samt átt afturkvæmt. Menn fæðast, þegar þeir verða að fæðast og deyja, þeg- ar þeir hljóta að deyja. Og það, sem þeir gera þess á milli, gerir hvorki frá né til að nokkru marki. »Afbragð, afbragð!« hrópaði ég. »Við höfum nálega sömu lífskoðun, Kyijí og ég«. »Það eru víst ekki all-fáir, sem hafa haft þá lífsskoðun, srðan Salomó hinn gamli gaf drottningunni af Saba þenna þarna« — og Kvik benti á hringinn, sem lá á borð- inu. »En afsakið hr. höfuðsmaður, hvernig standa sakir með atvinnuna mér til handa? Með því að ég er ókvæntur, þá er enginn, sem erfir mig, en eins og þér vitið, þá á ég systur, sem eiga erfingja og lífeyrir hermanns dettur úr sögunni, þegar hann deyr. Þér megið ekki halda, að ég se heimtufrekur, höfuðsmaður, en eins og þeir munu skijja hinir, þá er tryggast að hafa svart á hvítu um allt slíkt. Svo sleppum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.