Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 18

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Page 18
150 HEIMILISBLAÐIÐ við hjá öllum deilum í'lokin« — og hann benti á samninginn. »Alveg á sama máli. Hvers krefjist þér svo, Kvik?« spurði Orme. »Einskis nema launa minna, ef ose áskotnast ekkert, höfuðsmaður. En ef vér skyldum fá eitthvað í aðra, hönd, væri þá 5% of mikið?« »Hann ætti að hafa 10%«, tók ég fram í. »Kvik setur líf sitt í hættu jafnt sem við hinir«. »Ég segi margfaldar þakkir fyri,r«, svar- aði hann, »en það væri allt of mikið að því er mér virðist; ekki stakk ég upp á nema 5%«. Svo var það ritað, að Kvik undirforingi ætti að fá 5% af arðinum, ef annars yrði um nokkurn arð að ræða,, að því tilskildu auðvitað, að hann kæmi ágætlega fram og hlýði skipunum vorum. Síðan ritaði Kvik nafn sitt undir samninginn og fékk eitt gla,s af brennivíni og vatni til að drekka í »minni. kaupa, sinna«. »Og nú, herrar mínir«, sagði hann og neitaði stólnum, sem Higgs bauð honum, — hann vildi auðsjáanlega heldur standa í sínum venjulegu trédátasporum og halla sér upp að dyrunum, — »þá vil ég eins og auðinjúkur fimm-prósenta-hluthafi, í þessu vogunarspili biðja leyfis að mega segja fáein orð«. Auðvitað fékk hann leyfið. Bað hann þá, að hann fengi að vita, hve þungt það bjarg væri, sem flytja ætti. Ég kvaðst ekki vita það, því að ég hefði aldrei séð guð Funganna; en það hefði ein- hvernveginn komist inn hjá mér, að hann væri fei.knastór, líklega álíka, stór og St. Pálskirkjan í Lundúnum. »Ef hann er eftir því jafn traustur, þarf nú nokkuð til«, varð Kvik að orði. »Með tundri mætti, ef til vill, færa hann úr stað; en það mundi verða allt of fyrirhafnar- samt að flytja hann yfij' eyðimörkina á úlföldum. En hvað segir höfuðsmaðurinn um sprengjur þær, sem Búarnir notuðu, þegar þeir sendu stóreflis hleðslur af her- mönnum í loft upp, fyrir austan sól og vest- an mána, og eitruðu hina, sem eftir urðu?« »Já«, sagði höfuðsmaður, »víst man ég eftir þeim. En nú er búið að finna enn sterkara efni, hið svo nefnda »Azo-mides«, ef ég man rétt, hina, ógurlegu nýju, köfn- unarefnissamsetningu. Vér skulum spyrj- ast fyrir um það á morgun«. »Jæja, herra höfuðsmaðui'«, svaraði hann, »en það, sem mestu varðar — hver borgar? Við fáum ekki heila hauga af vít- i^eldi fyrir ekki neitt, Ég hygg, að kostn- aðurinn við sprengiefnin og við skulurn segja 50 kúlubyssur og skotfæri og þar á ofan allt annað, sem við þuj'fum til út- búnaðar, að úlföldum meðtöldum, fari ekki undir 25.000 krónum«. »Ég hygg, að ég geti lagt þá upphæð fram i gulli«, svaraði ég, »af því gaf hin áðurnefnda hefðarkona í Abati mér svo mikið, sem ég gat þrautalaust borið á mér«. »Og gæti hann það ekki«, flýtti Orme sér að segja, þá gæti, ég líka, þótt ég sé enginn auðmaöur lengur, lagt til 5000 krónur eða þa,r um bil, ef í krappan kæmi. En verum nú ekki að plága oss með fjár- mála-grillum — það er hvort sem er mikil- vægast, að vér séum einhuga um að tak- ast þenna leiðangur á hendur og gera oss far um, að hann komi að haldi, hvernig svo sem úr kynni að rætast«. Því játuðu allir einum rómi. »Hefir nú nokkur nokkuð fleira. að at- huga við þetta?« »Já«, svaraði ég, »ég gleymdi að geta þess, að þegar við komum tij Múr, þá má enginn biðla til Walda Nagasta, Hún er einskonar heilög vera, er aðeins getur gifst inn í sína ætt. Og' ef vér fyndum upp á einhverju slíku, ættum vér víst að missa höfuð vor«. »Heyrðu nú, 01iver!« sagði prófessorinn. »Ég hygg, að vi,ðvörun læknisins sé eink- anlega töluð til þín, þar sem við hinir er- um yfir það hafnir og a.nnað því um líkt«. »Nei, er það svo í raun og veru«, svar- aði höfuðsmaður og roðnaði að vanda. »Svo

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.